Læknablaðið - 15.02.2005, Síða 8
RITSTJÓRNARGREINAR
fyrir mikilvægum ákvörðunum við úthlutun vistrýma
og þær upplýsingar sem komið hafa fram í rannsókn-
um á vistunarmatinu eru til þess fallnar að hjálpa
stjórnendum að fínstilla ákvörðunarferlið enn betur.
Niðurstöður þessara tveggja nýju rannsókna á
vistun aldraðra minna okkur einnig á aðrar leiðir, for-
varnir hvers konar og valkosti við vistun. Öldruðum
mun fjölga mjög á næstu áratugum og því er mikils
um vert að sem flestir haldi sem bestri heilsu og færni
sem lengst. Ljóst er að einstaklingarnir sjálfir geta
bætt efstu árin með heilbrigðum lífsstfl og hóflegri lík-
amsrækt ásamt með inngripi lækna hjá þeim sem hafa
þekkta og meðhöndlanlega áhættuþætti sjúkdóma (7-
10). Þegar heilsu og færni aldraðra fer að hraka segir
klínísk reynsla að mikilvægt sé að hafa gott aðgengi
að heimaþjónustu, dagvistun og hvfldarinnlögnum
enda þótt rannsóknir á gildi slíkrar þjónustu séu mis-
vísandi (11, 12). Niðurstöður nýlegrar rannsóknar á
heilsufari og lífsgæðum aldraðra í heimaþjónustu á
íslandi benda til þess að heimilislæknar mættu koma
þar sterkar inn (13). Þjónusta heimilislækna hefur
þróast mjög í seinni tíð í þá veru að sjúklingarnir
komi til læknisins. Háaldrað og veikburða fólk er hins
vegar hópur skjólstæðinga heilsugæslunnar sem þarf
á því að halda að heimilislæknirinn komi reglulega í
vitjun og fylgist náið með heilsufari og líðan. Klínískt
tel ég líklegt að það stuðli að því að aldraðir búi leng-
ur heima og þeim líði betur en nú er, þar sem aldraðir
í þjónustu heimahjúkrunar virðast hafa margvísleg
meðhöndlanleg einkenni. Niðurstöður rannsókna á
orsakaþáttum varanlegrar vistunar og líðanar fólks
í heimahúsi sem nýtur heimahjúkrunar gefur tæki-
færi til gaumgæfilegrar skoðunar á þjónustu og verk-
ferlum lækna og hjúkrunarfræðinga heilsugæslunnar
við aldraða skjólstæðinga sína. Það er metnaðarmál
að aldraðir geti búið sem lengst heima við sem besta
líðan.
Samþætting heimahjúkrunar og félagsþjónustu
er mikilvægt umbótaverkefni. En þriðja þáttinn í
samþættinguna virðist enn vanta: lækninn. Hér er
hugmynd. Heimilislæknar vitji allra skjólstæðinga
samþættrar heimaþjónustu á fjögurra vikna fresti,
aukalega ef þörf krefur, og taki þátt í teymisumræðum
vikulega. Þessa hugmynd mætti útfæra sem rannsókn-
arspurningu með því að skipta Reykjavík í tvennt og
bera saman þjónustuna eins og hún gengur og gerist
nú við þjónustu þar sem læknir er sterkur fulltrúi í
þríþættri þjónustu. Hugmyndin gerir ráð fyrir bættri
líðan, betri lífsgæðum og skemmri tíma á öldrunar-
stofnun.
Það er metnaðarmál að aldraðir geti búið sem
lengst heima við sem besta líðan. Fagaðilar í heilsu-
gæslu og öldrunarþjónustu þurfa að skilgreina bestu
leiðir að því marki.
Heimildir
1. Jónsson PV, Björnsson S. Mat á vistunarþörf aldraðra. Lækna-
blaðið 1991; 77: 313-7.
2. Jóhannesdóttir GB, Jónsson PV. Vistunarmat aldraðra í Reykja-
vík 1992. Læknablaðið 1995; 81:233-41.
3. Ingimarsson O, Aspelund T, Jónsson PV. Vistunarmat aldraðra
á árunum 1992-2001 - Tengsl við lifun og vistun. Læknablaðið
2004; 90:121-9.
4. Ingimarsson O, Aspelund T, Jónsson PV. Birtingarmynd heila-
bilunar í vistunarmati aldraðra fyrir hjúkrunarrými 1992-2001.
Læknablaðið 2004; 90:767-73.
5. Heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið: mars 2004.
6. Stjórnunarupplýsingar LSH, janúar til október 2004, ábyrgðar-
aðili skrifstofa fjárreiðna og upplýsinga.
7. Robine JM. Michel JP. Looking forward to a general theory on
population aging. J Gerontol A Biol Sci Med Sci 2004; 59: M590-7.
8. Fries JF. Successful aging--an emerging paradigm of gerontology.
Clin Geriatr Med 2002; 18:371-82.
9. Wang BW, Ramey DR, Schettler JD. Hubert HB, Fries JF. Post-
poned development of disability in elderly runners: a 13-year
longitudinal study. Arch Intern Med 2002; 162: 2285-94.
10. FriesJF. Reducingdisability inolderage. JAMA 2002; 288:3164-
6.
11. Stoltz P, Uden G, Willman A. Support for family carers who care
for an elderly person at home - a systematic íiterature review.
Scand J Caring Sci 2004; 18:111-9.
12. Anetzberger GJ. Community resources to promote successful
aging. Clin Geriatr Med 2002; 18: 611-25.
13. Jónsson PV, Guðmundsdóttir H, Friðbjörnsdóttir F, Haralds-
dóttir M, Ólafsdóttir P, Jensdóttir AB, et al. Heilsufar, hjúkrun-
arþörf og lífsgæði aldraðra sem nutu heimaþjónustu heilsugæsl-
unnar 1997. Læknablaðið 2003; 89:313-8.
148 Læknablaðið 2005/91