Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2005, Síða 19

Læknablaðið - 15.02.2005, Síða 19
FRÆÐIGREINAR / HEILSUFAR ALDRAÐRA brot. Forvarnir beinast að næringu, styrktarþjálfun og varnaraðgerðum og eru þær ekki síst mikilvægar inni á hjúkunarheimilum þar sem áhættan er hvað mest (22). Tíðni mjaðmarbrota hefur við venjulegar aðstæður á hjúkrunarheimili verið talin um 60 fyrir hverja 1000 heimilismenn á ári (23). Fyrir Droplaugarstaði myndi það þýða að um 37 fleiri mjaðmarbrot hefðu átt sér stað á rannsóknartímanum. Lág brotatíðni getur verið óbeinn vísir um gæði umönnunar en skýringar eru flóknar vegna margþætts eðlis þessara áfalla (11, 24). Skráðar vitjanir til heimilismanna eru breytilegar eftir tímabilum, en þeim fjölgar talsvert síðustu fjög- ur árin. Sama á við um tilvísanir til bráðamóttöku sjúkrahúsanna. Af sérfræðilæknum er mest vísað til augnlækna, háls-, nef- og eyrnalækna og húðlækna. Samráðskvaðningum fjölgar mest síðustu fjögur árin en þá voru 47 skrifleg samráð höfð við aðra sérgreina- lækna en þær sjö sérgreinar sem taldar eru í töflu VI. A rannsóknartímanum óx árleg meðaldánartíðni hratt fyrstu þrjú tímabilin að 40% hámarki og mælist svo 37% síðasta tímabilið. Á sama tíma fækkaði inn- lögnum á sjúkrahús og líknarmeðferð varð algengasta meðferð við lífslok. í Bandaríkjunum hefur verið sýnt fram á allt að sjöfaldan mun á milli fylkja hvort vist- menn hjúkrunarheimila látast á sjúkrahúsi (25). Fjár- mögnun og fyrirkomulag ræður stefnunni þar. Hér á landi hafa reglugerð um vistunarmat og leiðbeiningar um takmörkun meðferðar leitt til jákvæðra breytinga við umönnun fólks við lífslok og verið gerð kleif á heimilinu. Þótt eðli málsins samkvæmt sé meðferð á hjúkrunarheimili fyrst og fremst líknandi vantar víða uppá að meðferð aldraðra sé fullnægjandi (26) og í samræmi við vilja og óskir sjúklinga og aðstandenda þeirra (27). Gæðamatskerfið MDS/RAI beinir sjón- um að því hvort formlega sé gengið frá skráningu og stigun meðferðar í dagálum sem hefur þó batnað með árunum. Þessi skráning krefst nærgöngulla viðræðna við heimilismenn og/eða aðstandendur þeirra. Skráð meðferðarstig í 56% tilvika í okkar rannsókn telst all- góður árangur en að auki er meðferðarstigun lýst í 16% til viðbótar. Algengast er að tekin sé afstaða tii meðferðarforms eftir að heilsu hrakar verulega. Oft er stigun FME breytt í LM við þær aðstæður. Einnig skiptir hér máli að miklar framfarir höfðu orðið á með- ferðarúrræðum við lífslok. Leiðbeiningar urn stigun meðferðar voru teknar upp á bráðasjúkrahúsunum í byrjun tíunda áratugarins og meðferðarúrræðum á vist- og hjúkrunarheimilum hafði fleygt fram. Þessar breytingar hafa orðið til vegna aukinnar faglegrar þekkingar við hjúkrun og lækningar aldraðra. Síðustu ár á dánarferli sér alfarið stað á hjúkrunarheimilinu. Álag á bráðadeildir sjúkrahúsanna við lífslok hefur því minnkað sem því nemur og beindust meðferðar- úrræði á Droplaugarstöðum að því að koma betur til móts við þarfir og óskir heimilismanna og aðstand- enda þeirra. Algengasta dánarmein í dagálum heimilismanna var lungnabólga. Athyglisvert er að listi dánarmeina endurspeglar ekki nema að takmörkuðu leyti færni- skerðandi sjúkdómsgreiningar við komu. Endanleg greining undirliggjandi dánarmeina er gerð af lækni Hagstofu íslands sem sker úr um undirliggjandi or- sakir andláts til skráningar í þjóðskrá. Dánarmeinum á Droplaugarstöðum hafa verið gerð nánari skil í nýjasta hefti tímaritsins Öldrunar (28). Rannsóknin sýnir að verulegar breytingar hafa átt sér stað á heilsufarsþáttum þeirra sem létust á Drop- laugarstöðum á 20 ára tímabili. Heimilismenn eru hrumari og eldri á seinni hluta tímans og þeir koma oftar beint af sjúkrahúsi. Rannsóknin gefur vísbend- ingar um að forval sjúklinga til vistunar á Droplaug- arstöðum hafi verið gert með ábyrgum hætti. Eðli málsins samkvæmt er það fyrst og fremst heilsubrest- ur fólks sem veldur þeirri færniskerðingu sem leiðir til umsóknar og síðan vistunar á hjúkrunarheimili. Fjölþátta þjónusta og endurhæfing er veitt á heimil- inu til að auka lífsgæði heimilismanna síðustu þrjú ár ævi þeirra og þegar að andláti kemur verður það nú oftast á þeirra eigin heimili. Þakkir Verkefnið naut styrkja úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar. Heimildir 1. Jónsson PV, Björnsson S. Mat á vistunarþörf aldraðra. Lækna- blaðið 1991; 77:313-7. 2. Phillips CD. Zimmermann D, Bernabei R, Jónsson PV. Using the Resident Assessment Instrument for quality enhancement in nursing homes. Age Ageing 1997; 26-S2: 77-81. 3. Jónsson PV, Jensdóttir AB, Guðmundóttir H, Pálsson H, Hjalta- dóttir I, Harðarsson Ó, et al. Mat á heilsufari og hjúkrunarþörf á elli- og hjúkrunarheimilum; RAI mælitækið, þróun þess og sýnis- horn af íslenskum niðurstöðum. Læknablaðið 1997; 83: 640-7. 4. Gillen P, Spore D, Mor V, Friberger W. Functional and Resident- ial Status Transitions Among Nursing Home Residents. J Ger- ontol Med Sci 1996; 51A: M29-36. 5. Siðaráð Landlæknis/leiðbeiningar 1996; www.landlaeknir.is 6. Lög um málefni aldraðra, 125/1999. 7. Schnelle JF, Bates-Jensen BM, Chu L, Simmons SF. Accuracy of Nursing Home Medical Record information about Care-Process Delivery: Implications for Staff Management and Improvement. JAGS 2004; 52:1378-83. 8. Hagskinna. Hagstofa íslands 1997:125-7. 9. Ingimarsson O, Aspelund T, Jónsson PV. Vistunarmat aldraðra á árunum 1992-2001 - Tengsl við lifun og vistun í hjúkrunarrými. Læknablaðið 2004; 90: 121-9. 10. Ribbe MW, Ljunggren G, Steel K, Topinková E, Havves C, Ikeg- ami N, et al. Nursing homes in 10 nations: a comparison between countries and settings. Age Ageing 1997; 26-S2: 3-12. 11. Saliba D, Schnelle JF. Indicators of the Quality of Nursing Home Residential Care. JAGS 2002; 50:1421-30. 12. Meller I, Fichter MM, Schröppel H. Mortality risk in the octo- and nonagenarians: longitudinal results of an epidemiological follow-up community study. Eur Arch Psychiatry Clin Neurosci 1999; 249:180-9. 13. Fortinsky RH, Covinsky KE. Palmer RM, Landefeld CS. Effects of functional status changes before and during hospitalization on nursing home admission of older adults. J Gerontol A Biol Sci Med Sci 1999; 54: M521-6. 14. Samúelsson Ó, Björnsson S, Jóhannesson B, Jónsson PV. Lyfja- notkun aldraðra á bráðasjúkrahúsi. Aukaverkanir og gæðavísar. Læknablaðið 2000; 86: 11-6. Læknablaðið 2005/91 159
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.