Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2005, Qupperneq 33

Læknablaðið - 15.02.2005, Qupperneq 33
FRÆÐIGREINAR / RAFEYÐING Á HVEKK Niðurstöður Um var að ræða 36 sjúklinga og eru helstu þýðisupp- lýsingar og aðgerðarþættir sýndir í töflu I. Fjórtán (38,9%) sjúklingar voru yfir áttrætt og meðalaldur þeirra 86,4 ár (81-94; vikmörk ±2,3). Ábendingar aðgerða eru sýndar í töflu II, en þar sést að 44,5% sjúklinga hafa bráða þvagteppu án annarra fylgikvilla fyrir aðgerð, en 58,4% ef hinir eru teknir með sem reyndust hafa fylgikvilla samfara þvagteppunni. Sex (16,7%) sjúklingar höfðu áður undirgengist hvekk- aðgerð (fimm hvekkúrnám um þvagrás, einn opið hvekkúrnám) og tólf (33,3%) höfðu áður verið á lyfja- meðferð sökum þvaglátaeinkenna. Enginn sjúklingur dó í aðgerð eða fyrstu 30 dag- ana í kjölfarið og allir útskrifuðust. Engir skurðað- gerðar- eða tæknilegir fylgikvillar urðu í aðgerð. Eng- inn þurfti á blóðgjöf að halda í aðgerð eða legunni. Enginn fékk einkenni um heilkenni hvekkúrnáms um þvagrás (TUR-syndrome). Hjá 18 sjúklingum þar sem vefur var einnig skorinn á hefðbundinn hátt, reyndist þyngd hvekkvefjarins vera að meðaltali 9,lg (2,5-21; vikmörk ±2,4). Hjá tveimur 84 ára gömlum sjúkling- um kom í ljós illkynja æxlisvöxtur eftir aðgerð, en hjá hvorugum hefur það Ieitt til annarrar sértækrar með- ferðar. Engir aðrir hafa greinst með illkynja æxlisvöxt á eftirlitstímanum. Þrír (8,3%) sjúklingar fengu fylgikvilla <30 daga frá aðgerð (blóðmiga, þvaggraftarsótt og þvagteppa) og þurftu allir á innlögn að halda sökum þessa. Allir svöruðu vel viðeigandi meðferð og voru útskrifaðir. Einn (2,7%) sjúklingur hefur þurft að undirgangast enduraðgerð sökum þvagteppu sjö mánuðum eftir aðgerð, en hann reyndist hafa blöðruhálsþrengsli og gerður var blöðruhálsskurður um þvagrás með góð- um árangri. Engir aðrir hafa þurft á annarri meðferð að halda 8-60 mánuðum eftir aðgerð. 32 (89%) sjúk- linganna útskrifuðust án þvagleggs, en fjórir (11%) útskrifuðust með ofanklyfta þvaglegg og af þeim losnuðu þrír við legginn eftir 2-3 vikur, en einn sjúk- lingur losnaði ekki við legginn. Allir sjúklingarnir með þvagteppu við útskrift höfðu þvagteppu fyrir að- gerð. Við mat á árangri aðgerðar reyndust 33 (91,7%) vera sáttir, tveir (5,5%) með óbreytt einkenni og einn hafði ekki losnað við legg ofanklyfta. Enginn reyndist verri. Umræða Nýjungar í meðferð hvekkauka, aðrar en lyfjameð- ferð, hafa verið afar margar í rúman áratug (3, 4) en fæstar hafa verið bornar saman við hvekkúrnám um þvagrás í framsæjum rannsóknum. Rafeyðing á hvekk um þvagrás er ein hinna nýju aðferða (1) sem beitt hefur verið til þess að meðhöndla sjúklinga er hafa þvaglátaeinkenni frá neðri þvagfærum og þá sökum hvekkauka. Kostir hennar eru meðal annars þeir að Tafla 1. Helstu þýðisupplýsingar og aðgerðarþættir. Meðaltal (bil) ±95% vikmörk meöaltals Aldur (ár) 77,2 (56-94) 3,2 Áhættuflokkur (ASA) 2,4 (1-4) 0,22 Legutími fyrir aðgerö (dagar) 1,8 (1-9) 0,5 Legutími eftir aðgerð (dagar) 3,5 (1-12) 0,7 Heildarlegutími (dagar) 5,3 (2-14) 0,9 Aðgerðartími (mínútur) 27,6 (15-42) 2,5 Tafla II. Ábendingar aðgerða. Ábending Fjöldi sjúklinga (%) Bráð þvagteppa án fylgikvilla 16 (44,5) Þvagteppa ásamt fylgikvillum1 5 (13,9) Aukin þvagleif (>250 ml þvags) 3(8,3) Blóðmiga ásamt þvaglátaeinkennum 4 (11,1) Þvaglátaeinkenni 7 (19,4) Nýrnabilun 1(2,8) 1 Nýrnabilun = tveir sjúklingar, blóðmiga = tveir sjúklingar og einn með þvagfærasýkingar. unnt er að notast við sömu speglunartæki og notuð eru við hefðbundið hvekkúrnám um þvagrás, þann- ig að tækjakostnaður eykst ekki af hennar völdum. Einnig er mikilvægt að annað starfsfólk er þegar vel kunnugt helstu þáttum for- og eftirmeðferðar sjúk- linga er undirgangast hvekkaðgerðir um þvagrás. Mikilvægt var talið að kynna íslenskum læknum að- ferðina og mögulega kosti fram yfir fyrri aðgerðir, þar sem hugsanlega er um ákveðna framför að ræða samanborið við hefðbundnar aðgerðir áður og mikil- vægt að árangur og fylgikvillar séu bæði sjúklingum og læknum þeirra kunnir. Rannsókn þessi er sú fyrsta sinnar tegundar sem birtist hérlendis, þar sem sjúklingum er undirgangast skurðaðgerð á hvekk um þvagrás er fylgt eftir á fram- sæjan hátt fyrstu 4-8 vikurnar frá aðgerð þannig að niðurstöðurnar eiga að gefa raunsæja mynd af helstu þáttum er tengjast slíkum aðgerðum auk fylgikvilla. Þrátt fyrir að sjúklingunum væri ekki fylgt reglubund- ið eftir í framhaldinu, nema sérstakar ástæður gæfu tilefni til, verður að áætla að fiestir þeir sjúklingar er einhverja fylgikvilla hlytu síðar eða þyrftu að undir- gangast aðgerðir að nýju sökum þvaglátaeinkenna og fylgikvilla, myndu leita á sama sjúkrahús eða gegnum heimilislækni, þar sem flestum sjúklingum á upptöku- svæðinu er vísað frá heimilislæknum. I annan stað er venja að senda læknabréf hérlendis til viðkontandi sérfræðinga sem meðhöndlað hafa sjúklinginn áður, þannig að ólíklegt verður að teljast að aðferð sú að yfirfara allar sjúkraskrár á ákveðnum tímapunkti gefi ekki réttláta mynd af síðkomnum fylgikvillum eða frekari aðgerðum. Aðalástæða þess að rafeyðing á hvekk um þvag- rás var tekin upp á deildinni var sú hvort unnt væri að bæta enn frekar öryggi, fylgikvilla og árangur að- Læknablaðið 2005/91 173
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.