Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2005, Page 37

Læknablaðið - 15.02.2005, Page 37
FRÆÐIGREINAR / STRÓMAÆXLI I MELTINGARVEGI Strómaæxli í meltingarvegi Sjúkratilfelli Halla Viðarsdóttir' LÆKNANEMI Páll Helgi Möller1,2 SKURÐLÆKNIR Geir Tryggvason2 UNGI.ÆKNIR Sigurgeir Kjartansson2 SKURÐLÆKNIR Jón Gunnlaugur Jónasson1,3,4 MEINAFRÆÐINGUR ‘Læknadeild Háskóla íslands, 2skurðlækningadeild Land- spítala Hringbraut, Vannsóknastofa Háskólans í meinafræði, 4krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Páll Helgi Möller, skurð- lækningadeild Landspítala Hringbraut. Sími 543 1000, bréfsími 543 4835. pallm@lsh.is Lykilorö: Strómaœxli í meltingarvegi (GIST), daus, greining, meðferð. Ágrip I þessu sjúkratilfelli er um að ræða sjötíu og þriggja ára karlmann sem greindist með illkynja sarkmein í daus (anus) og talið var af sléttvöðvatoga (leiom- yosarcoma). Við endurskoðun á sýnum sjúklings í apríl árið 2004 vaknaði sá grunur að urn væri að ræða strómaæxli í meltingarvegi (Gastrolntestinal Stromal Tumour, GIST). Pessi greining var í framhaldi stað- fest með viðeigandi mótefnalitunum á æxlisvefnum. Þetta er fyrsta tilfelli GIST í daus hér á landi. Sjúkratilfelli Sjötíu og þriggja ára karlmaður með áralanga sögu um hægðatregðu leitaði til heilsugæslulæknis 1987 vegna fyrirferðar við daus. Við skoðun fannst tveggja cm vel afmörkuð fyrirferð vinstra megin við daus utan við hringvöðvann (m. sphincter ani). Röntgen- mynd af ristli var neikvæð. Sjúklingi var vísað til skurðlæknis sem framkvæmdi staðbundið brottnám á æxlinu (resectio tumoris ani) í utanbasts (epidur- al) deyfingu. Vefjarannsókn sýndi illkynja æxlisvöxt sem talinn var sarkmein af sléttvöðvatoga (leiomyo- sarcoma) af lágri gráðu. f samráði við krabbameins- lækna var ekki talin ástæða til frekari meðferðar. Tveimur árum síðar (1989) greindist sjúklingur með staðbundna endurkomu æxlisins sem þá virtist vaxið inn í hringvöðvann. Ekki voru merki um frek- ari útbreiðslu. Röntgenmynd af lungum sýndi lungna- þembu (emphysema) en vakti engar grunsemdir um meinvarpsbreytingar. Af heilsufars- og félagslegum ástæðum var ákveðið að framkvæma aftur aðeins staðbundið brottnám í stað brottnáms á endaþarmi um kvið og spöng (abdominoperineal resection) með ristilstóma. Vefjarannsókn sýndi æxlisvöxt sömu gerð- ar og áður en nú með hærri vefjagráðu. Skurðbrún- ir voru taldar fríar. Við eftirlit tæpu ári síðar (1990) fannst baunastór hnútur í aðgerðaröri sem tveimur árum eftir seinni aðgerðina (1991) hafði stækkað enn frekar. Á sama tíma greindist sjúklingur með þétt- ingu í vinstra lunga sem var greint sem meinvarp frá sléttvöðvasarkmeini með sýnatöku. Sjúklingur lést af völdum sjúkdómsins í lok árs 1992. Hann var ekki krufinn. Vegna vísindarannsóknar sem fól í sér endurmat á vefjasýnum illkynja æxla með uppruna í daus (anus) var sýni sjúklings endurskoðað í apríl 2004. Við þá endurskoðun var talið að um strómaæxli í nieltingar- vegi (GIST) af spólufrumugerð væri að ræða. Þetta ENGLISH SUMMARY Viðarsdóttir H, Mölier PH, Tryggvason G, Kjartansson S, Jónasson JG Gastrointestinal Stromal Tumour (GIST). Case report Læknablaðið 2005; 91:177-9 In 1987 a 73 year old man was diagnosed with a ma- lignant sarcoma of the anus. It was originally regarded as a leiomyosarcoma. Fourteen years later the original diagnoses of the specimen was reviewed and the di- agnosis was changed to GIST (gastrointestinal stromal tumour). This diagnosis was confirmed with appropriate immunohistochemical staining on the tumour tissue. This is the first case of GIST in the anus diagnosed in lceland. Keywords: Gastrointestinal stromal tumour (GIST), anus, dlagnosis, treatment. Correspondance: Páil Helgi Möller, pallm@lsh.is var staðfest með mótefnalitunum. Æxlið var jákvætt í mótefnalitun fyrir c-kit (CD117) og einnig fyrir CD34. Litanir fyrir SMA (smooth muscle actin) og desmín reyndust neikvæðar. Einnig var litun fyrir S- 100 neikvæð. Ef litanir fyrir SMA og desmíni eru já- kvæðar þá bendir það til sléttvöðvaþroskunar í vefn- um. Jákvæð S-100 litun hefði bent til þess að vefurinn hefði taugavefsþroskun. Æxlið var af spólufrumugerð. ekki nijög frumu- ríkt og frumubreytileiki fremur lítill. Æxlið var með talsverðan fjölda kjarnadeilinga, 13 talsins í 50 HPF (High Power Field). Myndir 1 og 2 sýna smásjárútlit æxlisins og mynd 3 mótefnalitun fyrir c-kit. Skoðað var hvar stökkbreytingin var staðsett á KITgeninu í æxlisfrumununi. Hún var staðsett í exon 11 og reyndist vera úrfelling á níu basapörum. Umræða GIST eru algengustu bandvefskímsæxli (mesenchym- al tumour) í meltingarvegi en talið er að um 20 ein- staklingar greinist árlega með sjúkdóminn á hverja 1.000.000 íbúa (1). Aldursstaðlað nýgengi hér á landi er talið 1,1 fyrir hverja 100.000 íbúa (Geir Tryggva- son, óbirtar niðurstöður). GIST æxli geta komið fyrir hvar sem er í melting- arveginum. Þau korna fyrir í 60% tilfella í maga, 25% Læknablaðið 2005/91 177

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.