Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2005, Qupperneq 38

Læknablaðið - 15.02.2005, Qupperneq 38
FRÆÐIGREINAR / STRÓMAÆXLI í MELTINGARVEGI Mynd 1. Smásjármynd af œxlisvexti í lágri stœkkun (hemotoxylin-eosin x 63). Sjá má í aðlœgan slétt- vöðvavef efst til vinstri á myndinni. Mynd 3. Mótefnalitun á œxlinu með c-kit mótefni. Sterk jákvœð (brún) litun er til staðar í œxlisvefen að- lcegur sléttvöðvavefur (efst á myndinni) er neikvœður. Stœkkun x 25. i smáþörmum, 15% í endaþarmi, 2% í vélinda og síðan einstaka tilfelli í netju (omentum), aftanskinu (retroperitoneum), garnahengi (mesentery), botn- langa, gallblöðru og brisi (2). GIST eru afar sjaldgæf í daus (3) og er hér um fyrsta tilfellið að ræða sem greinst hefur hér á landi. GIST er tiltölulega nýskilgreint fyrirbæri. Aður fyrr voru þessi æxli flokkuð á ýmsan hátt en aðal- lega sem góðkynja sléttvööVaæxli (leiomyoma), slétt- vöðvasarkmein (leiomyosarcoma) eða leiomyoblast- oma en einnig sem æxli af taugavefsuppruna, svo sem schwannoma. Rafsmásjárskoðun og síðar mótefna- litanir hafa síðar sýnt að þessi æxli hafa ekki þau sérkenni sem einkenna sléttvöðvaæxli og hafa síðan verið flokkuð sérstaklega (4). Uppruni GIST er ekki ljós en margir telja þau upprunnin í Cajal frumum en þær eru gangráðsfrumur sem taka þátt í stjórnun á hreyfingu meltingarvegar. Margt er líkt með Cajal frumum og æxlisfrumum sem mynda GIST, og líkast til eiga þessi æxli uppruna sinn í frumum sem hafa eiginleika til þroskunar í átt að Cajal frumum (5). C-kit viðtakinn er nauðsynlegur fyrir vöxt, þrosk- un og starfsemi Cajal fruma. Bindill (ligand) þessa viðtaka er stofnfrumuþáttur (stem cell factor-SCF eða Steel factor). Pegar SCF binst c-kit viðtakanum virkjast tyrósín kínasa hluti viðtakans sem ber boð til kjarna frumunnar. Stökkbreyting á mikilvægum stöð- um í geninu fyrir c-kit gerir það að verkum að tyrósín kínasa virkni viðtakans er lítt hamin óháð SCF sem aftur leiðir til óheftrar frumuskiptingar og minnkaðs sjálfstýrðs frumudauða (6). Mynd 2. Smásjármynd af œxlisvexti sem uppbyggður er úr ílöngum, spólulaga frumum (hemotoxylin-eosin x 250). Æxl- isvöxturinn er uppbyggður úrfremur einsleitum frumum en vefurinn er frumuríkur. KIT proto-oncogenið sem tjáir KIT er staðsett á stutta armi litnings 4. Stökkbreytingar á KIT sem verða í GIST æxlum eru algengastar í exon 11 (allt að 70% GIST æxla). Önnur algengasta staðsetningin er í exon 9 en það á við um 5-20% GIST æxla. Sjaldgæft er að stökkbreytingin sé í exon 13 og exon 17. Lít- ill hluli GIST æxla hafa stökkbreytingu í PDGFRA sem er tyrósín kínasa gen af sömu týrósín kínasa fjöl- skyldu og KIT (2). Greining þessara æxla byggist á vefjafræðilegu útliti ásamt jákvæðri mótefnalitun fyrir c-kit. GIST eru jákvæð í litun fyrir c-kit (CD117) í langflestum tilfellum (7) en 60-70% GIST eru jákvæð í CD34 litun og hluti þeirra getur einnig sýnt jákvæði fyrir SMA. Það er afar sjaldgæft að desmín litun sé jákvæð og S-100 litun er aðeins jákvæð í innan við 5% þessara æxla (8). Niðurstöður mótefnalitana æxlisins í þessari rannsókn voru dæmigerðar fyrir GIST. Erfitt er að greina á milli góðkynja og illkynja hegðunar GIST. Líkur á illkynja hegðun GIST fer helst eftir stærð æxlisins og fjölda kjarnadeilinga við smásjárskoðun. Flokkun National Institute of Health (NIH) í Bandaríkjunum er gjarnan notuð til að spá fyrir um hversu miklar líkur séu á að GIST hegði sér á illkynja máta (sjá töflu I) (8). Samkvæmt flokkun NIH voru miklar líkur á að GIST æxlið í þessum sjúklingi hefði illkynja hegðun. Illkynja GIST æxli hafa meinverpst í um 50% til- fella þegar við greiningu. Algengustu meinvarpsstað- irnir eru lifur og skina (peritoneum) (10). Eitlamein- vörp frá GIST eru afar sjaldgæf (4). Sjaldgæft er að GIST meinverpist út fyrir kviðarhol eins og í þessu tilfelli þar sem sjúklingurinn fékk meinvarp í lunga. í rannsókn á 200 tilfellum af GIST höfðu 47% mein- vörp. Af þeim sem höfðu meinvörp voru 65% með meinvörp í lifur, 21% í skinu, 6% í eitlum, 6% í bein- um og einungis 2% höfðu meinvörp í lungum (11). Eina meðferðin lengst af var skurðaðgerð. Horfur sjúklings breyttust lítið á árunum 1950 til 2000. 178 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.