Læknablaðið - 15.02.2005, Blaðsíða 39
FRÆÐIGREINAR / STRÓMAÆXLI í MELTINGARVEGI
Illkynja GIST eru æxli sem svara krabbameinslyfja- og
geislameðferð afar illa. í þessu tilfelli var staðbundið
brottnám reynt þar sem sjúklingi var ekki treyst í stærri
aðgerð. Af sjúklingum með GIST hafa um 20-30%
sjúklinganna illvígan sjúkdóm með hárri dánartíðni
(4). Lyfið imatiníb mesylate (Gleevec®, Glivec®) er
ný og lofandi meðferð við illkynja GIST æxlum. Lyfið
hemur c-kit viðtakann og in vitro niðurstöður sýna
veruleg áhrif á frumur með ákveðnar stökkbreytingar
í c-kit geninu (9). Tveir af hverjum þremur GIST
sjúklingum svara meðferðinni (ef svörun er skilgreind
sem 50% eða meiri minnkun á rúmmáli æxlisins). í
20% tilfella er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum
og hjá allt að 90% sjúklinga með einkenni af völdum
sjúkdómsins hverfa einkennin (4).
I fasa II rannsókn sem gerð var á 147 sjúklingum
með óskurðtækt GIST eða GIST með meinvörpum
svaraði enginn sjúklinganna meðferðinni fullkom-
lega. Sjötíu og níu sjúklingar (53,7%) svöruðu lyfinu
að hluta og 41 sjúklingur (27,9%) hafði stöðugan
sjúkdóm. Sjúkdómurinn versnaði hjá 20 sjúklingum
(12). í fasa I rannsókn á 36 sjúklingum svöruðu 25
(69%) sjúklingar meðferð (13). Bakshi og félagar
lýstu 11 tilfellum af GIST sem voru meðhöndluð með
imatiníb mesylate og af þeim voru fjórir sem svöruðu
fullkonrlega, sex svöruðu lyfinu að hluta og í einu til-
felli varð sjúkdómurinn stöðugur (14).
Líkur á að GIST æxli svari meðferð með imatiníb
mesylate er háð því hvar á KIT geninu stökkbreyting-
in er. Mestar líkur eru á að æxli með stökkbreytingu
í exon 11 svari meðferðinni. Ein rannsókn sýndi að
84% sjúklinga með stökkbreytingu í exon 11 svör-
uðu meðferð með imatiníb mesylate, 48% þeirra sem
höfðu stökkbreytingar á exon 9 svöruðu meðferðinni.
Sjúklingar sem ekki höfðu stökkbreytingu í KIT eða
PDGFRA svöruðu illa meðferð (15).
I tilfellinu sem um ræðir í þessari grein þá var
stökkbreytingin á exon 11 sem er algengasta stökk-
breytingin sem finnst í þessum æxlum. Jafnframt er
þetta sú stökkbreyting sem svarar einna best hinni
nýju meðferð með imatinfb mesylate.
Tafla 1. Flokkun NIH* á GIST æxlum með tilliti til áhættu á illkynja hegðun æxlanna.
NIH flokkar með tilliti til áhættu NIH stig Stærð (cm) Fjöldi kjarnadeilinga (HPF*)
Mjög lítil 1 <2 <5/50
Lítil 2 2-4,9 <5/50
Miðlungs 3 <5 6-10/50
5-9,9 <5/50
Mikil 4 >5 >5/50
£10 Hvaða fjöldi sem er
Allar stærðir >10/50
*NIH = National institute of health. ** HPF = high power field.
Heimildir
1. Kindblom LG, Kindblom M, Bumming P. Incidence, prevalence,
phenotype and biologic spectrum of gastrointestinal stromal
tumors (GIST) - A population based study of 600 cases. Ann
Oncol 2003; 13:157-
2. Corless CL, Fletcher JA. Heinrich MC. Biology of gastrointest-
inal stromal tumors. J Clin Oncol 2004; 22: 3813-25.
3. Miettinen M, Furlong M, Sarlomo-Rikala M, Burke A, Sobin
LH, Lasota J. Gastrointestinal stromal tumors, intramural leion-
myomas, and leiomyosarcomas in the rectum and anus. A clinic-
opathologic, immunohistochemical, and molecular genetic study
of 144 cases. Am J Surg Pathol 2001; 25:1121-33.
4. Joensuu H, Kindblom LG. Gastrointestinal stromal tumors - a
review. Acta Orthop Scand 2004; 62-71.
5. Rubin BP, Fletcher JA, Fletcher CDM. Molecular insights into
the histogenesis and pathogenesis of gastrointestinal stromal
tumors. Int J Surg Pathol 2000; 8:5-10.
6. Chan PM, Ilangumaran S, La Rose J, Chakrabartty A, Rottapel
R. Autoinhibition of the kit receptor tyrosine kinase by the cyto-
solic juxtamembrane region. Mol Cell Biol 2003; 23:3067-78.
7. Medeiros F, Corless CL, Duensing A, Hornick JL, Oliveira AM,
Heinrich MC, et al. KIT-Negative Gastrointestinal Stromal Tum-
ors-Proof of concept and therapeutic implications. Am J Surg
Pathol 2004; 28:889-94.
8. Fletcher C, Berman JJ, Corless C, Gorstein F, Lasota J, Longley
BJ, et al. Diagnosis of gastrointestinal stromal tumors: A con-
sensus approach. Hum Pathol 2002; 33:459-65.
9. Chen H, Isozaki K, Kinoshita K, Ohashi A, Shinomura Y, Matsu-
zawa Y, et al. Imatinib inhibits various types of activating mutant
kit found in gastrointestinal stromal tumors. Int J Cancer 2003;
105:130-5.
10. Conelly EM, Gaffney E, Reynolds JV. Gastrointestinal stromal
tumours. Br J Surg 2003; 90:1178-86.
11. DeMatteo RP, Lewis JJ, Leung D, Mudan SS, Woodruff JM,
Brennan MF. Two hundred gasrtointestinal stromal tumors - rec-
urrence patterns and prognostic factors for survival. Ann Surg
2000; 231: 51-8.
12. Demetri GD, von Mehren M, Blanke CD, Van den Abbeele AD,
Eisenberg B, Roberts PJ, et al. Efficacy and safety of imatinib
mesylate in advanced gastrointestinal stromal tumors. N Engl J
Med 2002; 347: 472-80.
13. van Osterom AT, Judson I, Verweij J, Stroobants S, Donato
di Paola D, Dimitrijevic, et al. Safety and efftcacy of imatinib
(STI571) in metastatic gastrointestinal tumors: a phase I study.
Lancet 2001; 358:1421-3.
14. Bakshi CA, Jain RA, Sastry PSRK, Sainani AR, Advani SH. Ima-
tinib in gastrointestinal stromal tumors. JAPI 2004; 52:403-8.
15. Heinrich MC, Corless CL, Demetri GD, Blanke CD, von Mehren
M, Joensuu H, et al. Kinase mutations and imatinib response in
patients with metastatic gastrointestinal stromal tumor. J Clin
Oncol 2003; 21:4342-9.
Læknablaðið 2005/91 179