Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2005, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.02.2005, Qupperneq 43
FRÆÐIGREINAR / ATHUGASEMD burðar má hafa í huga að tímamótagrein Watson og Crick sem lýsir byggingu DNA og birtist í Nature 1953 hafði náð tæplega 2400 tilvitnunum á 50 árum, eða í apríl 2003, samkvæmt ISI Science Citation Ind- ex, sjá einnig (3). Heimildir 1. Sveinbjörnsdóttir S, Guðnadóttir AS, Þjóðleifsson B. Vísinda- störf á Landspítala. Alþjóðlegur og íslenskur samanburður. Læknablaðið 2004; 90: 839-45. 2. Randomised trial of cholesterol lowering in 4444 patients with coronary heart disease:the Scandinavian Simvastatin Survival Study (4S). Lancet 1994; 344:1383-9. 3. Strasser BJ. Who cares about the double helix? Nature 2003; 422: 803-4. Svar við athugasemd Arnar Olafssonar Örn Ólafsson gerir tvær athugasemdir við grein okk- löndum. Á þeim stutta tíma sem gafst til andsvara var ar „Vísindastörf á Landspítala" (1). Svar okkar er ekki hægt að afla heimilda til að kanna þetta atriði. eftirfarandi: Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir 1. Athugasemd um meðaltal Myndir 3-5 voru fengnar frá RANNÍS. Til að svara fyrirspurn Arnars var leitað frekari gagna og fengust þau hjá Þorvaldi Finnbjörnssyni tlwrvald@rannis.is Gögnin eru ekki á vef R ANNÍ S en þau eru upphaflega úr gagnagrunni National Science Indicators /Institute for Scientific Information. Við skoðun á gögnum sem mynd 5 er byggð á þá kom í ljós að 428 ISI greinar um klíníska læknisfræði frá Islandi voru birtar á tímabilinu 1994-98 og var vitnað í 272 þeirra (63,6%) alls 2857 sinnum. Tilvitnanir voru taldar í ágúst 1999. Til að kanna betur það misvægi sem Örn gerir að umtalsefni þá var gerð sérstök talning á tilvitnunum fyrir þrjár greinar (2-4) sem Landspítali átti aðild að og mest var vitnað í og getið var um í grein okkar. Talningin var gerð „handvirkt" á Web of Science Ex- panded og áætlað hve margar tilvitnanir voru í hverja grein í ágúst 1999. Talningin leiddi í ljós að tilvitnanir í grein (2) voru =800, í grein (3) =360 og í grein (4) voru þær =591. Það er því ljóst að tilvitnanir í greinar (2-4) standa á bakvið um 60% tilvitnana í greinar úr klínískri læknisfræði 1994-98. í þessu sambandi er rétt að benda á að fyrir utan ísland stóðu 99 setur og fjögur lönd að grein (2), 16 setur og sex lönd að grein (3) og 19 setur og fimm lönd að grein (4) og fengu öll lönd sömu aðild í tilvitnunum. Það er vel þekkt að í öllum faggreinum frá öllum löndum eru örfáar greinar sem standa á bakvið stóran hluta allra tilvitnana. Þessi staðreynd er grunnurinn að þeirri aðferðafræði sem Science Citation Index (SCI) og Institude of Scientific Information (ISI) byggir á. í grein okkar (1) í kaflanum Um ISI og SCI er þessari hugmyndafræði lýst. Við erum ekki sannfærð um að misdreifing tilvitn- ana sé íslandi í hag eins og Örn heldur fram. Greinar sem mikið er vitnað í eru yfirleitt frá stórum rann- sóknarsetrum sem eru miklum mun algengari í stærri 2. Athugasemd um gæði Örn reiknar út að fjöldi tilvitnana í grein hefur fylgni við fjölda heimildagreina. Hann spyr síðan hvort þetta samband sé vísbending um gæði eða samráð: „„Vitn- aðu í mig og þá nmn ég vitna í þig““. Við teljum að þessi fylgni sé vísbending um gæði. Ný þekking í líf- og læknisfræði myndast einkum við samstarf margra vísindamanna úr mismunandi sérgreinum og bakland þekkingarinnar er því mun víðfeðmara en þegar fáir standa að greinum. Það er því fullkomlega eðlilegt að greinar með marga höfunda hafi fleiri heimildir. Við teljum að margar tilvitnanir í grein séu vísbending um gæði en ekki samráð. Það er viðtekin skoðun í hinu alþjóðlega vísindasamfélagi að fjöldi tilvitnana sé vís- bending um gæði og kemur það m.a. fram í því að vís- indatímarit eru metin eftir „impact factor". SCI er hins vegar vandmeðfarinn. I grein okkar í Læknablaðinu, kaflanum Fjöldi tilvitnana, leggjum við áherslu á sex atriði sem sérstaklega þarf að gæta að við túlkun á SCI. Það er skoðun okkar að ef þessara atriða sé gætt þá geti SCI gefið vísbendingar um gæði greina. 3. Varðandi mynd 7 Það er rétt sem Örn bendir á að grein (2) hefur áhrif á mynd 7 en þar er þó aðeins einn höfundur sem nýtur góðs af þessari grein en hann sat í framkvæmdanefnd rannsóknarinnar. Aðrir íslenskir höfundar að grein- inni eru ekki taldir með í mynd 7. Heimildir 1. Sveinbjörnsdóttir S. Guðnadóttir AS, Þjóðleifsson B. Vísinda- störf á Landspítala. Alþjóðlegur og íslenskur samanburður. Læknablaðið 2004; 90:839-45. 2. Randomised trial of cholesterol lowering in 4444 patients with coronary heart disease: the Scandinavian Simvastatin Survival Study (4S). Lancet 1994; 344: 1383-9. 3. Ford D. Easton DF, Bishop DT, Narod SA, Goldgar DE. Risks of cancer in BRCAl-mutation carriers. Breast Cancer Linkage Consortium. Lancet 1994; 343:692-5. 4. Wooster R, Bignell G. Lancaster J. Swift S, Seal S, Mangion J, et al. Identification of the breast cancer susceptibility gene BRCA2. Nature 1995; 378:789-92. Anna Sigríður Guðnadóttir Bjarni Þjóðleifsson Sigurlaug er sérfræðingur í taugasjúkdómum, Anna Sigríður bókasafnsfræðingur og Bjarni sérfræðingur í lyf- lækningum og meltingarsjúk- dómum. Læknablaðið 2005/91 183
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.