Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2005, Page 52

Læknablaðið - 15.02.2005, Page 52
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BARNA- OG UNGLINGAGEÐLÆKNINGAR 600 500 400 300 200 100 0 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 □ Heildarfjöldi tilvísana □ Heildarfjöldi afgreiddra mála Mynd 2. Tilvísanir, afgreidd mál og biðlisti göngudeildar. Mynd 3. Skráðar sjúklinga- Fombonne frá Kanada árið 2004 og Antoine Gued- komur á göngudeild. eney frá Frakklandi árið 2003. Þá hafa bókakaflar og fjölmargar greinar um barna- og unglingageðlæknis- fræði verið birtar á alþjóðlegum vettvangi á undan- förnum árum. Hér er einungis tæpt á því helsta og ætti þó öllum sem líta hlutlægt á stöðu barna- og unglingalæknis- fræðinnar í dag að vera fullljóst að sérgreinin er langt í frá að „deyja út“. Það er óhætt að fullyrða að aldrei hefur eins mikið verið að gerast innan hennar, hvað rannsóknir varðar og þróun þjónustu en einmitt und- anfarin ár. Markmið barna- og unglingageðlækna, ekki bara á BUGL, er að halda áfram þessari upp- byggingu. Lokaorð Sérfræðingar og annað starfsfólk BUGL hafa lagt sig frarn um að þróa starfsemi deildarinnar í takt við hraða þróun sannreyndrar barnageðlæknisfræði þannig að eftir hefur verið tekið og leitt hefur til fjölda heimsókna starfsystkina erlendis frá. Sá skilningur og hvatning sem BUGL hefur fengið frá íslensku sam- félagi er ómetanlegur og hlúir öðru fremur að rnikil- vægri starfsemi sem þar fer fram. Allt stuðlar þetta að minni fordómum gagnvart þeim fjölda barna og ung- linga sem þurfa á þjónustunni að halda. Nauðsynlegt er að gæta jafnvægis þegar fjallað er um starfsemi BUGL og stöðu sérgreinarinnar barna- og unglinga- geðlœkninga en ekki var gætt að því sem skyldi í við- tali því sem vitnað er til í upphafi. Heimildir 1. Haraldsson Þ. Læknablaöið 2004; 90: 874-5. 192 Læknablaðid 2005/91

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.