Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2005, Síða 59

Læknablaðið - 15.02.2005, Síða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LANDSPÍTALI Breytt fjármögnun Landspítala Á undanförnum árum hafa orðið miklar breytingar á fjármögnun sjúkrastofnana um allan heim. Föst fjár- lög hafa verið lögð niður og til dæmis erum við eina OECD-landið sem heldur enn í þetta form. Allar hin- ar þjóðirnar hafa tekið upp afkastatengd kerfi þar sem reksturinn er skoðaður og kostnaðargreindur. Upp- haflega var það Tryggingakerfi aldraðra (Medicare) í Bandaríkjunum sem fékk starfsmenn Yale-háskólans til að skoða hvernig best væri að koma þessum málum fyrir. Þannig varð DRG-kerfið til (Diagnosis Related Groups) og það er nú í notkun lítið breytt um allan heim. Kostnaður við rekstur Medicare lækkaði um 30% þegar kerfið var tekið upp og margir illa reknir og dýrir spítalar vestanhafs fóru hreinlega á hausinn. Norðurlandaþjóðirnar hafa allar tekið upp DRG- kerfið fyrir mörgum árum. Þannig hafa Norðmenn far- ið leið sem telja verður skynsamlegt að nota, bland- aða fjármögnun. Um helmingur rekstrarkostnaðar er föst fjárveiting en hinn helmingurinn afkastatengdur með DRG-kerfinu. Óhætt er að segja að á þessu sviði erum við meira en áratug á eftir nágrannaþjóðum okkar. DRG-kerfið er ætlað til notkunar í sómatískri bráðaþjónustu. Önnur kerfi hafa verið í þróun fyrir öldrunarþjónustu (RAI), svipað kerfi fyrir geðþjón- ustu (RAI-Mentalhealth) og FIM-kerfi fyrir endur- hæfingu. Upphaflega gilti DRG-kerfið eingöngu fyrir iegusjúklinga en með breyttri þjónustu hefur verið búið til kerfi fyrir ferlisjúklinga DRG-O. Um þetta eru góðar upplýsingar á heimasíðu Landspítala. Landspítali er samkvæmt ofansögðu frá sjónarmiði fjármögnunar ekki ein stofnun. Þegar kemur að því að kostnaðargreina starfsemina er ekki hægt að nota DRG-kerfið nema á sómatísku bráðasviðin. Því verð- ur að reikna rekstur sviðanna út og skipta ýmsum sam- eiginlegum kostnaði á milli þeirra. Þetta er tiltölulega auðvelt að gera samkvæmt ársreikningi 2003. í bæklingi sem Landspítali gaf út síðastliðið haust undir heitinu „Breytt fjármögnun" er taflan hér til hliðar. Á einhvern hátt er hér farin ný leið sem mér vitanlega hefur hvergi verið notuð áður. DRG- einingar eru reiknaðar á svið sem eru ekki hluti af DRG-kerfinu. Ekki segir hvaða aðferð hefur verið notuð til að finna út fjölda DRG-eininga á geðsviði, slysasviði, öldrunarsviði eða endurhæfingarsviði. Þessi svið eru einfaldlega utan DRG-kerfisins. Nýi DRG-O-taxtinn hefur ekki verið tekinn í notkun á slysasviði og því er ekki ljóst hvernig DRG-einingar eru reiknaðar út þar. Því hlýtur að þurfa að spyrja hvort Landspítali hafi þróað eitthvert nýtt kerfi og á hvaða forsendum það byggist. Allavega hljóta að vakna efasemdir um að hægt sé að nota þessar upplýsingar til að bera spít- alann saman við erlenda spítala. f bæklingnum kemur fram að með þeirri að- ferð sem notuð er sé meðalverð á DRG-einingu kr. 314.600. Með því að skipta sameiginlegum kostn- aði milli DRG-sviða og ekki-DRG-sviða kom út að kostnaður við þau fyrrnefndu er rúmir 17,2 milljarð- ar króna. Kostnaður við hin sviðin er 8,2 milljarðar króna. Ef við deilum með samanlögðum fjölda ein- inga DRG-sviðanna, það er 41,4 þús. einingum í 17,2 milljarða kemur út talan 414 þúsund krónur sem meðalverð á DRG-einingu. Reyndar hef ég miklar efasemdir um þennan fjölda DRG-eininga eftir að hafa skoðað fjölda sjúklinga, bráðleika samkvæmt flokkunarkerfi hjúkrunar og mjög takmarkaða ferl- istarfsemi. Hún er að öllum líkindum of há og ef einingafjöldinn væri til dæmis 35 þúsund væri verð á DRG-einingu 490 þúsund krónur. Varlega áætlað gæti einingarverð verið nálægt 450 þúsund krónum. Árið 2004 var DRG-verð í Noregi 29.848 norskar krónur eða rúmlega 300 þúsund íslenskar krónur samkvæmt núverandi gengi. Kennslukostnaður er ekki í þeirri tölu þannig að Norðmenn bæta við um 10% til við- bótar fyrir sína háskólaspítala. Landspítali verður því að telja einn dýrasta spítala á Norðurlöndum. Lagt hefur verið í mikla vinnu á Landspítala við undirbúning þess að taka DRG-kerfið í notkun. Mikl- ar vonir voru bundnar við að það nýttist til að leita hagræðingar í rekstri spítalans, án þess að það kæmi niður á gæðum eða magni þjónustunnar.Við fyrstu sýn virðist því miður sem stjórnendur spítalans ætli ekki að nota þetta tæki á þann hátt. DRG er ekki að- eins notað á þau svið sem því er ætlað heldur önnur sem því var aldrei ætlað að þjóna. Fjöldi DRG-ein- inga á DRG-sviðunum er að öllum líkindum áætlaður of hár og meðal einingaverð því of lágt. Raunveru- legur einingakostnaður DRG-kerfisins gæti því verið allt að 40% hærri en stjórnendur telja. Áætlaðar DRG-einingar árið 2004 Barnasvið 4000 Kvennasvið 5000 Geðsviö 11.300 Lyflækningasvið 1 13.500 Lyflækningasvið II 2800 Skurölækningasvió 16.100 Slysa- og bráðasvið 9000 Endurhæfingasviö 2300 Öldrunarsvið 6000 Samtals 70.000 Ólafur Örn Arnarson Höfundur er sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum. Læknablaðið 2005/91 199
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.