Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.2005, Side 60

Læknablaðið - 15.02.2005, Side 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNADEILD HÍ 100 nemendur í rannsóknartengdu námi í læknadeild - Læknanámið að breytast og deildin að færa út kvíarnar, segir Stefán B. Sigurðsson deild- arforseti Þröstur Haraldsson Kannski er blaðamaður Læknablaðsins einn um það en til skamms tíma stóð hann í þeirri trú að kennsla læknanema við læknadeild Háskóla íslands væri ein- skorðuð við embættispróf. Því fer hins vegar fjarri því nú eru hartnær 100 nemendur við deildina sem leggja stund á rannsóknarnám og stefna að meistara- eða doktorsgráðu í heilbrigðisvísindum. Minnihluti þess hóps eru læknar en algengt er að menn bæti rann- sóknarnáminu ofan á aðrar greinar, svo sem líffræði. „Starfsemi deildarinnar hefur verið að breytast nokkuð undanfarin ár,“ segir Stefán B. Sigurðsson deildarforseti þegar blaðamaður er sestur hjá honum á skrifstofuna í Læknagarði. „Læknadeildin hefur haft það orð á sér um langt árabil að hún sé eilítið utangátta í háskólanum vegna þess hversu stór hluti starfseminnar fer fram á spítalanum. Undanfarin þrjú til fjögur ár hefur þetta álit verið að breytast og deild- in að gera sig rneira gildandi innan háskólans. Rannsóknarnám til meistaragráðu hófst í deildar- forsetatíð Helga Valdimarssonar en við mjög erfiðar aðstæður og til dæmis urðu kennarar sem vildu taka nemendur til meistaranáms við deildina að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að nám þeirra mætti ekki kosta deildina neitt. Kennarar urðu að útvega allt fjár- magn til rannsókna sjálfir. Prátt fyrir þetta voru það margir eldhugar innan deildarinnar að námið komst á laggirnar. Smám saman mótuðust reglur um þetta nám og skipuð var rannsóknanámsnefnd til að halda utan um námið. Nú er Helga Ögmundsdóttir lækn- ir og prófessor formaður þessarar nefndar en hún sinnir þessu verkefni í hálfri stöðu. Auk meistara- og doktorsnámsins heldur nefndin utan um rannsókna- verkefni þriðja árs læknanema. Nefndinni til halds og trausts hefur verið starfsmaður í 30% stöðu en nú hefur reynst nauðsynlegt að auka starfshlutfall hans í 50%,“ segir Stefán. „Deildin hefur tekið inn rúmlega 40 nemendur í almennt læknanám á ári svo hér eru að jafnaði 250 læknanemar. Þar að auki eru nú nemar í doktorsnámi nær 40 og meistaranám stunda yfir 50 manns. Petta er því orðið ansi stórt hlutfall af nemendafjölda deildar- innar,“ bætir Stefán við. Læknanám í tveimur þrepum? Skipulag rannsóknarnámsins er með þeim hætti að læknanemum sem búnir eru að ljúka rannsóknar- verkefnum sem nú eru á 3. ári stendur til boða að taka meistaranámið meðfram læknanáminu. „Á Norður- löndum geta menn útskrifast með meistaragráðu ýmist áður en þeir Ijúka læknanáminu eða stuttu síðar. Doktorsnámið getur einnig hafist meðan menn eru enn í læknanámi, einkum ef þeir hafa áður lokið meistaranáminu. Vissulega tekur þetta tíma en það má sjá teikn á lofti um að afstaðan til læknanámsins sé örlítið að breytast, að í stað þess að menn taki það á hefðbundinn hátt, það er embættispróf, kandídatsár og sérfræðinám, sé einnig farið að líta á læknanám- ið sem mjög gott grunnnám fyrir rannsóknarfræði- mennsku. Við sjáum í nágrannalöndunum að það fara ekki allir í læknisfræðilegt sérfræðinám eftir að þeir hafa lokið læknaprófi heldur fara alltaf einhverjir til ýmissa starfa þar sem þessi reynsla nýtist vel. Þetta hefur vakið upp umræður um hugsanlega tvískiptingu læknanámsins. Þá gæti það orðið á þann veg að nemendur ljúki fyrri hluta námsins með BSc- gráðu en geti svo valið hvort þeir haldi áfram í klín- ískt nám eða fari í rannsóknir innan líf- og heilbrigð- isvísinda. Með þessu móti gætum við tekið fleiri inn í grunnnámið án þess að yfirfylla spítalana eða mark- aðinn. Þetta samrýmist líka þeirri stefnu sem nú ríkir í Evrópu að tíminn að fyrsta háskólaprófi skuli styttur í þrjú ár. Þetta þarf að hugsa vel en það er sjálfsagt að skoða það.“ Fiskar og læknisfræði Nemendur í meistara- og doktorsnámi í læknadeild eru hins vegar ekki nema að hluta til læknar eða læknanemar. Þetta hlutfall er of lágt og við þurfum að stefna að því að auka það. Margir sem nú stunda rannsóknatengt nám við deildina koma úr öðrum fögum, ekki síst líffræði. „Héðan hafa meira að segja útskrifast meistarar eftir rannsóknir á líffræði fiska, svo dæmi sé tekið. I fljótu bragði sjá menn ekki margt skylt með þessu og læknisfræði en þegar betur er að gáð eru fræðin sem liggja að baki rannsóknunum þau sömu, efnafræði-, lífefnafræði- og lífeðlisfræðilegir þættir eru þeir sömu í flestum dýrum og hjá mannin- um. Tilraunadýrið getur verið fiskur eða mús en fræð- in nýtast vissulega líka fyrir læknisfræði mannsins. Læknadeildin hefur verið opnari fyrir þessu en ýmsar aðrar deildir við HÍ og þess eru dæmi að mönn- um hefur verið vísað frá annars staðar en komist að 200 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.