Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2005, Page 61

Læknablaðið - 15.02.2005, Page 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / L/EKNADEILD Hl hjá okkur. Við höfum sagt sem svo að sé um að ræða góða, áhugasama námsmenn með faglega áhugaverð lífvísindaleg verkefni og handleiðara innan lækna- deildar þá líti læknadeild það jákvæðum augum. Þessir nemendur útskrifast frá læknadeild með meist- aragráðu í heilbrigðisvísindum. í sjálfu sér eru engin takmörk fyrir því af hvaða sviði nemendur koma, til dæmis væri alveg hægt að hugsa sér verkefni á sviði félagsvísinda sem tengdust læknisfræðinni með ein- hverju móti.“ - En hafa læknar sótt í þetta nám eftir að hafa starfað úti á akrinum, ef svo má segja? „Víða erlendis, ekki síst í Bandaríkjunum, er tölu- verður þrýstingur á lækna í sérnámi að sinna rann- sóknarverkefnum og það kemur fyrir að menn hefja slíkt nám en ná ekki að ljúka því áður en þeir snúa aftur heim. Pá hafa þeir komið til okkar og lokið því hér og haldið síðan áfram rannsóknarstarfi sínu hér heima. Ég er á því að rannsóknatengt nám lækna eigi eftir að aukast enn frekar og það er mjög jákvætt fyrir okkur, því í þeim tilvikum halda þeir við þeim tengslum sem þeir voru komnir í ytra og nýta þau hér heima.“ Rannsóknarfé dregst saman Stefán bindur vonir við að læknar nýti sér þessa mögu- leika en sér þó þann hæng á að eins og málum er nú skipað þá verða þeir sjálfir að skapa sér aðstæður og afla fjármagns til þess að geta stundað rannsóknir hér heima. „Þetta verður æ erfiðara því hið opinbera er stöð- ugt að draga saman seglin í fjármögnun rannsókna. Þótt stjórnmálamenn flaggi háum tölum þá eru þær fyrst og fremst komnar frá örfáum stórum einkafyrir- tækjum á sama tíma og opinber framlög dragast hlut- fallslega saman. Ef við hugsuðum okkur að Islensk erfðagreining flytti starfsemi sína úr landi þá yrði það fjármagn sem varið er til rannsókna hér á landi ekki mikið. Það kemur líka í ljós þegar að er gáð að mik- ið af þeim rannsóknum sem læknar framkvæma hér á landi eru unnar fyrir erlent rannsóknarfé sem þeir hafa sjálfir aflað gegnum erlend tengsl og samstarf. Skortur á innlendu fjármagni er hins vegar farinn að draga úr möguleikunum á að afla þessa erlenda fjár. Við gerum okkur samt vonir um að læknar sjái sér fært að stunda rannsóknarnám meðfram vinnu eða fella það inn í störf sín. Við viljum vinna að því að skapa mönnum betri tækifæri til þess að gera þetta. Áður en skipulag komst á doktorsnámið voru menn að „dútla" við rannsóknir meðfram starfi í 10-20 ár eða jafnvel lengur. Nú er rannsóknarnámið skipulagt þannig að meistaranámið tekur 2-3 ár og doktors- námið 2-3 ár að því loknu. Ég sé líka fyrir mér að læknar geti sótt meistara- nám í öðrum deildum, til dæmis á sviði stjórnunar, og menntað sig til starfa í stjórnsýslunni. Það væri mjög þarft því okkur vantar fleiri lækna inn í stjórnsýsluna, á þing og víðar í stjórnkerfið. Læknanámið er gott grunnnám og stjórnsýslan gæti nýtt sér þá hugsun sem þar er lögð til grundvallar,“ segir Stefán. Hann bætir því við í lokin að auk uppbyggingar á rannsóknatengdu námi sé deildin meðal annars að auka við hefðbundið læknanám þáttum á sviði stjórn- unar og fagmennsku sem miðast við stöðu lækna í heilbrigðiskerfinu. Einnig er töluverð áhersla lögð á að efla klínískt framhaldsnám lækna undir umsjón framhaldsmenntunarráðs læknadeildar. Stefán B. Sigurðsson forseti lœknadeildar Háskóla íslands á skrifstofu sinni í Lœknagarði. Læknablaðið 2004/90 201

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.