Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR / SUNDMANNAKLÁÐI Mynd 2. Fyrirhleðsla í heitum lœk í Landmanna- laugum myndar vinsœlan baðstað. Lœkurinn kemur undan hrauninu til hœgri á myndinni. Hús Ferðafélags íslands í baksýn. sitt hvor iðraögðutegundin hefur fundist í grágæs og stokkönd (14). Því eru að minnsta kosti fimm tegundir fuglablóðagða þegar þekktar í lífríki landins. Landmannalaugar liggja í 593 metra hæð á Landmannaafrétti innan svonefnds Friðlands að Fjallabaki sem er 47.000 hektarar að stærð. Til þess var stofnað árið 1979 til að varðveita einkar fagra og fjölbreytta náttúru svæðisins sem er almanna- eign. Laugahraunið við jaðar Landmannalauga rann við eldgos í hlíðum Brennisteinsöldu árið 1480 (15). Undan hraunjaðrinum spretta fram á nokkrum stöðum laugar sem saman mynda vatns- mikinn læk (mynd 2). Nálægð grunnvatns við heit innskot úr iðrum jarðar valda upphitun vatnsins. Á stað þar sem lækurinn breiðir úr sér hefur verið gerð fyrirhleðsla til að hækka vatnsborðið og þannig myndaður náttúrulegur baðstaður þar sem vatnsdýpi er víða um 80 sm. Vatnshitinn er mestur við hraunjaðarinn en hitastig í læknum fellur nokkuð er fjær dregur. Hitastig á baðstaðn- um og í nágrenni hans að sumarlagi hefur mælst frá 27°C upp í 43°C (16). Vistkerfi Laugalækjarins er einstakt á heimsvísu en erfitt er að ímynda sér aðstæður þar sem sömu lífverur búa við sambæri- legar aðstæður. Engar rannsóknir hafa þó enn verið gerðar á lífríki svæðisins ef undan eru skildar athuganir á fjölda saurkólígerla og tveggja annarra gerlategunda í vatninu (16). Landmannalaugar eru fjölsóttasti ferðamannastaður á hálendi Is- lands (17). Skammt frá áðurnefndum baðstað í Laugalæknum rekur Ferðafélag Islands fjalla- skála, tjaldstæði og snyrtingu með bað- og eld- unaraðstöðu (15). Við baðstaðinn er trépallur þar sem fólk getur haft fataskipti og auðveldar stigi frá honum aðgengi niður í lækinn. Enginn rekstur er um baðstaðinn sem slíkan. Efniviður og aðferðir Strax og fyrri höfundi greinarinnar bárust fregnir um að sundmannakláði væri líklega tekinn að herja á baðgesti í Landmannalaugum í ágúst 2003 ákvað Tafla I. Niðurstöður /eitar að Trichobilharzia sundiirfum í vatnabobbum Radix peregra sem safnað var á baðstað Laugaiækjarins í Landmannaiaugum 2003 og 2004. Söfununardagur Fjöldi snigla Fjöldi smitaöra snigla Sýkingartíóni (%) 31.8.2003 200 2 i 10.9.2003 86 0 0 14.9.2003 300 3 1 29.9.2004 479 3 0,6 Alls 1065 8 0,8 hann að rannsaka málið. Skálaverðir bentu fólki með einkenni á að hafa samband og margir höfðu samband af sjálfsdáðum. Viðmælendur voru látnir lýsa einkennum, tilgreina tímalengd baðferða og upplýsa hversu langan tíma það tók einkennin að koma fram og síðan að hverfa. Margir töldu kláða- bólur eða mátu fjölda þeirra. Þessar upplýsingar voru jafnóðum skráðar í dagbók. Til að upplýsa um hvort áður hafi orðið vart við sundmannakláða í Landmannalaugum og til að fá upplýsingar um fuglalíf svæðisins var leitað til ým- issa aðila sem dvalið hafa um lengri eða skemmri tíma í Landmannalaugum á síðustu áratugum. í þessurn hópi voru skálaverðir Ferðafélags íslands, erlendir og innlendir leiðsögumenn og ferðamenn, gangnamenn, bifreiðastjórar og fuglaáhugamenn. Lista yfir þessa aðila er að finna í þakkarorðum. í lok ágúst og í september 2003 og í lok sept- ember 2004 var 1065 sniglum safnað á baðstað Laugalækjarins (tafla I). Stærstu sniglar sem sáust voru teknir upp með fingrunum og settir í ílát með litlu vatni. Á Tilraunastöðinni að Keldum voru 10- 20 sniglar settir saman í 200 ml vatnsfyllt bikarglös og þau geymd í birtu við herbergishita. Nokkrum sinnum á dag, í þrjá daga, var kannað með víð- sjárskoðun hvort Trichobilharzia sundlirfur væru syndandi í vatninu. Sæjust þær var sniglunum komið fyrir einum og sér í 5 ml, vatnsfylltum glös- um og lirfusmituðu einstaklingarnir síðan leitaðir uppi með víðsjárskoðun. Reynt var að halda smit- uðum sniglum lifandi í nokkra daga. Lengd kuð- unga smitaðra snigla var mæld í mm. Dagana 30. ágúst 2003 og 29. september 2004 Læknablaðið 2005/91 731
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.