Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 56
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Um fyrstu íslensku konurnar í læknastétt I. Steinunn Jóhannesdóttir, 1870-1960, læknapróf 1902 í Los Angeles. Fyrst íslenskra kvenna til þess að verða læknir og prestur Margrét Georgsdóttir Höfundur er heimilislæknir og formaður Félags kvenna í læknastétt. Greinin er unnin upp úr fyrirlestri sem höfundur flutti á þingi norrænna áhugamanna um sögu læknisfræðinnar 11. ágúst síðastliðinn. 1 næstu tölublöðum munu birtast greinar um tvo aðra brautryðjendur úr hópi kvenna í læknastétt. Fyrsta íslenska konan sem tók læknapróf sam- kvæmt Lœkmim á íslandi eftir Lárus H. Blöndal og Vilmund Jónsson var Steinunn Jóhannesdóttir/ Steinunn Alice J. Hayes, fædd 19. janúar 1870, dáin 14. mars 1960. Uppruni og fjölskylda Steinunn var fædd og uppalin á Eystra-Miðfelli í Saurbæjarsókn á Hvalfjarðarströnd sem er rétt fyrir innan Grundartanga, dóttir hjónanna Ellisifjar Helgadóttur og Jóhannesar Jónssonar bónda, 1828-1879, frá Hrískoti í Brynjudal. Hún fór að heiman 16 ára sem vinnukona í vist í Reykjavík. Hún fluttist vestur um haf 1888, þá 18 ára, og vann fyrir sér, fyrst í Winnipeg í Kanada, síðan N-Dakóta og loks í Chicago. Þar komst hún á trúboðsskóla, lauk námi 1895 og vígðist til kirkjuþjónustu og kennimannlegrar stöðu fyrst íslenskra kvenna. Að námi loknu starfaði séra Steinunn fyrst sem að- stoðarprestur í Indíana, var um tíma trúboðsprestur meðal Kínverja í Oregon og þjónaði síðan sem aðstoðarprestur við baptistakirkju í Los Angeles sem hún taldi sinn heimastað. Þar fór hún í lækna- nám í University of Southern California, School of Medicine í Los Angeles og lauk læknaprófi þann 11. febrúar 1902 með hæstu einkunn, 96 stig, þá 32 ára gömul. Hún tók upp nafnið Alice í Bandaríkjunum þar sem Steinunn var fremur óþjált. Steinunn kynntist Charles Arthur Hayes í Los Angeles, skurðlækni og trúboða, en þau voru skóla- systkin í læknaskólanum og þau giftu sig þegar að loknu kandídatsprófi hennar 1902. Charles var tveimur árum yngri en Steinunn, fæddur í Illinois 5. júlí 1872, en flutti 15 ára gamall með foreldrum sínum til LA. Hann var af breskum ættum, en forfeður hans höfðu verið í Bandaríkjunum í marga ættliði. Honum var lýst sem hávöxnum manni, beinum í baki, höfð- inglegum og ljúfmenni hinu mesta. Nákominn ættingi hans í föðurætt var Rutherford Hayes Bandaríkjaforseti 1877-1881. Eftir Charles var haft að hans mesta gæfa í lífinu hefði verið að eignast íslenska konu sem hefði verið hans stoð og stytta í öllu ævistarfinu, og henni gæti hann einnig þakkað hrífandi íslandsferð. Þau hjón eignuðust einn son, Arthur Hayes, sem var fæddur í Suður-Kína 1905. Hann varð prófessor í efnafræði og var kvæntur og átti tvö kjörbörn þegar Skúli Bjarnason hitti þau og tók viðtal við Steinunni fyrir blaðið Lögberg í Winnipeg 1943. Starfsferill Steinunn og Charles fóru til Kína strax eftir út- skrift hennar, eða í lok febrúar 1902, og störfuðu þar í um 40 ár sem læknar og trúboðar. Þau fóru fyrst í kínverskunám til eyjarinnar Macao sem var þá undir Portúgölum. Síðan fóru þau til Hong Kong og Canton sem er ekki langt frá Hong Kong þar sem Bretar réðu. Tveimur árum áður hafði þar verið ein af mörgum Boxara-uppreisnum í Kína og átti að útrýma öllum útlendingum í landinu. í henni var talið að um 200 kristniboðafjölskyldur hefðu verið drepnar, auk þúsunda Kínverja og var ástandið því fremur ótryggt og öryggi lítið. Áður en þau settust endanlega að í Canton áttu þau nokkur afar örðug byrjunarár norðvestar í landinu, í Ying Tak í fimm ár og í Wuchow í átta ár og þar var Arthur sonur þeirra fæddur. Það tók langan tíma fyrir þau að ávinna sér traust fólksins þar með lækningum, líknarstarfi og trúboði. Eitt sinn var til dæmis kveikt í kytrunum sem þau höfðu komið sér upp og þar sem þau bjuggu og störfuðu. Hvítar konur voru fáar í landinu og voru þær kallaðar hvítu djöflarnir. í Ying Tak þar sem var um 40 þúsund manna byggð var almenningur fátækur og þar var mikið pestarbæli. 1909 fóru Steinunn og Charles í eins árs hvíld- arleyfi og fengu fararleyfi til íslands og Banda- ríkjanna. Þau fóru sjóleiðis í vestur frá Hong Kong til Evrópu. í greinaflokki séra Ágústs Sigurðssonar í tímaritinu Heima er best 2004, sem efni þessarar greinar styðst að verulega leyti við, telur hann að grísk frásögn um íslenskan prest á grísku eyjunum frá 1909 gæti átti við síra Steinunni sem þá var á leið til íslands. Frá 1910 voru Steinunn og Charles samfellt í skattlandinu Kwong Sai í Kína og borginni Canton að frátöldu einu ári, 1936-7, er þau dvöldu vestan- hafs vegna veikinda Charles. Á þessu svæði bjuggu um sjö milljónir manna og þar voru um 50 trúboð- ar. Þarna höfðu þau sæmilegan starfsfrið og stund- uðu trúboð og lækningar þar til Japanir gerðu innrás 1938 og lögðu undir sig austurströnd Kína í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar. Þá jókst 772 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.