Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 69
LIFEYRISMAL / STYRKIR Lífeyrissjódur lækna Póstkosningar Dagana 10.-31. október 2005 ferfram póstkosning hjá Lífeyrissjóði lækna um sameiningu Lífeyrissjóðs lækna og Almenna lífeyrissjóðsins. Á kjörskrá eru allir sjóðfélagar sem áttu réttindi í sjóðnum þann 31. desember 2004. Síðasti skiladagur atkvæðaseðla er 31. október 2005 og verða atkvæðaseðlar að vera með póststimpil í síðasta lagi þann dag. Talning atkvæða fer fram 11. nóvember 2005. Kjörgögn verða send til sjóðfélaga þann 10. október. Lífeyrissjóðurinn hvetur þá sjóðfélaga sem ekki hafa fengið send kjörgögn þann 15. októbertil að hafa samband við lífeyrissjóðinn í síma 440 4960 eða með því að senda tölvupóst á ll@llaekna.is. Stjórn Lífeyrissjóðs lækna L L LÍFEYRISSJÓÐUR LÆKNA Kirkjusandi, 155 Reykjavík, sími 440 4960, ll@llaekna.is, www.llaekna.is Krabbameinsfélagið Kristínarsjóður Hjá Krabbameinsfélagi íslands er Kristínarsjóður sem ber nafn stofnandans, Kristínar Björnsdóttur. Tilgangur sjóðsins er að rannsaka krabbamein í börnum og unglingum og að hlynna að þeim. Upphaflegt stofnfé er til komið vegna ákvæða í erfðaskrá Kristínar sem ánafnaði rausnarlegri upphæð til málefnisins. Höfuðstól sjóðsins má ekki skerða og ber að ávaxta vel en heimilt er að úthluta tekjum hans eftir sérstökum reglum. Sjóðsstjórn, þau Vilhelmína Haraldsdóttir formaður, Guðrún Jónsdóttir og Hermann Eyjólfsson, auglýsir árlega eftir umsóknum í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til 17. október 2005, sjá nánar á www.krabb.is En hver var Kristín Björnsdóttir og hvernig stóð á því að hún gat í erfðaskrá sinni gefið svo höfðinglega fjárupphæð til þessa góða málefnis? Kristín fæddist á Litlu-Giljá í Húnavatnssýslu árið 1909. Hún starfaði að loknu námi á Landsímastöðinni en hélt 1937 út í hinn stóra heim og dvaldist víða, meðal annars í Englandi, Frakklandi og á Ítalíu. Hún var á Ítalíu þegar seinni heimsstyrjöldin braust út og lenti í stríðsfangabúðum fasista í þrjú ár. Að heimsstyrjöldinni lokinni fór Kristín til New York og hóf störf hjá IBM en þegar ísland varð formlega aðili að Sameinuðu þjóðunum var henni boðið starf þar. Það var Kristín sem dró í fyrsta skipti íslenska fánann að húni fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna árið 1946. Hún starfaði hjá Sameinuðu þjóðunum í meira en tvo áratugi og trúði á hugsjón samtakanna enda voru henni falin mörg ábyrgðarstörf. Hún var heimskona og jafnvíg á mörg tungumál. Hún fluttist heim til íslands þegar hún fór á eftirlaun og hún lést ógift og barnlaus áriðl 994. Læknablaðið 2005/91 785
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.