Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2005, Side 58

Læknablaðið - 15.10.2005, Side 58
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Læknísfræðin iærir af sögunni - Gömul belgísk fjölskyldumeðferð gengur í endurnýjun lífdaga í Þýskalandi Þröstur Haraldsson Stundum er spurt hver sé tilgangurinn meö því að grufla í liðnum tíma og svarið er oftast að það sé til þess að læra af honum og auðvelda okkur að takast á við nútímann og jafnvel framtíðina. Þetta sann- aðist oft á norrænu þingi um sögu læknisfræðinnar sem haldið var hér á landi í sumar. í það minnsta fannst blaðamanni hann vera að upplifa slíkt þegar hann hlýddi á mál Thomasar Muller geðlæknis frá Þýskalandi sem var einn fyrirlesara á þinginu. Thomas sagði frá sérstöku meðferðarformi sem oft er kennt við smábæinn Gheel í hinum flæmska hluta Belgíu. Þar hafa menn lengi beitt þeirri að- ferð að taka geðsjúka út úr fjölskyldum sínum og koma þeim fyrir hjá öðrum fjölskyldum. Þar ganga þeir inn í líf og störf fjölskyldunnar sem nýtur fjárhagslegs og faglegs stuðnings, bæði geðlækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna sem fylgjast með framvindu sjúklingsins. Að sögn á þessi að- ferð rætur sínar að rekja aftur til 12. aldar þegar kristnir pílagrímar stofnuðu hæli í Gheel þar sem þeir reyndu að fæla illa anda úr fólki sem haldið var geðveiki. Deilur um stóru hælin A síðari hluta 19. aldar voru stóru geðveikrahælin að ryðja sér til rúms og spruttu upp eins og gor- kúlur út um alla Evrópu og víðar. Um þessi hæli stóð töluverður styrr því ekki voru allir á eitt sáttir um að þau væru besta leiðin til meðferðar á geðsjúkum. Geðlæknisfræðin var í töluverðum uppgangi á þessum árum og fyrstu vísindalegu sjúkdómsgreiningarnar innan hennar voru gerðar á árunum 1860-1870. Andstæðingar hælastefn- unnar beindu augum sínum að Gheel og má sjá í bókum sjúkrahússins að þangað hafa komið stórir skarar geðlækna víðsvegar að úr heiminum til þess að kynna sér aðferðirnar sem þar var beitt, ekki síst áðurnefnda fjölskyldumeðferð. Til marks um vinsældir þessarar stefnu nefndi Thomas að einn af ættarlaukum Habsborgaraveldisins hefði látið setja upp heimili fyrir geðsjúka á heimssýningunni í París 1867 en það starfaði í anda Gheel. Starfsemi þessarar stofnunar í Gheel er til skráð í sjúkraskýrslum og dagbókum sem ná frá árinu 1863 fram að fyrri heimsstyrjöld. Eins og áður segir voru unnendur stóru hælanna ekki par hrifnir af þessari starfsemi en samt breiddist aðferðin út til Frakklands og Þýskalands. Hún hefur aldrei lagst af í Belgíu og Frakklandi en valdataka nasista batt endi á starfsemina í Þýskalandi. Þeir höfðu eins og kunnugt er aðrar hugmyndir um meðferð geðsjúkra og tóku tugi þúsunda þeirra af lífi í út- rýmingarbúðunum. Gömul aðferð endurvakin Eftir síðari heimsstyrjöld lá þetta meðferðar- form alveg í láginni í Þýskalandi þótt það lifði enn í Belgíu, Frakklandi og að einhverju leyti í Hollandi. Það var þó töluvert í umræðunni og lá undir ámæli um að bjóða heim misnotkun á sjúk- lingum. Nokkur brögð voru að því að sjúklingar væru notaðir sem ódýrt vinnuafl. I Þýskalandi komu að sögn Thomasar einnig við sögu átök milli geðlækna og taugalækna um það hvar hin faglegu landamæri þessara greina skyldu liggja. En árið 1984 hófust tilraunir til að endurvekja þetta meðferðarform í Þýskalandi, nánar tillekið í fylkinu Baden-Wúrttemberg í sunnanverðu land- inu. Thomas segir að það hafi gerst fyrir tilverknað ungs læknanema sem skrifaði doktorsritgerð á árunum 1975-1980 um ferðir evrópskra geðlækna til Gheel á sjöunda áratug 19. aldar. „Það vakti athygli hans að á þessum tíma lá ríkj- andi stefna í geðlæknisfræði undir töluverðu ámæli og hann komst að því að menn voru þá þegar farnir að nota hugtök á borð við „andgeðlækningar“ (anti-psychiatry) sem menn töldu að hefði ekki verið fundið upp fyrr en skömmu fyrir 1970. Þetta vakti forvitni hreyfingarinnar sem kenndi sig við anti-psychiatry og um miðjan níunda áratuginn voru gerðar tvær tilraunir í Þýskalandi, óháðar hvor annarri, til þess að endurreisa þetta belgíska meðferðarform,“ segir hann. Þverfaglegt teymi Thomas segir að reynslan af þessari meðferð hafi verið góð. „Brautryðjendurnir komust að þeirri niður- stöðu að best væri að þessi tilraun væri gerð án beinnar þátttöku geðsjúkrahúsa. í því skyni var stofnað sjálfstætt rekstrarfélag um hana og komið á fót þverfaglegu teymi fólks úr ýmsum greinum sem kom við sögu meðferðarinnar, sálfræðinga, heimilislækna, geðhjúkrunarfræðinga, félagsráð- gjafa, iðjuþjálfa, uppeldisfræðinga, fólks með 774 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.