Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 36
FRÆÐIGREINAR / BLÓÐÞURRÐ í GANGLIM lausu. Ökklaþrýsting er á hinn bóginn einfalt að mæla með venjulegum blóðþrýstingsmæli og litlu dopplertæki. Þegar slagæðar við ökkla eru stífar getur verið ómögulegt að loka þeim með blóð- þrýstingsmansettu en það er forsenda þess að rétt mæling fáist. Þetta ástand æðanna veldur skekkju í niðurstöðum og ÖHH mælist hærra en það er í raun. Þegar ÖHH er hærra en 1,5 eru miklar líkur á að niðurstaðan sé ómarktæk. Gera má ráð fyrir að þetta sé vandamál hjá 5-15% þeirra sjúklinga sem fara í æðarannsókn(7, 8, 9). Þegar ómögulegt er að mæla ökklaþrýsting getur táþrýstingsmæling komið að góðum notum við mat á stigi blóð- þurrðar í ganglim en æðar í stóru tá verða sjaldan svo stífar að ekki sé hægt að mæla blóðþrýsting. Táþrýstingsmæling hefur auk þess betra forspár- gildi en ökklaþrýstingsmæling fyrir því hvort sár á fæti nær að gróa(19). Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja fyrri rannsóknarniðurstöður en þær hafa sýnt fram á fylgni milli þrýstingsmælinga, klínískrar flokkunar blóðþurrðar og niðurstöðu slagæðamyndatöku (13-15). Nokkrar rannsóknir benda til að THH hafi betri fylgni við klínískt stig blóðþurrðar í ganglimum en ÖHH (16-18). Okkar rannsókn sýndi hins vegar ekki fram á marktækan mun á fylgnistuðlum THH og ÖHH við klínískt stig blóð- þurrðar í ganglimum. Líklegt er að vegna lítils úr- taks í okkar rannsókn hafi ekki tekist að sýna fram á mun á milli þrýstingsmælinganna. Stig blóðþurrðar í ganglimum ræðst af því hve mikið blóðflæði er skert. Af þeim rannsóknarað- ferðum sem almennt eru notaðar eru þrýstings- mælingar taldar endurspegla best heildarblóðflæði. Klínísk flokkun og slagæðamyndataka eru oft notuð, önnur hvor eða báðar, við mat á stigi blóð- þurrðar. Við völdum því að nota þessar aðferðir sem viðmið í rannsókninni. Slagæðamyndataka hefur þann galla að segja lítið til um blóðflæði. Dæmi eru um að blóðflæði sé eðlilegt þó að lokun sé í stórri slagæð og litlar þrengingar valda stund- um meiri truflun á blóðflæði en búast mætti við. Ýmsir flóknir, eðlisfræðilegir þættir valda því að erfitt er að meta blóðflæði með slagæðamynda- töku (20, 21). Klínísk flokkun er sömuleiðis óná- kvæm við mat á stigi blóðþurrðar. Þeir sjúklingar sem hreyfa sig lítið finna til dæmis ekki fyrir heltiköstum jafnvel þó að blóðflæði sé verulega skert. Aðrir telja það eðlilegt að verða þreyttur í ganglimum við göngu og neita því einkennum heltikasta þegar þeir eru spurðir. í okkar rannsókn var marktæk fylgni milli þrýstingsmælinga og stigs slagæðaþrengingar, samkvæmt þeim viðmiðum sem áður er getið, til staðar en ekki eins góð og ef til vill mætti vænta. Líkleg skýring á þessu er að viðmiðin sem notuð voru, það er æðamynda- taka og klínísk einkenni, eru gölluð og væntanlega verri mælikvarði á blóðflæðistruflun en þrýstings- mælingar. Þátttaka í rannsókninni fór fram úr vonum rannsakenda. Öllum sem var boðin þátttaka sam- þykktu að taka þátt og brottfall úr rannsókninni var ekkert. Þrýstingsmælingar voru gerðar daginn fyrir slagæðamyndatöku. Sá tími sem leið á milli rannsókna er því ekki nægur til að skekkja niður- stöður rannsóknarinnar. Sami hjúkrunarfræðingur sá um allar þrýstingsmælingar og samsvörun milli mælinga því góð. Þeir sem mátu slagæðamynd- irnar fóru yfir myndirnar á sama deginum og höfðu hvorki upplýsingar um niðurstöður þrýst- ingsmælinga eða klínísk einkenni sjúklinga. Einn læknanemi sá um að flokka alla sjúklinga klínískt eftir flokkunarkerfi sem var ákveðið fyrir upphaf rannsóknarinnar. Úrlak rannsóknarinnar er lítið og takmarkar þær ályktanir sem hægt er að draga af henni. Til stóð að rannsaka 50 sjúklinga á þeim tíma sem til umráða var fyrir rannsóknina. Þó að fjöldinn hefði verið varlega áætlaður náðist ekki að rannsaka nema 30 sjúklinga. Astæðan var sú að ekki voru gerðar fleiri slagæðamyndatökur á rann- sóknartímabilinu. Þakkarorð Þakkir fá tölfræðingarnir Rúnar Vilhjálmsson og Ragnar Friðrik Ólafsson fyrir aðstoð við tölfræði- lega úrvinnslu gagna. Höfundar vilja einnig færa Sonju S. Guðjónsdóttur, hjúkrunarfræðingi á æða- rannsókn, sérstakar þakkir fyrir alla hjálpina og ótrúlega þolinmæði við gerð rannsóknarinnar. Enn fremur þakka höfundar Landspítala Fossvogi fyrir að útvega aðstöðu fyrir rannsóknina og lyfjafyrir- tækinu GlaxoSmithKline fyrir að veita verkefninu 35.000 kr. ferðastyrk. Engin hagsmunatengsl voru á milli höfunda og styrktaraðila. Heimildir 1. McDermott MM, Kerwin DR, Liu K, Martin GJ, O Brien E, Kaplan H, et al. Prevalence and significance of unrecognized lower extremity peripheral arterial disease in general medicine practice. J Gen Intern Med 2001; 16:384-90. 2. Hirsch AT, Criqui MH, Treat-Jacobson D, Regensteiner JG, Creager MA, Olin JW, et al. Peripheral Arterial Disease Detection, Awareness, and Treatment in Primary Care. JAMA 2001; 286:1317-24. 3. Halperin JL. Evaluation of patients with peripheral vascular disease. Thrombosis Research 2002; 106: 303-11. 4. Marinelli MR, Beach KW, Glass MJ, Primozich JF, Strandness DE. Noninvasive testing vs clinical evaluation of arterial disease. A prospective study. JAMA 1979; 241: 2031-4. 5. Rutherford RB. Initial Patient Evaluation: The Vascular Consultation. In: Rutherford RB, ed. Vascular Surgery. 5th ed. Denver: W.B. Saunders Company, 2000:1-13. 6. Hodgson KJ. Principles of Arteriography. In: Rutherford RB, ed. Vascular Surgery. 5th ed. Denver: W.B. Saunders Company, 2000:286-302. 7. Zierler RE, Sumner DS. Physiologic Assessment of Peripheral Arterial Occlusive Disease. In Rutherford RB, ed. Vascular Sur- gery. 5th ed. Denver: W.B. Saunders Company, 2000:140-62. 752 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.