Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR / SUNDMANNAKLÁÐI
Mynd 1. Egg Trichobil- sundmannakláða í Landmannalaugum. Sagt er frá
harzia nasaögðu með fuglalífi og niðurstöðum rannsókna á stokköndum
þroskaðri bifhœrðri lirfn. og sniglum sem safnað var á svæðinu en þessar
tegundir leika aðalhlutverkið í lífsferli fuglaagða
á svæðinu.
Hugtakið sundmannakláði (enska swimmer’s
itch; SI) er notað um kláðabólur sem sundlirf-
ur fuglasníkjudýra af ættinni Schistosomatidae
(Trematoda) valda eftir að hafa smogið í gegnum
húðina á fólki. Útbrotin ganga einnig undir nafn-
inu cercarial dermatitis. Lirfurnar eru ósérhæfðar
í leit sinni að lokahýsli og gera ekki greinarmun á
húð manna og sundfitum sem lirfurnar nota iðu-
lega til að smjúga inn í líkama andfugla (1).
Menn eru misnæmir fyrir sundlirfunum. Sumir
fá kláðabólur, eina eftir hverja lirfu sem nær að
srnjúga inn í húðina. Aðrir sýna engin ofnæmisvið-
brögð. Pannig er það oft í fyrsta sinn sem menn
verða fyrir barðinu á sundlirfum og ónæmiskerfið
þekkir ekki sníkjudýrið. Endurtekið smit leiðir þó
oftar til ónæmissvars. Sumir verða ofurnæmir við
endurtekið áreiti. Komist sundlirfa óáreitt í gegn-
um húðina klæðir hún sig í heilu lagi úr hjúp sem
umlykur líkama hennar (glycocalyx) og myndar í
hans stað tvöfalda himnu sem ónæmiskerfi hýsils-
ins þekkir ekki. Þannig útbúin nær lirfan að ferðast
óáreitt af ónæmiskerfi líkamans (1).
Lítið er vitað um afdrif og möguleg sjúkdóms-
áhrif lirfanna í þeim tilvikum sem ekki næst að
hefta frekari för þeirra strax í húðinni. Tilraunir á
músum hafa þó sýnt að lirfurnar þroskast óeðlilega
og drepast eftir nokkra daga eða vikur en hafa þá
þegar náð að flakka eitthvað um líkamann (2-6).
Myndun kláðabólu er sönnun þess að för lirfu hafi
verið stöðvuð. Fjöldi kláðabóla fer einkum eftir
þéttleika lirfa í vatninu og tímanum sem viðkom-
andi hélt sig þar.
Sundmannakláði var fyrst staðfestur á íslandi
haustið 1997 þegar í ljós kom að kláðabólur
sem börn höfðu fengið eftir leik í vaðtjörn Fjöl-
skyldugarðsins í Reykjavík síðsumars það ár voru
raktar til Trichobilharzia sundlirfa (7). Rannsóknir
sýndu að þar var á ferðinni óvenju stórvaxin, áður
óþekkt tegund (8, 9). Endurteknar smittilraunir
þar sem lirfum ögðunnar var gefinn kostur á því að
smjúga í gegnum sundfit stokkanda báru árangur
haustið 2001 en þá kom í ljós að umrædd tegund er
í hópi svonefndra nasaagða (10).
Nasaögður lifa fullorðnar í nefholi fugla. Öfugt
við iðraögður, sem lifa inni í bláæðum við aftasta
hluta meltingarvegar og eru taldar flakka þangað
eftir blóðrás, ferðast lirfur nasaagða eftir taugum
og tekur ferðalagið upp í nefhol tæpar þrjár vikur.
Verði smit í gegnum sundfit hefst ferðalagið í út-
taugum í fótum og flakka lirfurnar eftir þeim í
átt að mænu og uppeftir henni í átt að heilanum,
í gegnum heilann yfir í slímhimnu nefholsins. Að
lokinni mökun ormanna sem þangað komnir eru
orðnir langir en mjóvaxnir, þroskast í kvenormum
stór, göddótt egg (mynd 1). Gaddarnir rjúfa egginu
leið út í nefliolið þar sem eggið klekst og út skríður
bifhærð lirfa (mynd 1). Bifhærða lirfan berst út í
vatnið þegar fuglinn drekkur eða leitar sér nær-
ingar. I vatninu leitar lirfan uppi vatnasnigil sem
hún borar sig inn í og umbreytist í honum í lirfustig
(sporocyst) sem tekur til við að framleiða sundlirf-
ur við kynlausa æxlun (1, 2, 5).
Eini þekkti millihýsill sundlirfa fuglablóðagða
hér á landi er vatnasnigillinn Radix peregra en
hann er algengur í tjömum og vötnum um land
allt. Sundlirfur fuglablóðagða hafa fundist í vötn-
um víða um land þar sem snigla- og andfuglalíf er
auðugt (11). Strax og ljóst var að nasaögðu var að
finna í íslensku lífríki var niðurstaðan kynnt (11)
og fólk varað við því að útsetja sig fyrir sundlirfum
fuglablóðagða því tilraunir hafa sýnt að sundlirfur
nasagða lifa stundum dögum og jafnvel vikum
saman í spendýrum og flakka þá eftir taugum rétt
eins og í fuglunum (1, 2, 5, 6). Rannsóknir skortir
á því hvort lirfurnar haga sér svipað í mönnum og
músum en nagdýratilraunirnar eru það nýjar af
nálinni að niðurstöður þeirra er enn sem komið er
ekki að finna í handbókum eða kennsluritum.
Níu nasaögðutegundir eru þekktar í heiminum
í dag (1). Fimm þeirra hafa fundist í andfuglum,
goðum og storkfuglum í Afríku, tvær hafa fundist
í andfuglum og dúfum í Ástralíu en í Evrópu eru
einungis tvær tegundir þekktar enn sem komið
er þótt vísbendingar hafi komið fram um að teg-
undirnar geti verið fleiri (1). Önnur er tegundin
sem fundist hefur hér á landi (8, 9) en hin er
Trichobilharzia regenti og var henni lýst í Tékk-
landi árið 1998 (12, 13). Nokkur útlitsmunur er á
Evróputegundunum tveimur. Til dæmis eru bæði
lirfu- og fullorðinsstig T. regenti smávaxnari en hjá
tegundinni sem fundist hefur hérlendis.
Á íslandi hafa, auk nasaögðunnar í stokkönd,
tvær iðrablóðögðutegundir fundist í álftum og
730 Læknablaðið 2005/91