Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2005, Side 27

Læknablaðið - 15.10.2005, Side 27
FRÆÐIGREINAR / GERVILIÐAAÐGERÐIR að hnéskelin færðist úr skorðum. Ef þessum 12 enduraðgerðum er sleppt þá verður enduraðgerð- artíðni Kinematic gerviliðarins 9% eftir 13 ár. A GC-gerviliðurinn Sá heilliður sem notaður er á FSA í dag er AGC gerviliður og er hann venjulega settur inn án hné- skeljarhluta. Enduraðgerðartíðni AGC liðarins reyndist 3% sjö árum eftir fyrstu aðgerð (sjá mynd 6). Er það að sýkingum meðtöldum. Engin endur- aðgerð hefur verið gerð á AGC liðunum vegna hnéskeljahluta. Enduraðgerðir á hálfliðum Alls voru settir inn 21 gerviliður af PCA tegund og enduraðgerðir gerðar á 11 liðum eða meira en 50% þeirra sem settir voru inn á tímabilinu. PCA liðurinn dugði að meðaltali hjá þeim sem þurftu enduraðgerðar við í 1559 daga. Einum lið þurfti að skipta út eftir aðeins 229 daga og var hann sá liður sem dugði styst. Sá sem lengst dugði gekkst undir enduraðgerð á PCA lið 10 árum frá frumaðgerð og er það lengsti tími sem leið á milli frum- og endur- aðgerðar á PCA lið. Ein enduraðgerð hefur verið gerð á Link-uni lið af þeim 22 liðum sem settir hafa verið inn. Alls voru því gerðar enduraðgerðir á 12 hálfliðum. í 11 tilvikum var enduraðgerðin vegna loss sem olli verkjum og einu tilviki vegna verkja þar sem los var ekki staðfest. I tíu tilvikum hafði ábending fyrir gerviliðaaðgerð í upphafi verið slitgigt, í einu tilviki beindrep og í einu aðrir liðbólgusjúkdómar. Vegna fárra aðgerða sem framkvæmdar hafa verið með hálfliðum á FSA er ekki unnt að reikna út CRR fyrir þá. Breytingar á ábendingum Á fyrstu fimm árunum sem aðgerðirnar eru gerðar er stærstur hluti þeirra framkvæmdur vegna slit- gigtar eða rúmlega 88% af þeim 60 aðgerðum sem voru gerðar frá 1983 til 1987. Ef hins vegar litið er á seinustu fimm árin sem aðgerðirnar hafa verið gerðar er hlutfall aðgerða sem gerðar eru vegna slits tæplega 96% af þeim 243 aðgerðum sem fram- kvæmdar voru frá og með árinu 1999. Ábending vegna iktsýki lækkar úr 6,7% á fyrstu fimm árum niður í um 1,2% aðgerða á seinustu fimm árum. Mynd 6.CRRfyrirAGC heilliðinn var, sjö árum eftirfyrstu aðgerð, 3%. Hvíta línan sýnir endurað- gerðartíðni og gráa svœðið 2 staðalfrávik frá endurað- gerðarlíðni í hvora átt. Fylgikvillar eftir útskrift Þremur mánuðum eftir útskrift höfðu 13 sjúk- lingar leitað til sjúkrahússins vegna fylgikvilla sem áður höfðu verið skilgreindir. Einn sjúklingur kom vegna sýkingar í gervilið og annar vegna blóðsega- reks til lungna. Einn einstaklingur lést úr hjarta- áfalli 12 dögum eftir útskrift. Sex mánuðum eftir útskrift hafði einn sjúk- lingur komið að auki vegna blóðsega í fæti og einn vegna sýkingar í gervilið. Ekki leituðu sjúklingar í rannsóknarhópnum sér aðstoðar á FSA sex til níu mánuðum eftir aðgerð vegna blóðsega, blóðsega- reks eða sýkinga. Að sex mánuðum liðnum höfðu því 0,5% sjúklinga fengið blóðsega í neðri útlim og 0,4% fengið blóðsegarek til lungna samkvæmt skilgreiningu þessarar rannsóknar. Mynd 7. Á myndinni ntá sjá þá fylgikvilla og fjölda sem sjúklingar höfðu feng- ið við útskrift á tímabilinu. Fylgikvillar Fylgikvillar við útskrift Samtals voru fylgikvillar skráðir fyrir útskrift hjá 13,3% sjúklinga (sjá mynd 7). Aðeins var skráð eitt tilvik þar sem sjúklingur hafði fengið blóð- tappa í lungu. Ef aðeins eru teknir fylgikvillar eins og bláæðasegi, blóðsegarek til lungna, sýkingar, taugaáverkar og miðtaugakerfisaukaverkanir þá er tíðni þeirra 1,8%. Umræða Árangur gerviliðaaðgerða á hnjám hefur verið til þessa allt að því óþekktur á íslandi. í upphafi var gert ráð fyrir að árangur aðgerðanna væri jafngóð- ur og árangur af samskonar aðgerðum sem fram- kvæmdar eru í Svíþjóð. Ein af forsendum þeirra tilgátu er að sambærileg rannsókn hefur verið gerð á árangri af gerviliðaaðgerðum í mjöðmum framkvæmdum á FSA. Sú rannsókn leiddi í ljós að Læknablaðið 2005/91 743

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.