Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / AÐALFUNDUR LÍ
Evrópusamtök bama- og unglingageðlækna funduðu í Reykjavík
Staðan á íslandi vakti athygli fundargesta
Evrópusamtök sérfræðilækna í barna- og ung-
lingageðlækningum héldu ársfund sinn í Reykjavík
10. september síðastliðinn og daginn áður var mál-
þing þar sem fundarmönnum var kynnt staða og
framtíðarhorfur barna- og unglingageðlækninga á
íslandi. Þar voru flutt þrjú erindi þar sem stöðunni
var lýst en auk þess sagði Jorma Piha prófessor
í barnageðlækningum við Háskólann í Turku í
Finnlandi frá stöðu greinarinnar þar í landi og í
Evrópu.
Erindin voru hin fróðlegustu þar sem Olafur
Ó. Guðmundsson yfirlæknir á BUGL rakti sögu
barna- og unglingageðlækninga hér á landi frá 1970
og Vilhelmína Haraldsdóttir sviðsstjóri lækninga
lýsti starfsemi og fjárhagsgrundvelli Landspítala
með tilliti til stöðu BUGL. Loks greindi Stefán
Sigurðsson forseti læknadeildar Háskóla Islands
frá skipulagi kennslu í deildinni með sérstöku tilliti
til þeirrar kröfu barna- og unglingageðlækna að
sett verði á fót prófessorsstaða í greininni.
Framgangskerfið gæti hjálpað
Staða barna- og unglingageðlækninga hefur oft
verið til umfjöllunar hér og í öðrum fjölmiðlum
svo óþarfi er að rekja það sem fram kom um það
efni. Hins vegar vakti þessi staða greinilega at-
hygli fundarmanna sem spurðu ýmissa spurninga.
Einkum vakti forvitni erindi Stefáns þar sem hann
lýsti því hvernig framgangskerfi háskólakennara
verkar á þarfir deildanna fyrir kennslukrafta.
Eins og kunnugt er heyra barna- og unglinga-
geðlækningar undir almennar geðlækningar, bæði
í læknadeild og á Landspítala sem merkir að full-
orðinsgeðlækningar eru ríkjandi og þeir sem starfa
að barna- og unglingageðlækningum þurfa að
sækja allt sitt til stjórnenda sem eru sérfræðingar í
geðlækningum fullorðinna. Stefán sagði að nú væri
staðan þannig í geðlækningum að þar væri prófess-
or í hálfri stöðu, tveir aðstoðarprófessorar og tveir
aðjúnktar og heyrðu barna- og unglingageðlækn-
ingar undir annan þeirra síðastnefndu.
Stefán sagði að besta leiðin til þess að auka hlut
barna- og unglingageðlækninga í deildinni væri að
nota framgangskerfið. Það merkir að aðjúnktinn
getur sótt um að verða aðstoðarprófessor og síðan
prófessor með tímanum. Framgangskerfið tryggir
kennurum ákveðin réttindi og deildir skólans geta
í raun ekki hamlað gegn því að menn fái stöðu-
hækkun jafnvel þótt viðkomandi deild telji sig ekki
hafa þörf fyrir kennara í hærri stöðunni.
Aðrar leiðir væru til, svo sem að herja á stjórn-
völd og tryggja skólanum meira fé sem væri þá
eyrnamerkt þessari stöðu. Einnig væri til í dæminu
að semja við fyrirtæki um að kosta prófessorstöðu
í barna- og geðlækningum og loks væri hægt að fá
gestaprófessora frá útlöndum til starfa við deild-
ina.
Samanburður við Evrópu
Jorma Piha frá Turku skýrði frá því hver staðan er
í barna- og unglingageðlækningum í Finnlandi og
Evrópu. Fyrstu barna- og unglingageðdeildirnar
voru stofnaðar um miðja síðustu öld og um 1970
voru þær orðnar til í flestum löndum Evrópu.
Þróunin hefur verið nokkuð ör innan greinarinnar
á síðustu árum enda hlaut hún viðurkenningu sem
undirsérgrein árið 1993. Þróunin sést vel á því að
árið 1990 voru sérfræðingar í barna- og unglinga-
geðlækningum fimm á hverja 100.000 íbúa Evrópu
undir tvítugsaldri en árið 2000 voru þeir orðnir 8,8
að jafnaði.
Barna- og unglingageðlækningar eru kenndar
sem sjálfstæð grein í 187 háskóladeildum í Evrópu
en í þeim starfa 150 prófessorar. Af gömlu EES-
ríkjunum eru ísland, Lúxemborg og Portúgal einu
löndin sem ekki hafa skipað prófessor í greininni.
í Finnlandi eru menn komnir skrefinu lengra og
hafa skipt greininni í tvennt. Þar eru barnageð-
lækningar sjálfstæð grein og einnig unglingageð-
lækningar.
I máli Vilhelmínu Haraldsdóttur kom fram að
nú eru starfandi 11 barna- og unglingageðlæknar
hjá Landspítala en stöðugildin eru sex talsins.
Miðað við mannfjölda og áðurnefnt meðaltal í
Evrópu hefðu átt að vera starfandi hér á landi árið
2000 tæplega átta sérfræðingar á þessu sviði en ef- Þröstur
laust hefur sú tala hækkað síðan. Haraldsson
Viðbygging undirbúin við Dalbraut
Eins og fram hefur komið í fréttum stendur til að byggja við hús barna- og
unglingageðdeildarinnar við Dalbraut. Að sögn Aðalsteins Pálssonar á
byggingasviði Landspítala er þess að vænta að hönnun geti hafist fljótlega
þannig að hægt verði að bjóða bygginguna út strax á nýju ári. Hins vegar
á enn eftir að fá heimild til framkvæmda frá fjármálaráðuneytinu. Til eru
í sjóði um 150 milljónir króna, mestmegnis gjafafé, en alls kostar 1. áfangi
viðbyggingarinnar 220-225 milljónir króna. Búið er að sækja um að fá það
sem upp á vantar á fjárlögum næsta árs en svars er tæpast að vænta fyrr en
í byrjun október þegar fjárlagafrumvarpið lítur dagsins ljós. Læknablaðið
mun fjalla nánar um þetta byggingarátak í næsta blaði.
Læknablaðið 2005/91 761