Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR
reynslu af umönnun fatlaðra og fleiri. Þetta reyn-
dist heillaráð og síðan hafa menn slípað þetta kerfi
til, enda ekki hægt að nota aðferð sem fundin var
upp fyrir rúmri öld án þess að laga hana að nútíma
læknisfræði.
Þetta var að sjálfsögðu fráhvarf frá þeirri mis-
ráðnu stefnu sem fylgismenn andgeðlækninga
höfðu reynt að halda til streitu en hún fólst í því
að taka geðsjúklinga út af stofnunum og láta þá
lifa úti í samfélaginu án nokkurs stuðnings. í þessu
nýja kerfi var þvert á móti reynt að búa til með-
ferðarteymi þar sem allir þeir hópar sem koma
nærri meðferð geðsjúkra eiga sína fulltrúa og veita
sjúklingunum og fjölskyldunum stuðning.
í fyrstu voru þeir sjúklingar sem komið var fyrir
í fjölskyldum vandalausra valdir með tilliti til þess
að þeir væru ekki mjög „erfiðir", að þeir væru
ekki ofbeldishneigðir, ekki væri hætta á því að
þeir reyndu að fyrirfara sér né heldur að þeir væru
barnaníðingar. Með tímanum hefur þetta breyst og
eftir því sem kerfið hefur þróast hafa menn hætt að
velja þátttakendur út frá þessu sjónarmiði heldur
reynt að meta það hverjir eru líklegir til þess að
taka þessari meðferð vel.“
Árangursríkt og ódýrt
Thomas bætir því við að meðferð í fjölskyldum
vandalausra hafi þann ótvíræða kost að hún sé
ódýrari en meðferð á sjúkrahúsum.
„Að sjálfsögðu á kostnaðurinn ekki að ráða því
hvaða meðferð er beitt en það er staðreynd sem
mönnum er að verða ljós um allan heim að því eru
takmörk sett hversu rniklu samfélagið getur varið
til heilbrigðismála. Þess vegna er það jákvætt ef
hægt að þróa aðferð sem verkar betur en sjúkra-
hússinnlögn, bætir gæði meðferðarinnar og er í
ofanálag ódýrari en sjúkrahússinnlögn. Það gerir
okkur kleift að veita fleirum góða þjónustu. Þetta
skilja bæði stjórnvöld og tryggingafélög.
Árangurinn af þessari meðferð hefur verið það
góður að hún hefur breiðst út um landið, meðal
annars til héraða í austurhluta landsins þar sem
atvinnuleysi er mikið og efnahagur bágur. Þar
hefur hún haft mjög jákvæð áhrif á samfélagið og
það samræmist reynslu Frakka af fjölskyldumeð-
ferðinni. Við fyrstu sýn mætti ætla að þær fjöl-
skyldur sem best eru fallnar til þess að taka að sér
sjúklinga væru þær sem betur mega sín, þar sem
fjárhagur er rúmur og aðstæður jákvæðar á allan
hátt. Rannsóknir Frakka sýndu hins vegar að þessi
meðferð gaf besta raun á svæðum sem glímdu við
efnahagsörðugleika og atvinnuleysi.
í Þýskalandi hefur reynslan sýnt að fjölskyldu-
meðferð skilar mestum árangri þar sem fjölskyldan
sem tekur að sér sjúkling þarf virkilega á pening-
Pýski geðlœkniriim
Thomas Miiller sem hélt
erindi á norrœnu þingi um
sögu lœknisfrœðinnar í
sumar.
unum að halda sem greiddir eru með honum. í stað
þess að fjölskyldan stjórnisl af trúarlegum hug-
myndum um að hún sé að gera góðverk eða því-
líku gefur það besta raun að gera samning þar sem
stendur skýrum stöfum að fjölskyldan sé að veita
sjúklingnum þjónustu sem hún fær greitt fyrir.
En það sem er spennandi við þessa meðferð er
að fylgjast með því hvernig sjúklingarnir bregðast
við henni. Þar sem best hefur tekist til hefur sjúk-
lingurinn fengið ákveðið hlutverk í nýju fjölskyld-
unni, jafnvel yfirtekið hlutverk einhvers sem hefur
fallið frá eða horfið af heimilinu með öðrum hætti.
Þar sem svo háttar til hefur batinn verið örastur.
En að sjálfsögðu gerist það ekki alltaf og kerfið
gerir ráð fyrir því að sjúklingurinn geti snúið aftur
á sjúkrahúsið ef enginn árangur næst á reynslutím-
anum. Meðferðin byggist á virku eftirliti og stuðn-
ingi við fjölskylduna og sjúklinginn. Þetta hefur
borið verulegan árangur í mörgum tilvikuin og
gefið það góða raun að ég sé ekki fram á annað en
að það haldi áfram að breiðast út,“ segir Thomas
Muller geðlæknir frá Þýskalandi.
í grein Jóns Þorsteinssonar urn heitar laugar á íslandi til forna, Læknablaðið
2005; 91: 617-21, víxluðust tvö númer í heimildaskrá, 21 og 32. Eru lesend-
ur beðnir velvirðingar á þessu. Rétt er því
21. Bjarnason K. Saga Sauðárkróks. 1969-73.
32. Guðjónsson SV. Manneldi og heilsufar í fornöld. Reykjavík 1949.
Læknablaðið 2005/91 775