Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.2005, Qupperneq 34

Læknablaðið - 15.10.2005, Qupperneq 34
FRÆÐIGREINAR / BLÓÐÞURRÐ ( GANGLIM einni stórri slagæð. Mæling á systólískum þrýstingi við ökkla eða í tá gefa hins vegar upplýsingar um blóðflæði en litlar anatómískar upplýsingar. Fyrst þurfum við aðallega upplýsingar um blóðflæði. Sé blóðflæði skert má nota slagæðamyndatöku til að staðsetja slagæðaþrengingu (4, 6). Til að túlka niðurstöður ökklaþrýstingsmælinga þarf að meta þrýstinginn með tilliti til þrýstings annars staðar í kerfinu. Það er gert með því að reikna hlutfallið milli ökklaþrýstings og systólísks þrýstings í upphandlegg. Þá fæst svokallað ökkla- handleggs hlutfall = ÖHH (ankle brachial index = ABI). Við túlkun á niðurstöðu táþrýstingsmælinga er reiknað hlutfallið milli táþrýstings og systólísks þrýstings i upphandlegg. Þannig fæst svokallað táar-handleggs hlutfalI=THH (toe brachial index = TBI). í heilbrigðu slagæðakerfi er ökklaþrýst- ingur hærri en upphandleggsþrýstingur. Eðlilegt gildi á ÖHH er á bilinu 1,1-1,2. Lækkað ÖHH er vísbending um blóðþurrð í ganglim (7-9). Sé ÖHH >1,0 er ólíklegt að marktæk blóðþurrð sé í ganglim. ÖHH minna en 1,0 bendir hins vegar til blóðþurrðar og sjaldgæft er að ÖHH sé lægra en 0,92 í heilbrigðum ganglim (10, 11). Eðlilegur táþrýstingur má vera 24-41 mmHg lægri en ökkla- þrýstingur í sama ganglim (12). Þrýstingsmælingar hafa verið notaðar við mat á blóðþurrð í ganglim seinustu áratugi. Þær rann- sóknir sem gerðar hafa verið á þrýstingsmælingum eru flestar áratuga gamlar. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á fylgni milli þrýstingsmælinga, klínísks stigs blóðþurrðar og slagæðamyndatöku (13-15). Sumar rannsóknir benda til að táþrýstingsmæling sé áreiðanlegri en ökklaþrýstingsmæling við mat á blóðþurrð í ganglim (16-18). Markmið rannsóknarinnar var að bera saman niðurstöður táþrýstingsmælinga annars vegar við niðurstöður ökklaþrýstingsmælinga, klínísk ein- kenni og niðurstöður slagæðamyndatöku hins vegar og þannig leggja mat á gagnsemi táþrýstings- mælinga við mat á blóðþurrð í ganglim. Efniviður og aðferðir Þátttakendur voru allir sjúklingar sem komu á Landspítala Fossvogi í slagæðamyndatöku vegna gruns um blóðþurrð í ganglim á tímabilinu frá 1. janúar 2004 - 9. mars 2004. Fjöldi sjúklinga var 30, þar af 19 karlar og 11 konur, á aldrinum 47-90 ára og var meðalaldur þeirra 72 ár. Alls voru 58 ganglimir rannsakaðir. Allir þátttakendur skrifuðu undir upplýst samþykki fyrir þátttöku sinni. Leyfi fyrir rannsókninni var fengið frá Vísindasiðanefnd og Persónuvernd. Tekin var sjúkrasaga varðandi einkenni blóð- þurrðar í ganglimum. Heltiköst voru skilgreind sem verkir í ganglim sem komu við göngu og löguðust eftir nokkurra mínútna hvíld. Hvfldarverkir voru skilgreindir sem verkir í fæti fyrir neðan ökkla sem voru stöðugir eða komu í hvfld og löguðust við að standa upp eða láta ganglim hanga. Gerð var almenn læknisskoðun þar sem athugað var hvort sár eða drep væru á fótum. I töflu I sést yfirlit yfir klínísk einkenni ganglima í rannsókninni. Tafla 1. Yfirlityfir kiínísk einkennigangiima. Klínísk einkenni Fjöldi % Engin einkenni 7 12 Heltiköst 33 57 Hvíidarverkur 7 12 Sár/drep 11 19 Reyndur hjúkrunarfræðingur sá um þrýst- ingsmælingarnar. Notuð var uppblásanleg mans- etta (Medasonics, Mountain view, USA) og Dopplertæki (Viasys healthcare Inc. Consho- hochen, USA). Systólískur blóðþrýstingur var mældur í hægri handlegg eftir að sjúklingur hafði legið í að minnsta kosti fimm mínútur. Mansetta var sett ofan ökkla og systólískur þrýstingur mældur, bæði í aftari sköflungsslagæð (a. tibialis posterior) og ristarslagæð (a. dorsalis pedis). Hærra gildið var tekið sem ökklaþrýstingur. Við táþrýstingsmælingu var mansetta sett nærlægt á stóru tá og blóðflæðinemi fjarlægt á tána. Stig slagæðaþrengingar í hverjum ganglim var bæði metið út frá niðurstöðum slagæðamyndatöku og klínískum einkennum. Slagæðum ganglimsins var skipt í þrjú svæði: Kviðarósæðar og mjaðma- slagæða (aortoiliac), lærleggs- og hnésbótarslag- æða (femoropopliteal) og neðanhnésbótarslagæð- ar (infrapopliteal). Á aortoiliac-svæði voru kviðar- ósæð (aorta abdominalis), mjaðmarsamslagæð (a. iliaca communis) og ytri mjaðmarslagæð (a. iliaca externa) metnar. Á femoropopliteal-svæði voru lærleggssamslagæð (a. femoralis communis), lær- leggsgrunnslagæð (a. femoralis superficialis) og hnésbótarslagæð (a. poplitea) metnar. Á infrapop- liteal-svæði voru dálksslagæð (a. fibularis), fremri sköflungsslagæð (a. tibialis anterior) og aftari sköflungsslagæð (a. tibialis posterior) metnar. Á aortoiliac- og femoropopliteal-svæðum var mesta þrenging æðanna látin gilda. Væri einhver æðanna á hvoru svæði þrengd um 0-49% fékk það svæði 1 stig, 2 stig ef þrengingin var 50-99% og 3 stig ef þrengingin var 100%. Hæsti mögulegi stigafjöldi á hvoru svæði var 3 stig en lægsti 1 stig. Á infra- popliteal-svæði voru æðarnar þrjár sem skoðaðar voru flokkaðar annaðhvort opnar eða lokaðar. Væri æðin opin fékk hún 0 stig en 1 stig ef hún var lokuð. Hæsti mögulegi stigafjöldi á infrapop- liteal-svæði var 3 stig (allar æðar lokaðar) en 750 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.