Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREINAR Er náttúra íslands eins ómenguð og talið hefur verið? Á undanförnum árurn hefur verið lögð áhersla á að markaðssetja ísland sem hreint og ómengað land. Misjafnlega sterk lýsingarorð hafa verið notuð í þessu skyni og þær raddir hafa heyrst að Island sé eitt fárra ríkja sem geti boðið upp á hreina og ómengaða náttúru. Þessi áróður hefur mikið verið notaður til markaðssetningar erlendis á íslenskum matvælum og einnig til að laða erlenda ferðmenn til landsins. Enginn efast um fegurð óspilltrar íslenskrar náttúru og margt skáldið hefur sótt til hennar innblástur sem fætt hefur af sér stórvirki á sviði bókmennta og annarra lista. Einnig telja margir að allt sem frá náttúrunni kemur sé nánast ávísun á fullkomna heilsu og heilbrigt líf. En er hægt að standa við þau stóru orð að íslensk náttúra sé ómenguð og hættulaus? Því miður er ekki hægt að taka undir þær fullyrðingar eins og allmörg dæmi um hópsýkingar hér á landi sýna sem einkum má rekja til mengaðra matvæla og mengaðs neysluvatns. Á hverju ári greinast hér á landi um 200-300 einstaklingar með kampýlóbakter- eða salmonella- sýkingu sem ýmist hafa sýkst innanlands eða utan. Sérstaklega skæður kampýlóbakterfaraldur geis- aði hér árið 1999 en þá sýktust rúmlega 400 einstak- lingar af menguðum kjúklingum. Flestar sýkingar af völdum kampýlóbakters og salmonella má rekja til mengaðra matvæla eða mengaðs neysluvatns. Nokkur tilfelli greinast hér á landi árlega nreð legiónellasýkingu en hún finnst í vatnslögnum og getur valdið hér faröldrum eins og dæmi eru um erlendis. Á undanförnum árum hafa komið hér upp far- aldrar af völdurn nóróveiru. Árið 2001 veiktust að minnsta kosti 117 ferðamenn af völdum mengaðs neysluvatns á hóteli á Norðausturlandi og aftur sýktust rúmlega 100 manns á þessu sama hóteli á árinu 2004. Hópsýkingar af völdum nóróveiru hafa einnig komið upp á vinsælum ferðamannastað á Vesturlandi tvö undanfarin ár en hafa jafnframt skotið upp kollinum á öðrum stöðum á Islandi, einkum sumarbústöðum og veiðikofum. Oftast or- sakast þessar hópsýkingar af ófullnægjandi frágangi rotþróa sem leiðir til mengunar á neysluvatni. f þessu tölublaði Læknablaðsins er birt fróðleg og vel skrifuð grein eftir Karl Skírnisson og Libusa Kolarova um sundmannakláða í Landmannalaug- um sem orsakast af sundlirfu nasaagða sem eru fugla- sníkjudýr af ættinni Schistosomcitidae (Trematoda). Höfundar telja að þúsundir ferðamanna hafi fengið sundmannakláða í Landmannalaugum á árununr 2003 og 2004. Athyglisvert er að mengun baðvatns- ins í Landmannalaugum mátti að öllum líkindum rekja til aðeins einnar stokkandarkollu með unga sem ekki einungis voru sýktir nasa- og iðrablóðögð- um heldur einnig fjölda annarra sníkjudýra. Þó ekki sé talið að sundmannakláði sé hættulegur mönnum þá getur hann valdið verulegum óþægindum í nokk- urn tíma. Sundmannakláðinn í Landmannalaugum er ekki einsdæmi á íslandi því hann greindist fyrst hér á landi 1977 í vaðtjörn Fjölskyldugarðsins í Reykjavík. Baðlaug Landmannalauga flokkast sem nátt- úrulaug en það eru laugar gerðar af náttúrunnar hendi þar sem böð eru stunduð og vatnið ekki meðhöndlað með sótthreinsiefnum, geislun eða á annan hátt. Á íslandi er fjöldi náttúrulauga og hafa þær mikið aðdráttarafl fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn. Það er sameiginlegt með þessum laug- um að við þær er lítil eða engin aðstaða fyrir ferða- menn og eftirlit með hreinlæti þeirra lítið. Þann 7. október 2002 á ráðstefnunni „Dagur vatnsins" flutti Kolbrún Haraldsdóttir erindi um náttúrulegt baðvatn á íslandi. Þar kom fram að rannsókn á níu náttúrulaugum á Islandi leiddi í ljós ófullnægjandi aðbúnað við nánast þær allar sé miðað við opinberar kröfur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum (reglugerð 457/1998). Eins og dæmin frá Landmannalaugum sýna mengast íslensk náttúra ekki einungis af slærnri umgengni manna heldur getur hún einnig mengast af sýkturn dýrum. Af ofangreindu má því vera ljóst að ekki er hægt að segja með sanni að íslensk náttúra sé alls- kostar hrein og ómenguð. í ferðum inni á hálendi íslands má víða sjá kamra og rotþrær á bökkum fagurra lækja og ekki þarf mikið ímyndunarafl til að sjá fyrir sér sýkingarhættu neðar í þessum sama læk þar sem neysluvatn er jafnvel tekið beint í hús. Opinberir aðilar, ferðamannaiðnaðurinn, einkaaðilar og einstaklingar þessa lands þurfa að taka höndum saman og bæta umgengni við landið. Reglugerð þarf að setja um aðbúnað og eftirlit með náttúrulaugum og herða þarf eftirlit með frá- gangi rotþróa í byggð sem óbyggðum. Aðeins með samstilltu átaki verður hægt að gera íslenska náttúru hreina og ómengaða eins og allir vilja að hún sé. Þórólfur Guðnason Höfundur er smitsjúk- dómalæknir barna, Barnaspítala Hringsins og yfirlæknir á sóttvarnasviði Landlæknisembættisins. Læknablaðið 2005/91 723
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.