Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 42
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÍFEYRISMÁL
Frá stjórn Lífeyrissjóðs lækna:
Tillaga um sameiningu Lífeyrissjóðs lækna
og Almenna lífeyrissjóðsins
Þorkell Bjarnason
Stjórn Lífeyrissjóðs lækna leggur til að lífeyris-
sjóðurinn sameinist Almenna lífeyrissjóðnum frá
og með 1. janúar 2006. Tillaga þess efnis verður
lögð fyrir sjóðfélaga í póstkosningum í október.
Markmiðið með sameiningunni er að tryggja lækn-
um hærri lífeyri í framtíðinni með því að lækka
kostnað og auka áhættudreifingu.
Sjóðfélagar í Lífeyrissjóði lækna munu kjósa
um sameininguna í póstkosningum sem efnt verð-
ur til í framhaldi af sjóðfélagafundi sem verður
haldinn í október. Allir sjóðfélagar munu fá senda
atkvæðaseðla sem þeir geta sent til baka innan
ákveðins frests. Póstkosningin tekur þrjár til fjórar
vikur. Sjóðfélagar í Almenna lífeyrissjóðnum kjósa
um sameininguna á sjóðfélagafundi sem verður
í nóvember þegar niðurstaða póstkosningar hjá
læknunt liggur fyrir.
Rökin með sameiningu sjóðanna eru eftirfar-
andi:
• Kostnaður lækkar. Áhættudreifing eykst.
Líkur á hækkun lífeyrisgreiðslna aukast.
• Stærri sjóður getur veitt betri þjónustu.
• Fjárfestingaráhætta sjóðfélaga og lífeyris-
þega verður aðskilin. Öryggi lífeyrisþega
eykst.
Rökin gegn sameiningu sjóðanna eru fyrst og
fremst þau að áhrif lækna í stjórn minnka. Til að
byrja með fá læknar þrjá fulltrúa af níu í stjórn en
í framtíðinni verður stjórnin kosin af sjóðfélögum.
Samsetning sameinaðs sjóðs verður þannig að
læknar hafa alla burði til að tryggja ítök í stjórn.
Önnur rök eru að lagt er til að ávinnsla makalíf-
eyrisréttinda breytist í framtíðinni. Samkvæmt
samþykktum sameinaðs lífeyrissjóðs er gert ráð
fyrir að við fráfall verði greiddur tímabundinn
makalífeyrir til maka en ekki ævilangur eins og í
Lífeyrissjóði lækna.
Stjórn Lífeyrissjóðs lækna telur að rökin með
sameiningu sjóðanna séu mikilvægari en mótrökin
og leggur til að læknar samþykki tillöguna.
Við hvetjum lækna eindregið til að kynna sér
vel þetta mikla hagsmunamál og taka upplýsta
ákvörðun. Á heimasíðu sjóðsins, www.llaekna.is
eru nánari upplýsingar.
verður sameinaður lífeyrissjóður Lífeyrissjóðs
lækna og Almenna lífeyrissjóðsins fimmti stærsti
lífeyrissjóðurinn með um 24 þúsund sjóðfélaga og
heildareignir um 60 milljarða. Sé miðað við árleg
iðgjöld er sjóðurinn sá fjórði stærsti hér á landi.
Við sameininguna verður til samtryggingarsjóð-
ur með um 5000 virka greiðendur. Virkir greið-
endur í Lífeyrissjóð lækna í dag eru tæplega 1000
sem tryggingafræðingar telja vera of fámennan
hóp til þess að tryggja viðunandi áhættudreifingu
til lengdar.
Sameining sjóðanna leiðir til mikils hagræðis og
benda útreikningar til þess að rekstrarkostnaður
geti lækkað verulega í samanburði við núverandi
kostnað. Með stærri sjóði eykst áhættudreifing
og sjóðurinn er betur í stakk búinn að standa við
skuldbindingar sínar. Öryggi sjóðfélaga eykst.
Nafn sameinaðs sjóðs ákveðið með fyrirvara
Tillögur um sameiningu sjóðanna byggja á sam-
komulagi um eftirfarandi atriði.
1. Áunnin lífeyrisréttindi í Lífeyrissjóði lækna og
samtryggingarsjóði Almenna lífeyrissjóðsins
haldast óbreytt.
2. Nýr samtryggingarsjóður verður með nýju fyrir-
komulagi sem gerir kleift að aðskilja fjárfest-
ingaráhættu lífeyrisþega og sjóðfélaga.
3. Nafn sameinaðs lífeyrissjóðs verður Almenni
lífeyrissjóðurinn. Til greina kemur að skipta um
nafn ef góð tillaga kemur fram.
4. Aðild að sjóðnum verður opin en sjóðurinn er
jafnframt starfsgreinasjóður arkitekta, leiðsögu-
manna, lækna, tæknifræðinga og tónlistar-
manna.
5. Sameinaður sjóður mun bjóða ávöxtunarleiðir
Almenna lífeyrissjóðsins. Stjórn sjóðsins mun
skoða hvort ástæða sé til að bjóða fleiri ávöxt-
unarleiðir.
6. Sjóðurinn mun endurskoða lánareglur sjóðfé-
lagalána. Þessu er lokið og hafa stjórnir sjóð-
anna samræmt lánareglur þeirra.
Höfundur er formaöur
stjórnar Lífeyrissjóðs lækna.
Fimmti stærsti lífeyrissjóðurinn
Verði tillaga um sameiningu sjóðanna samþykkt
Fleiri lífeyrissjóðir stefna á sameiningu
Lífeyrissjóðum á fslandi hefur á undanförnum
árum fækkað verulega. Árið 1980 voru starfandi 96
758 Læknablaðið 2005/91