Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 61
UMRÆÐA & FRÉTTIR / LÆKNAR OG LYFJAFYRIRTÆKI hald. Upplýsingar sem veittar eru á fundi verða að grundvallast á vísindalegum gögnum með læknis- fræðilega þýðingu. 10. Par til bærir aðilar skulu samþykkja og viður- kenna starfsemi sem telst hluti af faglegri símennt- un. 11. Tilgangur atburðarins skal koma skýrt fram í tilkynningu um hann. Þar sem það á við á einnig að koma fram hvort atburðurinn er samþykktur og viðurkenndur. 12. Vettvangur fundarins skal hæfa vísindalegum tilgangi hans og ætti ekki að krefjast ferðalaga um- fram það sem er nauðsynlegt. 13. Lyfjafyrirtæki geta greitt fyrir fyrirlesara, náms- gögn og aðstöðu sem nauðsynleg er til fundahalds. Þau geta einnig greitt fyrir ferðir og gistingu þátt- takenda en ekki fyrir fylgdarlið. 14. Risna á meðan á fundum stendur skal vera al- mennt viðeigandi, skynsamleg og einskorðuð við tilgang atburðarins. Kostun eða skipulagning úti- vistar- eða skemmtiatriða er óheimil. 15. Grunnreglur þessarar yfirlýsingar skulu einnig eiga við um starfsemi utan ESB, EFTA og EES- ríkja þegar í hluta eiga læknar frá löndum ESB, EFTA eða EES. Klínískar rannsóknir 16. Samstarf lyfjaiðnaðarins og læknastéttarinnar á sviði klínískra rannsókna, lyfjafaraldsfræðilegra og lyfjaerfðafræðilegar rannsókna er lykilatriði í lyfjaþróun til að dýpka þekkingu á lyfjum og til að þau komi að sem inestu gagni í þágu sjúklinga. 17. Við allar klínískar rannsóknir skal fylgja eftir- farandi grunnreglum: Gera skal drög að aðferðarlýsingu rannsókn- ar þannig að tryggt sé að markmið hennar náist og að ályktanir sem af henni eru dregn- ar séu gildar. d) Upplýsa skal sjúklinga sem fengnir eru til að taka þátt í rannsókn um kostunaraðilann. e) Læknir má ekki taka við greiðslu eða hljóta annan ávinning fyrir það eingöngu að biðja sjúklinga um að taka þátt í klínískum rann- sóknum. f) Læknir getur þegið endurgjald fyrir starf í þágu rannsóknar. Endurgjald af hvaða toga sem er skal vera í samræmi við unnið verk og skal siðanefndin sem hefur umsjón með aðferðarlýsingu rannsóknarinnar upplýst um það. Endurgjald má ekki tengja neinni vænt- anlegri niðurstöðu rannsóknar. g) Allar niðurstöður um virkni og öryggi mark- aðssettra lyfja skal birta hreinskilnislega án tillits til niðurstöðu, í það minnsta í saman- tekt á netinu, innan árs frá því að fengið hefur verið markaðsleyfi fyrir lyfið. Að auki skulu niðurstöður sem hafa mikilvæga klín- íska þýðingu vera birtar með sambærilegum hætti. h) Upplýsa verður um kostunaraðila við birt- ingu, í fyrirlestrum og kynningum. i) Læknirinn getur þegið endurgjald fyrir fyrir- lestra um rannsóknina og niðurstöður hennar. j) Þegar rannsóknir eru kynntar verður læknir- inn að upplýsa um tengsl sín við öll fyrirtæki sem bjóða meðferð hliðstæðri þeirri sem um ræðir. Ráðgjöf og tengsl 18. Lyfjaiðnaðurinn getur beðið læknisfrótl fagfólk að vera til ráðgjafar. Sem slíkir geta þessir aðilar veitt Iyfjaiðnaðinum þjónustu eða sérfræðiráðgjöf. a) Allir aðilar að klínískri rannsókn skulu fylgja siðferðilegum og faglegum grunnreglum og leiðbeiningum, svo sem Helsinki yfirlýsing- unni og leiðbeiningum ICH um góða starfs- hætti lækna. b) Sérhver rannsókn skal hafa markmið sem er vísindalegt og viðeigandi frá sjónarhóli meðferðar. Enga rannsókn ætti að gera fyrst og fremst til þess að örva sölu. Markmið rannsóknar skal ávallt vera að bæta meðferð, greiningaraðferðir og/eða læknisfræðilega þekkingu í þágu sjúklinga. c) Markmiði rannsóknar skal lýsa fyrirfram. 19. Tengsl af þessu tagi við lyfjaiðnaðinn skulu ekki stofna í hættu klínísku sjálfstæði ráðgjafa eða þess læknis sem í hlut á. Hann verður þó ávallt að hlíta siðferðilegri skyldu sinni að taka sjálfstæðar ákvarð- anir á sviði lækninga og starfa í þágu sjúklinga. 20. Greiðslur vegna ráðgjafar skulu vera í beinum tengslum við unnin störf. 21. Þegar ráðgefandi læknar kynna álit eða niður- stöður sínar fyrir öðrum er varða læknisfræðilegt og lyfjafræðilegt svið ráðgjafastarfsins skal leggja fram hagsmunayfirlýsingu til að tryggja gegnsæi fyrir alla aðila. Læknablaðið 2005/91 777
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.