Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 25
FRÆÐIGREINAR / GERVILIÐAAÐGERÐIR
ingum úr sjúkraskrám og þær færðar í gerviliða-
skrána. Fyrir lágu upplýsingar um hvort sjúklingar
hefðu gengist undir enduraðgerðir á Landspítala.
Einnig var kannað hvort sjúklingar sem gengist
höfðu undir gerviliðaaðgerðir á FSA hefðu leitað
til sjúkrahússins þremur, sex og níu mánuðum eftir
aðgerð vegna mögulegra fylgikvilla (7). Gerð var
fyrirspurn í sjúklingabókhald FSA um hvort við-
komandi sjúklingur hefði komið til meðferðar á
sjúkrahúsinu. Ef svo var, var sjúkraskrá sjúklings
könnuð með tilliti til þess hvort um fylgikvilla við
aðgerð var að ræða. í gerviliðaskrána voru skráðir
skilgreindir fylgikvillar sem komu fram hjá sjúk-
lingum í legunni. Þessir fylgikvillar voru; blóðsegi
í djúpum bláæðum neðri útlima, blóðsegarek til
lungna, miðtaugakerfisaukaverkanir, sýkingar í
skurðsári (djúpar og grunnar), þvagfærasýking-
ar, lungnafylgikvillar, hjartaaukaverkanir, kant-
drep, myndun margúls, taugaáverki og liðhlaup.
Greining fylgikvilla byggði á því að einkenni
þeirra kæmu fram. Þá var brugðist við og greining
staðfest eða hrakin. Ef einkenni sýkinga komu
fram þá var það staðfest með ræktun. Þar sem um
15% sjúklinga koma frá öðrum landshlutum ulan
upptökusvæðis sjúkrahúsins er augljóslega um lág-
markstölur að ræða hvað varðar fjölda fylgikvilla.
í þessari rannsókn var ákveðið að kanna ár-
angur aðgerða út frá tíðni enduraðgerða. En end-
uraðgerð þýðir að sjúklingurinn þarf að gangast
undir nýja aðgerð vegna þess að upprunalegi gervi-
liðurinn gegnir ekki sínu hlutverki, hefur losnað
eða sýkst.
í sænsku gerviliðaskránni (SKAR) er endur-
aðgerð skilgreind sem aðgerð á gervilið þar sem
hlutum er bætt við gerviliðinn, þeim skipt út eða
þar sem hluti af eða allur gerviliðurinn er fjarlægð-
ur (1). Minniháttar aðgerðir á lið eins og speglanir
eða aðgerðir á mjúkvefjum eru því ekki flokkaðar
sem enduraðgerðir (1).
í þessari rannsókn var valið að skilgreina
enduraðgerðir á sama hátt og gert er hjá sænsku
gerviliðaskránni (SKAR). Enduraðgerðir vegna
sýkinga voru skoðaðar sérstaklega.
Leyfi til rannsóknarinnar var fengið hjá vísinda-
siðanefnd FSA og Persónuvernd.
Úrvinnsla
Upplýsingarnar voru skráðar í Filemaker pro 6.0.
Þaðan voru upplýsingarnar fluttar í Microsoft®
Excel®, þar sem unnið var frekar með þær á
tölfræðilegan hátt. Upplýsingar voru fluttar úr
Microsoft® Excel® yfir í SPSS® 11.5 þar sem
beitt var Kaplan-Mayer aðferðarfræði til töl-
fræðilegrar úrvinnslu á enduraðgerðartíðni. Þessi
aðferðarfræði gerir mögulegt að meta endurað-
gerðartíðni þótt sjúklingum hafi verið fylgt eftir
misjafnlega lengi. Ef sjúklingur andast (eða týnist)
er notast við þann tíma sem hann lifði og byggir
það á þeirri ályktun að þessir sjúklingar séu ekki
áhættulega frábrugðnir þeint sem ekki létust (eða
týndust). Einungis áhætta á fyrstu enduraðgerð
eftir frumaðgerðina er metin en ekki hugsanlegar
seinni enduraðgerðir. Niðurstöðuna má túlka sem
líkurnar á því að enduraðgerðar verði þörf eftir
ákveðin tíma eftir frumaðgerð svo fremi sem sjúk-
lingur er á lífi. Þar sem oft er um aldraða sjúklinga
að ræða, deyja alltaf einhverjir áður en til endur-
aðgerðar kemur og er því raunveruleg tíðni endur-
aðgerða nokkru lægri en CRR.
Niðurstöður koma fram í línuriti og fylgjum
við þeirri venju að hætta reikningum þegar færri
en 40 sjúklingar eru eftir í þeim hóp sem getur átt
á hættu enduraðgerð, enda eru tölfræðileg frávik
eftir það veruleg.
Mynd 2. Fjöldi liðskipta-
aðgerða á hnjám hefur
vaxið frá byrjun. Tegundir
gerviliða hafa breyst á
tímabilinu.
Niðurstöður
Á árunurn 1983-2003 voru gerðar 560 gervi-
liðaaðgerðir á 457 sjúklingum. Á 103 sjúklingum
var gerð aðgerð á báðum hnjám. 40 sjúklingar
gengust undir enduraðgerð á þessu tímabili, 12
sjúklingar eftir að hafa fengið hálflið og 28 heillið.
Af þeim sem höfðu fengið heillið gengust 12 undir
enduraðgerð vegna los eða óþæginda frá hnéskel.
Fyrstu árin voru fáar aðgerðir gerðar ár hvert eða
um 10 á ári. Fjótlega fjölgaði aðgerðum og síðustu
árin hafa þær verið um 60 á ári (sjá mynd 2). En
alls voru gerðar 560 gerviliðaaðgerðir á 457 sjúk-
lingum á árunum 1983-2000.
Ábendirtg aðgerða
í öllum tilfellum var ástæða frumaðgerðar verkir
og skerðing á hreyfigetu. Slitgigt var algengasta
Læknablaðið 2005/91 741