Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR álagið á þau mjög mikið því mikill fjöldi særðra og hungraðra kínverskra flóttamanna sótti til þeirra í trúboðsstöðina, stundum svo þúsundum skipti á dag þegar mest var. En margir Japanir sóttu líka til þeirra læknisþjónustu og þar sem þau greindu ekki hafrana frá sauðunum og sinntu þeim líka bökuðu þau sér tortryggni og óvild stjórnvalda og lauk dvöl þeirra í Kína með fangavist frá 1939-1942. í styrjöldinni studdu Kínverjar Bandaríkin en Japanir Þýskaland. Setti hernámsliðið þau í stofu- fangelsi og bannaði þeim að vinna læknisstörf, en áður hafði þeim verið bannað að stunda trúboð og að lokum lentu þau í fangelsi. Þau komust frá Kína í fangaskiptum fyrir milligöngu Bandaríkjamanna og samherja þeirra og komust norður til hafnar- borgarinnar Shanghai 1942 og þaðan með línu- skipinu Gripsholm til Bandaríkjanna þar sem þau tóku land 27. ágúst. Þau settust að í Los Angeles og þar lést Charles fjórum árum síðar, 74 ára gam- all. Steinunn lést 14. mars 1960, tveimur mánuðum eftir 90 ára afmæli sitt. Tengsl Steinunnar við ísland Steinunn skrifaðist alltaf á við Ellisif móður sína meðan hún lifði og Jóreiði systur sína. Hún kom í heimsókn til íslands 1909 ásaml manni sínum og syni. Þau dvöldu hér í um það bil tvær vikur og var þá efnt til samkomu í húsa- kynnum Kristniboðsfélagsins í Reykjavík þar sem síra Steinunn hélt fræðsluerindi um störf þeirra hjóna í Kína. Var til þess tekið hve vel mælt hún var á íslenska tungu eftir 23 ára fjarveru. Hún átti aðeins tvær íslenskar bækur til að við- halda tungu sinni, en það voru Hallgrímskver og Passíusálmarnir. Var því efnt til samskota meðal kvennanna í Kristniboðsfélaginu og henni færð íslensk Biblía að gjöf. Svo mikið orð fór af þessari samkomu að Dómkirkjuprestarnir buðu henni Dómkirkjuna til samkomu- og fyrirlestrahalds um Kína og kom mikill mannsöfnuður þangað, en bæjarbúar voru lítt fróðir um þetta fjarlæga land og forvitnir að fræðast meira. Hún fór einnig upp á Akranes til ættmenna sinna og talaði fyrir marg- menni í Akraneskirkju. Þar hitli hún Jóreiði systur sína sem þá var orðin húsfreyja á Eystra-Miðfelli og mann hennar Jósef Jósefsson. Steinunn kom aftur í heimsókn til íslands 1950, áttræð að aldri, og dvaldi þá um tíma hjá systur sinni og fjölskyldu og hélt meðal annars fyrirlestra í Akraneskirkju. í þessari ferð hitti hún í fyrsta sinn Ólaf Ólafsson kristniboða sem var samtímis henni í Kína þar sem þau munu hafa skrifast á. Þarna hitti hún einnig frænku sína, Oddnýju Sen, sem var einnig alllengi samtíða henni í Kína og bjó í borginni Amoy. Hjónin Steinunn Jóhannesdóttir og dr. Charles Artliur Hayes. Heimildir um Steinunni Skúli Bjarnason í Los Angeles átti viðtal við Stein- unni sem birtist í Lögbergi í Winnipeg 23. septem- ber 1943. Hann hafði áður hlustað á þau hjónin á fundunum á íslandi 1909 og lýsti Steinunni þann- ig: „Hún er mjög vel gerð og gefin og fágætlega minnug, og er ein þeirra, sem sjá með bláum augunum í gegnum holt og hæðir. Hún er í hærra meðallagi á vöxt, kvik á fæti, góðleg, gáfuleg og heldur sér vel þrátt fyrir strangan vinnudag.“ Vestur-íslendingurinn Hólmfríður Daníelsson skrifaði myndarlega grein um Steinunni í Lögberg- Heimskringlu 19. janúar 1960 í tilefni af níræðis- afmæli hennar. Birtist hún í Winnipeg 11. febrúar 1960 og var birt seinna í helgarblaði á Islandi (Lesbók Morgunblaðsins?). Dánarfregn um Steinunni birtist í Lögbergi- Heimskringlu tæpum sex vikum síðar, en hún lést 14. mars. Undir myndinni í dánarfregninni stendur dr. Alice J. Hayes og í sviga Steinunn Jóhannesdóttir. Bréf Steinunnar til Ellisifjar móður sinnar og Jóreiðar systur sinnar sem lengi bjó í skjóli dótt- ur sinnar, Steinunnar Jósefsdóttur á Akranesi, eru til í vörslu Jósefs Þorgeirssonar. lögfræðings og fyrrverandi alþingismanns á Akranesi sem er dóttursonarsonur Jóreiðar. Heimildir 1. Greinaflokkur síra Ágústs Sigurðssonar, trá Möðruvöllum, 1 tímaritinu Heima er best, 1.-5. tbl. 2004. 2. Nýtt guðfræðingatal 2002. 3. Bjarmi III, einkum bls. 30,96, og 118-119. 4. Læknar á íslandi, 2. bindi, bls. 444. 5. Nýtt Kirkjublað IV, bls. 120 og 158. Læknablaðið 2005/91 773
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.