Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS / FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU (6) misskilur þessa gagnrýni og tekur að verja það sem ekki var fundið að, nefnilega að fjöldi höfunda auki tilvísunarfjölda. Ekki væri þó líklegt að slíkt samband gæfi vísbendingu um markvert innihald, því ennþá, í lýðfrjálsum löndum, eru skilaboðin í vísindagreinum talin merkari en fjöldi eða staða höfunda. Forysta í veröldinni? Síðustu ár hafa verið að birtast greinar um frammi- stöðu þjóða í birtingu vísindagreina. Þannig fjallar ein slík grein um klíníska læknisfræði eingöngu og slagkraft (impact factor) þeirra (7) og má reikna greinarfjölda á íbúa. Önnur fjallar um birt- ingu vísindagreina samanborið við efnahagslega stöðu þjóðanna (8). Báðar nefna greinarnar þær 30 þjóðir sem mest framleiða af vísindagreinum. ísland er ekki nefnt þar á nafn en fjögur stærstu Norðurlöndin (frá 4,6 til 9,0 milljónir íbúa) eru þar ofarlega á blaði og einnig t.d. Pólland (38,6 millj.), Grikkland (10,7 millj.) og Lúxemborg (0,47 millj.). Umrædd grein (1) sem rædd var í Morgunblaðinu skjótlega eftir birtingu í Læknablaðinu og vitnað var í af mönnum í ábyrgðarstöðum gefur til kynna að íslendingar séu forystuþjóð í læknavísindum. Af framansögðu má þó ljóst vera að ekki hafa verið færðar sönnur á það. Það kynni hins vegar að vera líklegra til árangurs við að afla þjóðinni meiri forystu í veröldinni að hún léti sér bara nægja að taka sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Það kostar að vísu meira fé heldur en að styðja við al- vöru rannsóknir, en er ekki forystan okkur í blóð borin hvað sem það kostar? Heimildir 1. Sveinbjömsdóttir S, Guðnadóttir AS, Þjóðleifsson B. Vísinda- störf á Landspítala. Alþjóðlegur og íslenskur samanburður. Læknablaðið 2004; 90: 839-45. 2. Pedersen TR, Kjekshus J, Berg K, Haghfelt T, Faergeman O, Thorgeirsson G, et al. Randomized trial of cholesterol lowering in 4444 patients with coronary-heart-disease -The Scandinavian Simvastatin Survival Study (4s). Lancet 1994; 344: 1383-9. (376 höfundar frá 5 löndum; 15. sept. 05,4089 tilvitnanir). 3. Ford D, Easton DF, Bishop DT, Narod SA, Goldgar DE. Risks of cancer in BRCAl-mutation carriers. Breast Cancer Linkage Consortium. Lancet 1994; 343: 692-5. (38 höfundar; 15. sept. 05,784 tilvitnanir). 4. Wooster R, Bignell G, Lancaster J, Swift S, Seal S, Mangion J, et al. Identification of the breast cancer susceptibility gene BRCA2. Nature 1995; 378: 789-92. (41 höfundur; 15. sept. 05, 1136 tilvitnanir). 5. Ólafsson Ö. Tvær athugasemdir vegna greinarinnar „Vísinda- störf á Landspítala“ í desemberhefti Læknablaðsins 2004. Læknablaðið 2005; 91:182-3. 6. Sveinbjörnsdóttir S, Guðnadóttir AS, Þjóðleifsson B. Svar við athugasemd Arnar Ólafssonar. Læknablaðið 2005; 91:183. 7. Fava GA, Guidi J, Sonino N. How citation analysis can monitor the progress of research in clinical medicine. Psychother Psychosom 2004; 73: 331-3. 8. King DA. The scientific impact of nations. What different countries get for their research spending. Nature 2004; 430: 311-6. Dreifibréf Landlæknisembættisins nr. 10/2005 Tilkynning frá sóttvarnalækni Bólusetning gegn inflúensu Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninráðlegguraðþrígiltinflúensu- bóluefni á norðurhveli fyrir tímabilið 2005-2006 innihaldi eft- irtalda veirustofna (WHO Weekly Epidemiological Record 2005; 80:140): • A/Nýju Kaledóníu/20/99 (HlNl)-líka veiru • A/Kaliforníu/7/2004 (H3N2)- líka veiru' • B/Shanghai/361/2002- líka veiru2 1. CA/New York/55/2004 er fáanleg sem bóluefnisveira 2. Fáanlegar veirur eru B/Shanghai/36f/2002, B/Jiangsu/10/2003 og B/Jilin/20/ 2003 Hverja á að bólusetja? • Alla einstaklinga eldri en 60 ára. • Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. • Starfsfólk heilbrigðisþjónustu og aðra þá sem daglega ann- ast fólk með aukna áhættu. Heilsugæslustöðvarnar eru hvattar til að kalla sem fyrst inn til bólusetninga ofannefnda áhættuhópa. í þróuðum samfélögum má búast við að bóluefni veiti 70-90% vörn gegn inflúensu í heilbrigðu fullorðnu fólki þegar bóluefnið samsvarar vel þeim inflúensustofni eða stofnum sem ganga hverju sinni. Bólusetning getur dregið úr sjúkrahússinnlögnum aldraðra utan stofnana sem nemur 25-30%. Bólusetningar gegn in- flúensu geta dregið úr heildardánartíðni um 39-70% þegar inflúensufaraldur gengur. (WHO, Weekly Epidemiological Records, 2005; 80:279). Hvatt er til þess að heilbrigðisstofnanir bjóði starfsfólki sínu bólusetningar. Bólusetning gegn pneumókokkasýkingum Sóttvarnalæknir vill einnig minna á bólusetningar gegn pneumókokkasýkingum á 10 ára fresti til handa öllum þeim sem eru eldri en 60 ára og á 5 ára fresti fyrir einstaklinga sem eru í sérstökum áhættuhópum. Seltjarnarnesi, 19. september 2005 Sóttvarnalæknir Læknablaðið 2005/91 769
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.