Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 18
FRÆÐIGREINAR / SUNDMANNAKLÁÐI Mynd 4. Egg Trichobil- harzia iðraaðga fundust í öllum stokköndum úr Landmannalaugum. Gaddar rjúfa eggjunum leið út úr bláœðum og inn í þarmaholið. Berast þau með driti út í vatn þar sem bifhœrða lirfan losnar úr egginu og tekur til við að leita uppi vatnabobba. síðustu tvær vikur ágústmánaðar árið 2003, vik- urnar áður en viðvörunarskilti var sett upp. Alls gætu þetta hafa verið um 5000 manns. Samkvæmt upplýsingum Ferðamálaráðs heimsóttu 18.700 er- lendir ferðamenn Landmannalaugar í ágúst 2003 (17). Þótt ekki sé vitað um fjölda íslendinga í Laugum á þessum tíma má áætla að þeir gætu hafa verið 1300. Ofangreind tala fæst sé miðað við að helmingur allra gesta hafi farið í laugina á þessum tveimur vikum en skálaverðir á svæðinu áætla að um helmingur gesta fari í Laugalækinn. Sundmannakláði í Landmannalaugum fram til ágúst 2003 Lítið virðist hafa borið á sundmannakláða í Lauga- læknum undanfarna áratugi ef undanskilin eru árin 2003 og 2004. Ýmsir viðmælendur telja sig samt hafa fengið þar dæmigerð einkenni sundmanna- kláða áður en ágúst 2003 gekk í garð. Mest mun hafa borið á slíkum einkennum síðla sumars en þeirra mun einnig hafa orðið vart á öðrum árstímum. Umfang sundmannakláða síðustu ára- tugi komst þó greiniiega aldrei neitt í líkingu við ástandið í ágúst og september 2003 og 2004. Sú staðreynd að ýmsir staðkunnugir tóku aldrei eftir útbrotum eftir baðferðir, né heyrðu talað um einkenni svipuð sundmannakláða, þrátt fyrir að hafa reglulega baðað sig sjálfir f Laugalæknum um lengri eða skemmri tíma undanfarna áratugi, bendir óneitanlega til þess að sundmannakláði hafi verið tiltölulega sjaldgæfur. Olgeir Engilbertsson (pers. uppl.) var á sömu skoðun en hann spurði gangnamenn sem hafa baðað sig í Laugalæknum um og eftir miðjan september um ára eða jafnvel áratuga skeið um einkenni sundmannakláða en enginn kannaðist við að hafa fengið þar útbrot af neinu tagi eftir baðferðir. Athuganir á sniglum úr Laitgalœkmim Haustin 2003 og 2004 voru þúsundir snigla á m2 á slýflákum og háplöntum í námunda við vatnsborð- ið á baðstað Laugalækjarins og á svæðinu ofan hans. Sniglar voru einnig ofan á leðjunni á botn- inum. Athygli vakti hversu smávaxnir sniglarnir voru. Stór hluti stofnsins náði ekki 3 mm heildar- lengd og voru með öðrum orðum það smávaxnir að erfitt var að koma á þá auga. Lengstu sniglar voru einungis 10-11 mm langir en það stórir sniglar voru fáséðir. Smittíðni var könnuð í sniglum sem náð höfðu að minnsta kosti fjögurra millimetra lengd í fjögur skipti. Smittíðni reyndist alltaf vera svipuð, um eða innan við 1% (tafla I). Meðallengd smituðu sniglanna var 7,5 mm. Sá minnsti var 4,0 mm. Hann yfirgáfu ekki nema 20 sundlirfur áður en að hann drapst. Fjórir sniglanna voru á bilinu 5,5 til 7,0 mm langir, einn mældist 9,0 mm en tveir þeir stærstu voru 11,0 mm langir. Hundruð og jafnvel þúsundir sundlirfa yfirgáfu suma þessara snigla. Rannsóknir á stokköndum Allir fuglarnir sem náðust voru nýfleygir, næst- um því fullvaxta stokkandarungar. Þyngdar- og lengdarmælingar sýndu að ungarnir frá 2003 voru stærri og betur þroskaðir (meðalþyngd 1044 g; bil 1015-1120 g) en ungarnir frá 2004 (meðalþyngd 906 g, bil 844-990 g) þótt svo að árið 2003 hefðu ungarnir verið felldir mánuði fyrr í árinu (tafla II). Allir voru ungarnir rýrir og grindhoraðir og fór ekki á milli mála að þeir höfðu engan veginn þrif- ist sem skyldi. Sérstaklega var slæmt ásigkomulag unganna áberandi seinna haustið. í öllum ungunum fundust ummerki bæði um Trichobilharzia nasa- og iðarablóðögðusýkingar. Ekki er vitað hvaða iðraögðutegund var þar á ferðinni en egg hennar eru smávaxin (mynd 4) og hafði nýlega verið verpt því lirfur voru lifandi innan í eggjum. Fullorðir ormar fundust ekki þrátl fyrir mikla leit. Fullorðnar nasaögður af báðum kynjum fundust í nefholi fjögurra unga en egg og bifhærðar lirfur (mynd l) fundust í öllum ungun- um. Gróflega metið var þó allt að tífaldur munur á eggja- og lirfufjölda í ungunum sem minnst og mest voru smitaðir. Fjöldi annarra sníkjudýra hrjáði fuglana (meðal annars ögður af ættkvíslunum Echinostoma, Noto- cotylus og Apatemon), að minnsta kosti tvær ógreindar tegundir bandorma, þráðormur af ætlkvíslinni Capillaria og þráðormurinn Amido- stomiim acutum sem lifir undir fóarnshimnu and- fugla og kemur iðulega í veg fyrir eðlilega melt- ingu. Einstaklingsfjöldi þessara tegunda skipli í sumum tilvikum tugþúsundum í hverjum unga. Sníkjudýrabyrði unganna sem felldir voru 2004 var áberandi meiri en hjá ungum frá árinu áður; veggur þarmanna þrútinn, blóðhlaupinn og þarma- bólga greinileg einkum í aftari hluta meltingaveg- arins. Víðtækar skemmdir sáust eftir gífurlegan fjölda bandorma sem fest höfðu krókakrans sinn 734 Læknablaðið 2005/91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.