Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2005, Síða 50

Læknablaðið - 15.10.2005, Síða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS „Vísindi á vordögum" Matthías Kjeld Fræðin og veröldin Titill þessarar greinar „Vísindi á vordögum" er not- aður fyrir árlega uppákomu á Landspítala (LSH) á vegum „skrifstofu“ sem nefnist „Skrifstofa kennslu, vísinda og þróunar“ (SKEVÞRÓ). Ekki er vitað hver er höfundur titilsins en hann hefur væntanlega verið samþykktur af stjórnunarbatt- eríi LSH. Ekki er heldur vitað hvaðan hugmyndin um stofnun framangreindrar skrifstofu er komin né hlutverk hennar, en böndin berast aftur að snillingum þeim er spítalanum stjórna, jafnvel ráðuneytisfólki. Líklega hefur þessu fólki ekki fundist Háskólinn standa undir hlutverki sínu sem kennslu- og vísindastofnun í nútímaveröld og talið sjálfsagt að þeir, embættismennirnir, tækju þetta að sér, enda stýrðu þeir þá þegar sjúkrahúsum borgarinnar í einu sameinuðu sjúkrahúsi. Það skrýtna er að læknadeild Háskólans virðist fram að þessu ekki hafa haft neitt við það að athuga að verið væri að yfirtaka verkefni hennar, kennslu og vísindi, og setja þau undir leika kerfismenn. Anton Chekov mun hafa sagt eitthvað á þessa leið: „Því fátækari sem menn eru í andanum þeim mun betur ná þeir saman, hross og menn.“ En aftur að titlinum og gjörðum SKEVÞRÓ. Titillinn, í ljóðstöfum, er notalegur eins og glaðlegt ávarp. En musteri vísindanna er ægistórt og traustir veggir þess voru reistir af risum fræðanna gegnum aldir og kostuðu blóð, svita og tár. Kóngar og kirkja fögnuðu ekki alltaf nýrri sýn á veröldina. I titlinum er því dósahljóð sem ber vott um lítinn skilning á mikilvægi vísinda og iðkun þeirra. Flestir myndu t.d. finna annarlegan hljóm í „læknar á laugardög- um“, „tölfræði á tyllidögum“ eða „guðdómur á góunni“. Innihald uppákomunnar „Vísindi á vor- dögum“ er einnig æði misjafnt eða allt frá „upp- lifunarfræðum" til sameindalíffræða. Tvennir eða þrennir myndskreyttir bókarpésar úr glanspappír fylgja, þar með lofgjörðir um kerfið og eigið ágæti. Engin greining á ástandinu, engin framtíðarsýn. Góð tíðindi eru vinsæl og allt í stakasta lagi. Svo mikið í lagi að framkvæmdastjóri sá ástæðu til að leggja niður stöðu líftölfræðings sem hafði stutt rannsóknarmenn og nema með ráðum og dáð við tilhögun og úrvinnslu rannsókna. Höfundur er efnameina- fræðingur á Landspítala Hringbraut. Bestir í veröldinni En „Kveð þú ei harmljóð þótt hárkolla spítalans glansi". í niðurstöðum nýlegrar rannsóknar á vísindastörfum á Landspítala (1) sem birt var í Læknablaðinu á síðasta ári er komist að þeirri nið- urstöðu að „The international comparison shows that Iceland is among the top 10 nations in quant- ity and quality of medical research.“ Svo einfalt er það. En ekki er allt talið enn. Við erum með flestar tilvitnanir allra þjóða í vísindagreinar í „klínískri" læknisfræði á árunum 1994-1998! I greininni segir að meðaltal tilvitnana í klínískar læknisfræðigrein- ar í heiminum þessi ár sé 4,1 fyrir hverja birta grein en íslendingar hafa 6,7 tilvitnanir í hverja grein. Og þarna erum við langhæstir samkvæmt grein- inni svo af ber. Næsta þjóð fyrir neðan Island eru Bandaríkin með 5,7 og England níu sætum neðar með aðeins 4,8. Auðvitað gleðjast menn yfir þessum mikla ár- angri á Landspítalanum og höfundar hefðu átt hrós skilið fyrir könnunina ef hún hefði verið betur unnin. En það er erfitt að fóta sig og fara rétt með nýfengna möguleika á tölulegum upplýsingum á „Web of Science" og hefðu höfundar betur leitað sér aðstoðar lölfróðra manna. Greinin er því nriður ekki vel unnin, skyggni lítið, óskýr hugtök, óljós orð. Það er ekki nokkur leið að endurtaka rannsóknina því þar eru ekki gefnar þær upplýsingar sem til þess þarf. Greinin verður því alvöru rannsóknum hér- lendis lítt til framdráttar. Til dæmis er óljóst hvernig meðaltöl tilvitnana í „klínískar“ greinar þjóða eru fengin. í greininni eru ekki notaðar viðeigandi töl- fræðilegar aðferðir til að meta dreifingu eða mark- tækan mun á gögnum. Þá virðast sumar ákvarðanir sem skipta höfuðmáli teknar eftir geðþótta og ekki gerð grein fyrir hvers vegna né hvaða áhrif þær hafa á niðurstöður. Til dæmis er einn íslenskur höfundur valinn af þremur íslenskum læknum sem voru meðal 376 höfunda að greininni með flestar tilvitnanir. Svona nokkuð gat Sólon Islandus leyft sér þegar hann reiknaði tvíburana í vinnukonuna en víðast um heim eru gerðar meiri kröfur í þessum efnum í vísindum. Loks er látið að því liggja í grein- inni að sameining sjúkrahúsanna í Reykjavík eigi þátt í fjölgun birtra íslenskra vísindagreina en rök fyrir því verða ekki fundin í greininni!? Það eru þrjár „fjölsetra" greinar (2-4) sem halda uppi um 60% af tilvitnanafjöldanum í „íslensku“ vísindagreinarnar. Þessar þrjár greinar eru upp- runnar erlendis og eru íslenskir læknar frá 1 til 6% af höfundafjölda hverrar greinar. Sú spurning hlýtur að vakna hvort greinar þessar eigi að teljast íslensk- ar og þá hversu mikið. Höfundum hefur alveg láðst að skilgreina hvað er íslensk grein og einnig hvað er klínísk grein. Almenn læknisfræðirit eins og t.d. The Lancet eða almenn vísindarit eins og Nature 766 Læknablaðið 2005/91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.