Læknablaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREINAR / GERVILIÐAAÐGERÐIR
Mynd 1. Tveggja hólfa liðnum var lægst, eða um 3% við sjö ára uppgjör,
AGCheilliður er notaður að enduraðgerðum vegna sýkinga meðtöldum.
á FSA ídag. Enduraðgerðir á heilliðum vegna sýkinga voru
þrjár á öllu tímabilinu eða í 0,6% þeirra heilliða
sem settir voru inn. Fylgikvillar sem auka verulega
líkur á enduraðgerð og/eða eru lífshótandi eða
valda alvarlegum líkamlegum einkennum komu
fram í 1,8 % tilvika fyrir útskrift. Einu sinni var um
að ræða blóðsegarek til lungna (0,2%) og í tveimur
tilvikum fengu sjúklingar blóðtappa í neðri útlim
(0,4%).
Alyktun: Arangur af gerviliðaaðgerðunum í hnjám
á FSA, hvað varðar enduraðgerðartíðni, sýkingar
og fylgikvilla stenst fyllilega alþjóðlegan saman-
burð og eru góður kostur í meðferð slitgigtar hjá
vel völdum sjúklingahópi.
Inngangur
Gerviliðaaðgerðir á hnjám hafa verið framkvæmd-
ar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) frá
árinu 1983 eða í um 20 ár.
Gerviliðaaðgerðum hefur fjölgað á undaförnum
árum og áratugum. Kostnaður við gerviliðaaðgerð
er talsverður og því þarf að vera ljóst hver árangur
af aðgerðunum er og hvort hann standist alþjóðleg
viðmið. Árangur af gerviliðaaðgerðunum á hnjám
er vel þekktur, til að mynda í Svíþjóð (1), en hann
hefur lítt verið kannaður á Islandi.Hefðbundið
mat heilbrigðiskerfisins á árangri af gerviliðaað-
gerðum er tíðni enduraðgerða og sýkinga (1).
Ekki er þar með sagt að mat sjúklinga sé það
sama á árangri aðgerðanna þó rannsóknir bendi til
þess að sjúklingar séu almennt ánægðir með niður-
stöðu gerviliðaaðgerða á hnjám (2). í þessari rann-
sókn verður árangur gerviliða aðgerða á hnjám
framkvæmdum á FSA metin út frá tíðni endurað-
gerða, sýkinga og fylgikvilla.
Slitgigt er ein algengasta orsök örorku í hinum
vestræna heimi (3). í dag er engin meðferð þekkt
sem getur læknað slit í liðum af hvaða orsökum
sem það verður. Því miðast meðferð að því að
minnka óþægindi fólks, auka starfshæfni og lífsg-
æði. Þetta er gert með lyfjum, sjúkraþjálfun og
skurðaðgerðum.
Ábendingar fyrir gerviliðaaðgerðum hafa fyrst
og fremst verið verkir og skerðing á hreyfifærni,
hvort sem um afleiðingar slitgigtar, iktsýki (RA),
sýkinga, eftirköst áverka eða annarra ástæðna að
ræða (4). Verkir þurfa að vera miklir og hafa áhrif
á athafnir daglegs lífs. Þó sjúklingur sé ungur úti-
lokar það ekki að hann gangist undir aðgerð, jafn-
vel þó árangur aðgerðar vari skemur en hjá þeim
sem eldri eru (5).
Á seinustu 20 árum hafa verið notaðar fimm
tegundir gerviliða við gerviliðaaðgerðir í hnjám
á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Byrjað
var á því að nota PCA og Savastano hálfliði og
Kinematic heilliði. Árið 1991 var notkun PCA
hálfliðar hætt vegna slæmrar reynslu og um mitt
ár 1995 var Kinematic heilliðnum skipt út og AGC
heilliðurinn tekinn inn í staðinn (sjá mynd 1). Það
var ekki fyrr en árið 2000 að hálfliður var aftur
tekinn í notkun á FSA og þá varð Link-Uni fyrir
valinu.
FSA er næst stærsta sjúkrahús landsins og á
upptökusvæði þess eru um 45.000 einstaklingar.
Auk þess sinnir sjúkrahúsið þeim sem til þess leita
utan upptökusvæðisins.
Biðlistar eftir gerviliðaaðgerðum hafa almennt
verið styttri á FSA en á Landspítala (6) og hefur
það sjálfsagt verið hvati fyrir sjúklinga til að koma
annars staðar af landinu til aðgerðar á FSA. Um
15% þeirra er koma til gerviliðsaðgerðar á hné á
FSA koma frá landshlutum ulan upptökusvæðis
sjúkrahúsins. Auðvelt er að fylgja afdrifum sjúk-
linga eftir vegna smæðar landsins, heilbrigðisstofn-
anir tölvuvæddar og aðgangur góður að þjóðskrá.
Efniviður og aðferðir
Allir sjúklingar sem gengust undir frum gervilið-
aaðgerð á hné á FSA á árunum 1983-2003 mynd-
uðu rannsóknarhópinn.
Frá árinu 1992 hefur verið færð gerviliðaskrá
á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. í hana hafa
verið færðar upplýsingar um alla sem gangast
undir gerviliðaaðgerðir á FSA. Svo sem aðgerð-
arlengd, legutíma, aðgerðarhlið, hvort um var að
ræða fyrstu aðgerð eða enduraðgerð, ábendingu
aðgerðar, fylgikvilla sem komið hafa upp fyrir
útskrift, skurðlækni, fyrirbyggjandi meðferð við
sýkingum og blóðsegamyndun, tegund gerviliðar
sem var notaður og tegund sements.
Fyrir þá sjúklinga sem gengist höfðu undir
aðgerð fyrir árið 1992 var leitað að sömu upplýs-
740 Læknablaðið 2005/91