Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Síða 7

Læknablaðið - 15.12.2005, Síða 7
RITSTJÓRNARGREINAR Mikilvægi skráningar Læknablaðsins í Medline Fyrr á þessu ári var sagt frá því að Læknablaðið hefði verið samþykkt til skráningar í Medline sem er gagnabanki alríkislæknisfræðibókasafns Bandaríkjanna (National Library of Medicine, NLM). Pegar þetta er skrifað er búið að skrá í Medline nánast allt það sem birst hefur í Lækna- blaðinu það sem af er árinu. Vilyrði hefur fengist fyrir því að allt efni sem birst hefur í Læknablaðinu frá og með árinu 2000 geti fengist skráð í Medline, en það er allur sá tími sem Læknablaðið hefur verið til á rafrænu formi á netinu. Tæknilega er þessi skráning enn að mótast en frumrannsókn- argreinum verður gert hæst undir höfði og verða höfundar, titlar, ártal, árgangur, blaðsíðutal og útdráttur skráð í Medline og verður hægt að leita að öllum þessum þátturn. Það sama verður skráð vegna sjúkratilfella og yfirlitsgreina. Leiðarar, fræðileg bréf til ritstjórnar, fræðileg innlegg og klínískar leiðbeiningar verða titlar og höfundar ásamt ártali, árgangi og blaðsíðutali skráð. Öll þessi skráning á efni Læknablaðsins í Medline er á ensku en þess getið að skrifin séu á íslensku. Þegar búið verður að leysa úr tæknilegum málum verður í framtíðinni hægt að fara beint inn á rafræna út- gáfu Læknablaðsins af Medline. Skráning Læknablaðsins í Medline hefur mikla þýðingu. Læknablaðið telst nú til sérflokks lækna- blaða á heimsvísu þar sem það er nú skráð í einn virtasta gagnagrunn heimsins fyrir tímarit um líf- og læknisfræði. Læknablaðið var tekið til skrán- ingar í Medline vegna þess að það stendur undir þeim gæðakröfum sem strangastar eru gerðar til læknablaða. Þetta á bæði við um útlit og fram- leiðslu en þó einkum hvað varðar ritrýnisferilinn og hvernig vandað er til fræðilegs efnis. Það hefur þegar verið tekið eftir því í nágrannalöndum okkar að Læknablaðið er komið í Medline og okkur hafa borist fyrirspurnir frá ritstjórn læknablaðs um það hvernig okkur gekk að fá skráningu í Medline. Virðing og hróður blaðsins hefur aukist við þessa viðurkenningu. Segja má að dreifing blaðsins hafi orðið víðfeðmari og það er því eft- irsóknarverðara fyrir höfunda að birta greinar í Læknablaðinu. Fyrir eigendurna Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur þýðir þetta að Læknablaðið er nú verðmætara en áður. Þá hefur gildi blaðsins sem huglægrar eignar aukist. Þessi vegsemd Læknablaðsins gerir frekari kröfur til rit- stjórnar og starfsfólks blaðsins um að slaka hvergi á gæðum í framleiðslu og ritrýnisferli og er hvatn- ing um að fylgjast með auknum kröfum í þessum málum í framtíðinni. Fræðigreinar sem birtast í Læknablaðinu eftir skráningu í Medline hafa meira akademískt vægi en áður. I Háskóla íslands var fræðigrein sem skrifuð var í Læknablaðið áður fyrr talin gefa um tvo þriðju af þeim stigum sem samsvarandi fræði- grein hefði fengið ef hún væri birt í ritrýndu blaði sem skráð væri í Medline. Þannig var fræðigrein í Læknablaðinu hæst gefin 10 stig en ef greinin hefði birst í tímariti sem skráð var í Medline hefði hún getað fengið 15 stig. Þetta var mat og vinnuregla Háskóla íslands á akademískum stigum fræðigreina sem til dæmis var beitt þegar læknar sóttu um stöð- ur við háskólann og metin var hæfni umsækjenda eftir stigum. Þetta mun nú breytast og hefur mikla þýðingu fyrir höfunda sem skrifa í Læknablaðið. Fræðigreinar í Læknablaðinu voru einnig metnar eftir sömu reglu þegar rannsóknastig voru talin hjá Kjaranefnd en kennarar og fræðimenn við lækna- deild skila yfirlitum til Kjaranefndar á hverju ári sem aftur greiðir þeim umbun eftir fjölda stiga sem þeir hafa áunnið sér. Skráning Læknablaðsins í Medline hefur því fjárhagslega þýðingu fyrir há- skólakennara. Hér hefur verið bent á akademískt gildi fræðigreina í Læknablaðinu frá íslenskum vettvangi en svipuð breyting verður á gildi greina í Læknablaðinu alþjóðlega. Þegar fram líða stundir mun Læknablaðið verða metið með þeim kvörð- um sem tíðkast á alþjóða vettvangi. Medline gagnagrunnurinn er á ensku og skrán- ing fræðigreina Læknablaðsins er því á ensku. Einhverjum kann að sýnast að þetta sé enn einn ósigur íslenskunnar í baráttunni við enskuna. Undirritaður vill halda því fram að skráning Læknablaðsins í Medline muni þvert á móti efla íslenskt mál, nú er eftirsóknarverðara en áður fyrir höfunda að skrifa um læknisfræði á íslensku og því verður meira skrifað. Erlendis verður tekið eftir því að skrifað er um læknisfræði á íslensku og að þau skrif eru verðug skráningar í Medline. Skráning Læknablaðsins í Medline er því óbein viðurkenning á íslensku máli sem fræðimáli í lækn- ingum. Það er því viðeigandi að lýsa eftir íslensku heiti á gagnagrunninum Medline. Vilhjálmur Rafnsson Höfundur er prófessor í heilbrigðisfræði við læknadeild Háskóla íslands og ábyrgðarmaður Læknablaðsins. Læknablaðið 2005/91 903
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.