Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Síða 14

Læknablaðið - 15.12.2005, Síða 14
FRÆÐIGREINAR / SYKURSÝKI TEGUND 2 Tafla 1. Tíðni GADAb, meöalaldur, holdastuðull og blóðþrýstingur þátttakenda. Blóðþrýst- ingur eingöngu sýndur fýrir þá sem ekki voru á lyfjameðferð vegna þess en háþrýstingur var skilgreindur sem >140/90 mmHg eöa lyfjameöferö. GADAb* GADAb p-gildi Fjöldi (%) 94(9,9) 856 Karlar (%) 55 (10,1) 491 ns Konur(%) 37 (9,3) 360 Meðalaldur; ár(SD) 67,1(10,7) 68,0 (11,3) ns Holdastuðull; kg/m2 (95% Cl) 28,2 (27,2-29,2) 29,7 (29,3-30,1) 0,02 Slagbilsþrýstingur; mmHg (95% Cl) 143 (138-148) 146 (145-148) ns* Hlébilsþrýstingur; mmHg (95% Cl) 81(79-83) 82 (81-83) ns Háþrýstingur; % hlutfall (95% Cl) 68 (58-78) 72 (68-76) ns Efnaskiptavilla; % hlutfall (95% Cl) 47 (38-56) 60 (56-64) 0,02 ns = tölfræöilega ómarktækt. * = p gildi einnig ómarktækt eftir leióréttingu fýrir áhrifum holdastuóuls og aldurs. Inngangur Insúlín er lífsnauðsynlegt hormón sem seytt er af 6-frumum Langerhanseyja brissins. Gallar í seytun og virkni insúlíns valda sykursýki. Um 90% sykur- sýkisjúklinga eru með tegund 2 sykursýki (SS2) sem stafar af samspili insúlínónæmis og skertrar 6-frumu virkni (1). í sykursýki af tegund 1 (SSl) er sjálfsofnæmissvar talið leiða til eyðileggingar á 6- frumum og 85-90% nýgreindra eru með greinanleg mótefni gegn GAD (glutamic acid decarboxylase) og eyjafrumum (islet cell antibodies, ICA) (2,3). Latent Autoimmune Diabetes in Adults (LADA) er skilgreind sem sykursýki hjá þeim sem eru með dæmigerð mótefni SSl, það er að segja GADAb eða ICA, eru greindir eldri en 35 ára og þarfnast ekki insúlíns við sjúkdómsgreiningu (4). Pessa tegund sykursýki mætti á íslensku kalla mótefnatengda sykursýki af tegund 2 (MTSS2). Rannsóknir hafa leitt í ljós að 10% evrópskra sjúklinga sem greindir eru með SS2 eru í raun með MTSS2. Þessir sjúklingar hafa hagstæðari sam- setningu blóðfita, lægri holdastuðul (body mass index, BMI) og lægri blóðþrýsting heldur en aðrir sjúklingar með SS2 (4, 5). Einnig virðist verða hraðari eyðing á 6-frumum hjá þeim en öðrum SS2 sjúklingum því 10 árum frá greiningu eru 50% GADAb+ með hlutfallslegan insúlínskort saman- borið við aðeins 3% þeirra sem eru GADAb' (4). Tilgangur rannsóknarinnar var að ákvarða algengi MTSS2 meðal Islendinga. Jafnframt að bera saman GADAb+ og GADAb sjúklinga hvað varðar holda- stuðul, blóðþrýsting, blóðfitur, tíðni efnaskiptavillu (Metabolic Syndrome), 6-frumu virkni, insúlínþol (insulin resistance) og innbyrðis skyldleika. Efniviður og aðferðir Þýði Rannsóknin var samþykkt af Persónuvernd og Vísindasiðanefnd. Upplýsts samþykkis var aflað. Búinn var til listi SS2 sjúklinga úr sjúkraskrám Sjúkrahúss Reykjavíkur og Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar. Ættfræðigagnagrunnur íslenskrar erfðagreiningar „Islendingabók“ var síðan notuð til að finna alla sem skyldir voru þessum sjúkling- um í sex ættliði (6). Heildarþýðið er því um það bil fjórðungur íslenskra með SS2. Skilgreiningin á sykursýki var áður þekkt sykursýki samkvæmt spurningakveri eða fastandi glúkósa í bláaæða- sermi s 7,0 mmól/1, mælt í tvígang. Hluti einstak- linganna voru ógreindir (einkennalausir) fyrir ofangreinda kembileit (skimun). GAD mótefni var mælt hjá öllum SS2 sjúklingum sem tóku þátt í rannsókninni. Mœlingar ELISA mótefnamæling var notuð til að mæla styrk GADAb í plasma með aðferð frá Roche, Basel. Sviss. Niðurstöður eru í ng/ml og gildi lægri en 32 ng/ml voru lesin sem neikvæð. Næmi prófsins er 69% en sértækni 98%. Hitachi 912 efnagreiningar- tæki og hvarfefni frá Roche Diagnostics GmHb, Mannheim, Þýskalandi var notað til mælinga á fastandi blóðsykri og blóðfitum. Fastandi insúlín var mælt með ECL (electrochemiluminescence) mótefnamælingum, aðferð frá Roche Diagnostics GmHb, Mannheim, Þýskalandi. Skyldleiki í þessum hluta rannsóknarinnar var reiknaður út skyldleikastuðull (kinship coefficient) til að meta innbyrðis skyldleika einstaklinga (7). Þessi stuðull er skilgreindur sem líkurnar á því að ein samsæta (allele) sem valin er af handahófi frá tveimur einstaklingum komi frá sameiginlegum forföður. Þannig er skyldleikastuðullinn V4 fyrir systkini, fyrir þremenninga og svo framvegis. Skyldleikastuðullinn fyrir hóp er síðan fenginn með því að reikna út meðalskyldleikastuðul fyrir hvert einasta par sem hægt er að mynda innan hópsins. Skyldleikastuðullinn fyrir GADAb+ hóp- inn var fundinn (n=94) og borinn saman við meðalskyldleikastuðulinn fyrir fimm hundruð 94 manna slembiúrtök úr SS2 sjúklingahópnum. P- gildið (empirical one-sided p-value) var ákvarðað sem hlutfallslegur fjöldi þeirra slembiúrtaka þar sem skyldleikastuðullinn var jafn eða hærri en skyldleikastuðull GADAb+ hópsins. Tölfrœði og útreikningar Fyrir samfelldar breytur var reiknað meðaltal, staðalfrávik (standard deviation) og 95% öryggis- mörk (confidence interval; CI) eftir atvikum. Fyrir hlutföll voru reiknuð út 95% öryggismörk. Notað var Mann-Whitney U-próf við samanburð á meðal- tölum þar sem breyturnar voru ekki normaldreifð- 910 Læknablaðið 2005/91
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.