Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2005, Síða 27

Læknablaðið - 15.12.2005, Síða 27
FRÆÐIGREINAR / BULIMIA PRÓF Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins Sigurlaug María Jónsdóttir1 SÁLFRÆÐINGUIt Guðlaug Þorsteinsdóttir2 GEÐLÆKNIR Jakob Smári1 PRÓFESSOR í SÁLFRÆÐI ‘Sálfræðiskor Háskóla íslands, 2geðsvið Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Jakob Smári, sálfræðiskor Háskóla íslands, 101 Reykjavík. jakobsm@hi.is Lykilorð: Bulimia Test- Revised (BULIT-R), próf- frœðilegir eiginleikar, átrask- anir, sjálfsmatskvarði. Ágrip Tilgangur: Próffræðilegir eiginleikar íslensku út- gáfunnar af Bulimia Test-Revised (BULIT-R) spurningalistanum voru kannaðir. Bulimia Test- Revised er sjálfsmatskvarði fyrir einkenni átrösk- unar, einkum lotugræðgi. Efniviður og aðferðir: BulimiaTest-Revised listinn var lagður fyrir 66 sjúklinga á göngudeild geðsviðs. Sjúklingarnir voru annars vegar konur í meðferð vegna átraskana og hins vegar konur í meðferð vegna annarra geðraskana, aðallega þunglyndis og kvíða. Konurnar tóku þátt í rannsókninni af fúsum og frjálsum vilja. Auk Bulimia Test-Revised list- ans voru þrír aðrir spurningalistar lagðir fyrir, það er Eating Disorder Diagnostic Scale (EDDS) list- inn sem einnig metur einkenni átröskunar, áráttu- og þráhyggjukvarðinn Obsessive-Compulsive Inventory-Revised (OCI-R) og þunglyndisprófið Beck Depression Inventory-II (BDI-II). Þetta var gert til þess að kanna samleitni- og aðgreiningar- réttmæti Bulimia Test-Revised. Niðurstöður: í Ijós kom að innri áreiðanleiki Bulimia Test-Revised listans var góður eða 0,96 (Cronbachs alfa). Bulimia Test-Revised og Eating Disorder Diagnostic Scale sýndu hærri fylgni sín í milli en fylgni þessara mælitækja var við Obsessive-Compulsive Inventory-Revised og Beck Depression Inventory-II. Einnig kom í ljós að Bulimia Test-Revised greindi með viðunandi hætti á milli hóps sjúklinga með og án átraskana. Rannsóknin rennir stoðum undir réttmæti Bulimia Test-Revised listans. Ályktun: íslenska útgáfan af Bulimia Test-Revised listanum virðist vera áreiðanlegt og réttmætt mats- tæki fyrir átraskanir, einkum lotugræðgi. Hingað til hefur verið skortur á mælitækjum fyrir einkenni átraskana hér á landi og því ætti Bulimia Test- Revised sjálfsmatskvarðinn að hafa notagildi hér- lendis bæði í klínískri vinnu og rannsóknum. Inngangur Umfangsmiklar vísindarannsóknir hafa verið gerðar á átröskunum undanfarin 30 ár. Meginflokk- ar átraskana eru lystarstol (anorexia nervosa), lotugræðgi (bulimia nervosa) og önnur blönduð afbrigði tengd þeim (eating disorders not other- wise specified; EDNOS). Á íslandi hefur sjónum í ENGLISH SUMMARY Jónsdóttir SM, Þorsteinsdóttir G, Smári J Reliability and validity of the lcelandic version of the Bulimia Test-Revised (BULIT-R) Læknablaðið 2005; 91: 923-8 Objective: The psychometric properties of the lcelandic version of the Bulimia Test-Revised (BULIT- R) were investigated. The BULIT-R is a self-report instrument designed to assess a broad range of eating-disordered behaviour, particularly bulimic symptomatology. Material and methods: The BULIT-R was administered to 66 female patients receiving outpatient psychiatric treatment. Almost half of the patients (n=32) sought treatment for disturbed eating behaviours and 34 women were in treatment for depression or anxiety. In addition, three other self-report measures were administered to the women, the Eating Disorder Diagnostic Scale (EDDS), the Beck Depression Inventory-ll (BDI-II) and the Obsessive-Compulsive Inventory-Revised (OCI-R), in order to assess convergent and divergent validity. Results: The study estimated the reliability and construct validity of the BULIT-R. The internal reliability was high (Cronbach’s coefficient alpha = 0,96). The BULIT-R correlated highly with EDDS, a brief self-report measure for diagnosing anorexia nervosa, bulimia nervosa and binge eating disorder, and it correlated lower with BDI-II and OCI-R. The BULIT-R differentiated between patients with and without eating-disordered symptomatology. Conclusions: These results indicate that the lcelandic version of the BULIT-R is a reliable and valid measure to assess eating disordered behaviour, particularly bulimic behaviour among female outpatients. Key words: Bulimia Test-Revised (BULIT-R), psychometric properties, eating disorders. Correspondance: Jakob Smári, jakobsm@hi.is síauknum mæli verið beint að þessurn röskunum, en nauðsy nlegt er að læknar og heilbrigðisstarfsfólk geti greint þær og þekki til aðaleinkenna þeirra. Ótal mælitæki, spurningalistar og greiningarviðtöl hafa verið sett saman erlendis til að hjálpa til við greiningu á átröskunum, meta alvarleika þeirra eða persónuleikaþætti tengda þeim. Slík mælitæki eru mörg hver einföld og auðveld í notkun og má nota þau jafnt á sjúkrastofnunum sem og í heilsugæslu Læknablaðið 2005/91 923
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.