Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2005, Side 39

Læknablaðið - 15.12.2005, Side 39
UMRÆÐA & FRÉTTIR / STJÓRNMÁL Skipulag borga ræður miklu um heilbrigði íbúanna - Rætt við Dag B. Eggertsson lækni og formann skipulagsráðs Reykjavíkurborgar um samband læknisfræði og skipulagsmála Næsta vor verður kosið til sveitarstjórna hér á landi og sér þess nú þegar stað í prófkjörum og vaxandi hita í umræðum um þau málefni sem heyra undir sveitarstjórnarstigið. Einn þeirra mála- flokka sem það á við um eru skipulagsmál og svo vill til að formaður skipulagsráðs stærsta sveitar- félagsins er læknir. Dagur B. Eggertsson hefur verið töluvert í sviðsljósinu að undanförnu vegna umræðna um skipulag höfuðborgarinnar í nútíð og framtíð en hann hefur einnig velt fyrir sér sögu skipulagsmála og tengslum þeirra við heilbrigð- ismál. Læknablaðið ræddi við hann um samband heilbrigði og borgarskipulags á dögunum. „Það má segja að upphaf skipulagsmála hafi tengst heilbrigðismálum því fyrstu inngrip stjórn- valda í það hvernig menn byggja og búa má með- al annars rekja til heilbrigðissjónarmiða. Helstu menningarþjóðir fornaldar veittu vatni inn og skólpi út og Rómverjar bættu baðmenningunni við. í borgum sem voru byggðar þétt til að loka sig af gegn utanaðkomandi óvinum innan borgar- múranna urðu mannskæðir eldsvoðar tíðir. Brun- ar höfðu oft úrslitaáhrif á að strangari reglur um hús og byggingar voru settar eða komið á þar sem engar voru fyrir. Jafnvel saga Reykjavíkur geymir glögg dæmi um þetta. Við Laugaveginn voru til dæmis bönnuð timburhús eftir brunann mikla 1915. Heilbrigðissjónarmið höfðu þó lík- lega róttækust áhrif með skipulagsákvörðunum sem miðuðu að því að hefta útbreiðslu farsótta í kjölfar iðnbyltingar. Hún leiddi til þess að fólk flutti til borganna til að vinna í verksmiðjunum. Þar bjó það þétt og þröngt með mikla ómegð og iðnaðarborgirnar urðu gjarnan að pestarbælum," segir Dagur. Guðmundur Hannesson var brautryðjandi „Hér á landi var raunar einn fyrsti og framsækn- asti hugsuðurinn á sviði skipulagsmála læknir. Guðmundur Hannesson var höfundur fyrstu skipulagslaganna og virðist hafa verið afburðavel heima í alþjóðlegri skipulagsumræðu sinnar tíðar. Hann tilheyrði aldamótakynslóðinni og var einn af Guðmundunum en þeir voru framsæknir læknar á svipuðu reki. Guðmundur skrifaði að segja má fyrsta veigamikla ritið á íslensku um skipulagsmál. Það hét Um skipulag bœja og var dreift í þús- undum eintaka sem fylgiriti með Árbók Háskóla íslands árið 1916. Skipulagslöggjöfin sem hann samdi var sett nokkrum árum seinna og hann átti sæti í fyrstu skipulagsnefnd ríkisins. Meginhugsun Guðmundar var sú að loft og ljós ættu að vera leiðarljós í heilbrigðu skipulagi og hinu byggða umhverfi. Hann skar upp herör gegn kofabyggingum í bæjum og borgum og vildi að byggð væri tveggja til þriggja hæða rand- byggð með útigarði inni á milli, svipað og sjá má við Eiríksgötu og í verkamannabústöðunum við Ásvallagötu svo dæmi séu tekin. Hann rannsakaði sólarhæð á íslandi og vildi að tekið væri tillit til hennar við hönnun húsa. Þessar hugmyndir eru enn í góðu gildi því ætli við séum ekki ein af fáum Dagur B. Eggertsson lœknir, borgarfulltrúi og formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Þröstur Haraldsson Læknablaðið 2005/91 935

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.