Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2005, Side 45

Læknablaðið - 15.12.2005, Side 45
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS OG SVAR þegar ekki er notuð rétt aðferð við úrvinnslu. Læknablaðið hefur hækkað birtingarþröskuld greina síðan þessi grein birtist. Ekki hafa borist fregnir af hliðstæðum umbótaaðgerðum í til dæmis læknadeild eða í yfirstjórn LSH. Lokaorð Höfundar framangreindrar Don Kíkóta-greinar eru hvattir til að tjá sig frekar um rannsóknir sínar í „scientometrics“, en almennt væri mönnum ráð- legra að leita eftir ráðgjöf fagmanna í tölfræði um þessar erfiðu kannanir áður en þeir birta ályktanir í tímaritum eða dagblöðum. I þremur tilvitnuðum greinum og athugasemdum (1, 6, 7) hefur þeim ekki tekist að bregða neinu ljósi á íslenska rann- sóknarstarfsemi undanfarinna ára, hvorki raun- verulegt ástand hennar, árangur eða horfur, hvað þá tengsl þessara þátta við viðleitni og markmið. Getur það verið góður mælikvarði á rannsókna- starfsemi á Islandi að nota til þess greinar þar sem einn höfundur af 10 eða 100 er skráður við stofnun hér á landi? Talnaleikur höfunda með illa skýrðar tölur úr ISI gagnabankanum er villandi og hættu- legur vísindavinnu og kennslu á LSH vegna þess að skilningur á iðkun þeirra og eðli hefur breyst í öfugu hlutfalli við aukin pólitísk afskipti. Fjöldi tilvitnana í jarðfræðigreinar þar sem ísland er nefnt (1) hjálpar ekki málstað höfunda enda ólíku saman jafnað. Heimildir 1. Þjóðleifsson B, Sveinbjörnsdóttir S. Er Don Kíkóti uppvakinn á íslandi? Læknablaðið 2005; 91: 865-9. 2. Kjeld M. „Vísindi á vordögum“. Læknablaðið 2005; 91: 766-9. 3. Pedersen Tr, Kjekshus J, Berg K, et al. Randomized trial of cholesterol lowering in 4444 patients with coronary-heart- disease - The Scandinavian Simvastatin Survival Study (4s). Lancet 1994; 344:1383-9. (376 höfundar frá 5 löndum; 15. sept. 05,4089 tilvitnanir). 4. Ford D, Easton DF, Bishop DT, Narod SA, Goldgar DE. Risks of cancer in BRCAl-mutation carriers. Breast Cancer Linkage Consortium. Lancet 1994; 343: 692-5. (38 höfundar; 15. sept. 05,784 tilvitnanir). 5. Wooster R, Bignell G, Lancaster J, Swift S, Seal S, Mangion J, et al. Identification of the breast cancer susceptibility gene BRCA2. Nature 1995; 378: 789-92. (41 höfundur; 15. sept. 05, 1136 tilvitnanir). 6. Sveinbjömsdóttir S, Guðnadóttir AS, Þjóðleifsson B. Vísinda- störf á Landspítala. Alþjóðlegur og íslenskur samanburður. Læknablaðið 2004; 90: 839-45. 7. Sveinbjörnsdóttir S, Guðnadóttir AS, Þjóðleifsson B. Svar við athugasemd Arnar Ólafssonar. Læknablaðið 2005; 91:183. 8. Ólafsson Ö. Tvær athugasemdir vegna greinarinnar „Vísinda- störf á Landspítala“ í desemberhefti Læknablaðsins 2004. Læknablaðið 2005; 91:182-3. Rökræða eða stílæfingar? Rökræða? I þessu tölublaði Læknablaðsins svarar Matthías Kjeld grein okkar úr seinasta blaði (1), sem var aftur andsvar við grein Matthíasar úr fyrra blaði (2). Hann ber sig illa yfir skorti á rökræðu og finnst okkur það nokkuð skondið þar sem öllum aðalat- riðum sem hann fann að í upphaflegri grein okkar var svarað málefnalega og „röksemdir“ hans hrakt- ar. Hann ber sig einnig illa yfir „fúkyrðum" sem hann telur að við höfum beitt en ekkert slíkt kom fyrir í svari okkar. Matthías setti hins vegar sjálfur stíl og reglur um þessa ritdeilu í grein sinni þar sem hann fór á flengreið yfir ritvöllinn. Pað skyldi þó aldrei vera að honum líkaði ekki þegar svipuð- um aðferðum er beitt á hann sjálfan? í nýju svari Matthíasar hefur flengreiðinni reyndar heldur linnt en hann hefur þá líka tapað skop- skyninu. Fyrsti kaflinn í svari Matthíasar ber fyr- irsögnina rökræða? Við höfum sjálf þessar sömu efasemdir. Okkur líður eins og kennara með Sigurlaug tregan nemanda í stíl- Sveinbjörnsdóttir Bjarni Þjóðleifsson Læknablaðid 2005/91 941

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.