Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2005, Page 48

Læknablaðið - 15.12.2005, Page 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Um fyrstu íslensku konurnar í læknastétt III. Sigríður Geirsdóttir Kristjánsson/Sigga Christiansson Houston, MD Winnipeg 1925. Fyrsti íslenski kvenlæknirinn í Kanada og fimmta íslenska kona í læknastétt Margrét Georgsdóttir Höfundur er heimilislæknir og formaöur Félags kvenna í læknastétt. Greinin er unnin upp úr fyrirlestri sem höfundur flutti á þingi norrænna áhugamanna um sögu læknisfræöinnar 11. ágúst síðastliðinn. Fyrsti hlutinn birtist í október- blaðinu og annar hlutinn í nóvember. Uppruni Sigríður, eða Sigga, eins og hún alltaf var kölluð, var fædd 28. júní 1893 í Kanada. Foreldrar hennar voru Geir Kristjánsson frá Hafnarfirði, fæddur 23. maí 1860, og kona hans Sesselja Rakel Sveinsdóttir frá Starrastöðum í Skagafirði, fædd 12. ágúst 1857. Geir hafði starfað sem farandverkamaður og smiður á Islandi og kynntist Sesselju í foreldrahús- um á Starrastöðum, 15 km sunnan við Varmahlíð. Honum leist vel á hana og fór þangað aftur ári síðar til að hitta hana og frétti að hún væri flutt til Vesturheims. Hann seldi þá allt sem hann átti og dreif sig þegar á eftir henni, og átti 25 cent eftir af ferðasjóðnum við komuna til Winnipeg. Honum var vel tekið meðal landa sinna og fann fljótt Sesselju sem vann sem þerna á Hótel Pembina við Rauðá sunnan borgarinnar. Þau giftust, settust að í Grand Forks og eignuðust son 1892, og síðan þrjár dætur 1893-8 og var Sigga elst þeirra. Geir hafði nóga vinnu á sumrin, en litla vinnu og stopula á veturna þegar smíðar lágu niðri. Tímakaupið var 25 cent á tímann og dugði ekki til framfærslu fjöl- skyldunnar. Þau fluttu því til Saskatchewan og fengu land og hófu búskap. Búskapurinn var erf- iður, rækta þurfti landið og byggja allan húsakost. Jörðin þarna er ekki frjósöm, sækja þurfti drykkj- arvatn 5 mílur og við til smíða 12 rnílur. Geir kunni ekki mikið til verka í búskap en fékk fljótt verkefni við smíðar, ineðal annars að byggja skólann fyrir byggðina. Námsferill Sigga var ekki sátt við dvölina í sveitinni því þarna var enginn skóli fyrstu tvö árin, en síðar komst hún í skóla og lauk 7.-8. bekk í Nýja Fjallaskólanum. En hún vildi læra meira. Grannkona útvegaði henni vinnu við að sjá um máltíðir fyrir starfsfólk The Bardal Funeral Parlour í Winnipeg, en þar eru miklir vetrarkuldar og hún þurfti að eignast vetr- arkápu sem kostaði 10 dali til að geta farið þang- að til að ljúka 9. bekk og engir peningar voru til heima. Móðurbróðir hennar Gísli sem var búsettur í Gimli frétti af þessu vandamáli og sendi henni 10 dali og hún fór til Winnipeg. Hún vann þar með námi, lauk high school og fór síðan á Kennaraskóla (Neutral school eða Teachers collage) í Saskatoon og lauk námi 1914. Hún kenndi síðan í þrjú fjögur Dr. Sigga Houston. Myndin er tekin á Fort Wayne í Indiana, líklega árið 1926. ár í sveitahéruðum nálægt Wynyard og Bruno og lagði nánast öll launin sín fyrir og safnaði þannig peningum til að kosta sig til frekara náms. Sigga komst í nám í læknisfræði í University of Manitoba í Winnipeg og bjó hjá Jónasi Thorvardsson, á 768 Viktor Street sem var nálægt skólanum. Hún var fyrst eitt ár í pre-med námi og var í hópi 13 kvenna þar sem tókst að komast áfram. Tíu af þeim útskrifuðust saman ásamt 45 piltum og það hlutfall kvenna varð ekki slegið fyrr en 45 árum síðar. A hverju vori þegar skóla lauk fór hún heim með the Great West Express og kenndi í sveitinni sinni fram á haust til að afla fjár til að sjá fyrir sér og tókst að koma mörgum nemenda sinna í gegnum árs grunnskólanám á fimm mánuðum sem þótti mjög gott. Sumarið 1924 vann hún um fimm mánaða skeið á Qu Appaelle heilsuhælinu undir stjórn dr. RG Ferguson, og skrifaði þar merka grein: The Weyburn Survey of the Health of Children and the Revalence of Tuberculosis sem aflaði henni styrks til að kosta sig síðasta náms- árið og var vinna hennar þarna metin sem hluti af kandídatsári. A námsárum sínum kynntist hún öllum helstu íslensku læknunum í Winnipeg sem margir voru kennarar hennar. Hún útskrifaðist 944 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.