Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 48

Læknablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 48
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Um fyrstu íslensku konurnar í læknastétt III. Sigríður Geirsdóttir Kristjánsson/Sigga Christiansson Houston, MD Winnipeg 1925. Fyrsti íslenski kvenlæknirinn í Kanada og fimmta íslenska kona í læknastétt Margrét Georgsdóttir Höfundur er heimilislæknir og formaöur Félags kvenna í læknastétt. Greinin er unnin upp úr fyrirlestri sem höfundur flutti á þingi norrænna áhugamanna um sögu læknisfræöinnar 11. ágúst síðastliðinn. Fyrsti hlutinn birtist í október- blaðinu og annar hlutinn í nóvember. Uppruni Sigríður, eða Sigga, eins og hún alltaf var kölluð, var fædd 28. júní 1893 í Kanada. Foreldrar hennar voru Geir Kristjánsson frá Hafnarfirði, fæddur 23. maí 1860, og kona hans Sesselja Rakel Sveinsdóttir frá Starrastöðum í Skagafirði, fædd 12. ágúst 1857. Geir hafði starfað sem farandverkamaður og smiður á Islandi og kynntist Sesselju í foreldrahús- um á Starrastöðum, 15 km sunnan við Varmahlíð. Honum leist vel á hana og fór þangað aftur ári síðar til að hitta hana og frétti að hún væri flutt til Vesturheims. Hann seldi þá allt sem hann átti og dreif sig þegar á eftir henni, og átti 25 cent eftir af ferðasjóðnum við komuna til Winnipeg. Honum var vel tekið meðal landa sinna og fann fljótt Sesselju sem vann sem þerna á Hótel Pembina við Rauðá sunnan borgarinnar. Þau giftust, settust að í Grand Forks og eignuðust son 1892, og síðan þrjár dætur 1893-8 og var Sigga elst þeirra. Geir hafði nóga vinnu á sumrin, en litla vinnu og stopula á veturna þegar smíðar lágu niðri. Tímakaupið var 25 cent á tímann og dugði ekki til framfærslu fjöl- skyldunnar. Þau fluttu því til Saskatchewan og fengu land og hófu búskap. Búskapurinn var erf- iður, rækta þurfti landið og byggja allan húsakost. Jörðin þarna er ekki frjósöm, sækja þurfti drykkj- arvatn 5 mílur og við til smíða 12 rnílur. Geir kunni ekki mikið til verka í búskap en fékk fljótt verkefni við smíðar, ineðal annars að byggja skólann fyrir byggðina. Námsferill Sigga var ekki sátt við dvölina í sveitinni því þarna var enginn skóli fyrstu tvö árin, en síðar komst hún í skóla og lauk 7.-8. bekk í Nýja Fjallaskólanum. En hún vildi læra meira. Grannkona útvegaði henni vinnu við að sjá um máltíðir fyrir starfsfólk The Bardal Funeral Parlour í Winnipeg, en þar eru miklir vetrarkuldar og hún þurfti að eignast vetr- arkápu sem kostaði 10 dali til að geta farið þang- að til að ljúka 9. bekk og engir peningar voru til heima. Móðurbróðir hennar Gísli sem var búsettur í Gimli frétti af þessu vandamáli og sendi henni 10 dali og hún fór til Winnipeg. Hún vann þar með námi, lauk high school og fór síðan á Kennaraskóla (Neutral school eða Teachers collage) í Saskatoon og lauk námi 1914. Hún kenndi síðan í þrjú fjögur Dr. Sigga Houston. Myndin er tekin á Fort Wayne í Indiana, líklega árið 1926. ár í sveitahéruðum nálægt Wynyard og Bruno og lagði nánast öll launin sín fyrir og safnaði þannig peningum til að kosta sig til frekara náms. Sigga komst í nám í læknisfræði í University of Manitoba í Winnipeg og bjó hjá Jónasi Thorvardsson, á 768 Viktor Street sem var nálægt skólanum. Hún var fyrst eitt ár í pre-med námi og var í hópi 13 kvenna þar sem tókst að komast áfram. Tíu af þeim útskrifuðust saman ásamt 45 piltum og það hlutfall kvenna varð ekki slegið fyrr en 45 árum síðar. A hverju vori þegar skóla lauk fór hún heim með the Great West Express og kenndi í sveitinni sinni fram á haust til að afla fjár til að sjá fyrir sér og tókst að koma mörgum nemenda sinna í gegnum árs grunnskólanám á fimm mánuðum sem þótti mjög gott. Sumarið 1924 vann hún um fimm mánaða skeið á Qu Appaelle heilsuhælinu undir stjórn dr. RG Ferguson, og skrifaði þar merka grein: The Weyburn Survey of the Health of Children and the Revalence of Tuberculosis sem aflaði henni styrks til að kosta sig síðasta náms- árið og var vinna hennar þarna metin sem hluti af kandídatsári. A námsárum sínum kynntist hún öllum helstu íslensku læknunum í Winnipeg sem margir voru kennarar hennar. Hún útskrifaðist 944 Læknablaðið 2005/91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.