Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2005, Side 57

Læknablaðið - 15.12.2005, Side 57
UMRÆÐA & FRÉTTIR / HUGÐAREFNI Námahvammur og Brennisteinsfjöll Á árunum 1981-1983 fór ég að sumarlagi ásamt félaga mínum, Ottari Kjartanssyni kerfisfræð- ingi, nokkrar ferðir í Námahvamminn norðan og austan Brennisteinsfjalla og í sjálfar námurnar sem eru í hrauninu sunnan við hvamminn. Þar hafði þá síðast verið unninn brennisteinn með ærnu erfiði um hundrað árum áður og hann verið fluttur með ekki minna erfiði á hestum til Hafnarfjarðar. Þar er um Kerlingarskarð að fara og ógreiðfært með hesta. Kerlingarskarð er um 475 m yfir sjó og þar getur rekið á með þoku nær fyrirvaralaust. Myndin hér fyrir neðan er tekin í þokusudda við Kerlingarpoll, lítið vatnsstæði ofan Kerlingarskarðs. I Námahvamminum og í námun- um eru mannvirkjaleifar sem kanna þarf nánar. Við birtum um þessar ferðir ítarlega grein (8). Ég get að lokum ekki látið hjá líða að minnast á Ferð að Fjallabaki (9), ekki síst vegna upplýsinga sem þar eru og geta komið óvönum ferðamönnum að notum. Þakkir Óttar Kjartansson kerfisfræðingur gerði tölvu- myndir og eru honum færðar þakkir fyrir. Heimildir t. Jóhannessoní’.KjartanssonÓ.ElliðavatnsheiðiogHólmar.fjór- ar leiðir í Gjáarrétt, Elliðavatnshringur, suður fyrir Elliðavatn, úr Glaðheimum í Mygludali. í: Áfangar. Ferðahandbók hesta- manna. Safnrit ferðanefndar Landssambands hestamannafé- laga. Reykjavík 1986:183-272. 2. Þórðarson ÞH. Theódórs Á, Jóhannesson Þ. Magaspeglun hrossa. Eiðfaxi 1993; 4: 42-4. 3. Ásmundsson T, Jóhannesson Þ, Gunnarsson E. Öndunartíðni hrossa. Eiðfaxi 1981; 9:14-5. 4. Kristinsson J, Thordarson TH, Jóhannesson T. Pharmacokine- tics of lidocaine in Icelandic horses after infiltration anaest- hesia. Veterinary Rec 1996; 138:111-2. 5. Kjartansson Ó. Hestaferð um Strandir 1977. I: Gustur í Glað- heimum. Hestamannafélagið Gustur í Kópavogi 1965-2000. Útg. Kjartansson Ó, Sigurðsson B, Halldórsson K. Hesta- mannafélagið Gustur, Kópavogi 2000: 93-6. 6. Jóhannesson Þ. Fornar frægðarreiðir. Ferðir Flosa á Þríhym- ingshálsa og í fjallið Þríhyrning eftir Njálsbrennu. Goðasteinn. Héraðsrit Rangæinga 1997; 33 (8.árg. nýs flokks): 170-87. 7. Friðjónsson JÁ. Af beislabátum og unnarjónum. Járning hesta og samgöngubylting á miðöldum. Saga 2005; XLIII: 1:43-80. 8. Jóhannesson Þ, Kjartansson Ó. Landnám Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess. Félagið Ingólfur gaf út. 1985; 2:7-35. 9. Kjartansson Ó, Jóhannesson Þ. Ferð að Fjallabaki. Hesturinn okkar 1982; 1:19-30. Gangvari (1977-2001) var keyptur 1981 og hafður til reiðar í ein 19 ár. Hann var kostamikill og glœsilegur reiðhestur. í móðurœtt var Gangvari œttaðurfrá Kirkjubœ og hann var son- arsonur Núpakots-Blesa. Myndin er afmálverki í eigu RLE HÍ sem gert var eftir Ijósmynd og tekin var við sumarbústaðinn í Litla-Odda sumarið 1993. (Ljósm.: Þorkell Þorkelsson.) Myndin er tekin við Kerlingarpoll ofan Grindaskarða á heim- leið á hestum úr Náma- hvamminum norðan og austan við brennisteins- námurnar. Kerlingarpollur er lítið vatnsstæði með graskraga í kring og kjör- inn áningarstaður á þessari berangursleið. Höfundur erfyrir miðri mynd, en Kári Sigurjónsson, fylgd- armaður okkar Óttars, er til hœgri. (Ljósm.: Óttar Kjartansson.) Læknablaðið 2005/91 953

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.