Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2005, Side 60

Læknablaðið - 15.12.2005, Side 60
UMRÆÐA & FRÉTTIR / CODEX ETHICUS Codex Ethicus Samþykktur á aðalfundi Læknafélags íslands 1. október 2005 Á aðalfundi LÍ dag- ana 30. september og 1. október 2005 voru samþykktar talsverðar breytingar á siðareglum lækna - Codex Ethicus. Þær eru því birtar hér í heild sinni með áorðnum breyting- um. Læknafclag íslands setur félagsniönnuni siöarcgl- ur, Codex Ethicus - reglur um góða læknishætti sem reistar eru á Alþjóðasiðareglum lækna. Codex Ethicus er ætlaður öllum læknum sem starfa á Islandi til leiðbeiningar og stuðnings í daglegu starfi. Með samþykki þcirra staðfesta læknar að - hlutverk þeirra er verndun heilbrigðis og bar- átta gegn sjúkdómum, - starfi þeirra fylgi ábyrgð gagnvart einstakling- um og samfélagi, - þeir geta því aðeins vænst trausts, að þeir geri sér far um að uppfylla þær siðferðilegu kröfur sem læknisstarfinu fylgja. Meginreglur I. Hafið velferð sjúklings og samfélags að leið- arljósi. II. Virðið læknisstarfið og sýnið ábyrgð í starfi. III. Sýnið sjúklingum virðingu og varðveitið upp- lýsingar um heilsufar þeirra og önnur einka- málefni. IV. Fræðið og fræðist af öðrum. V. Þekkið eigin takmarkanir og hæfni annarra. VI. Sýnið vammleysi í líferni og starfi. VII. Virðið hefðir og sjálfstæði stéttarinnar. I. Almenn ákvæði um góða læknishætti l.gr. Lækni ber að virða mannslíf og mannhelgi. Læknir skal leitast við að hjálpa heilbrigðum til að varð- veita heilsu sína og sjúkum til að öðlast heilbrigði að nýju. Læknir skal rækja starf sitt af vandvirkni og samviskusemi án tillits til eigin hagsmuna, per- sónulegra skoðana, stjórnmála, þjóðernis, trúar- bragða, kynþátta, kynferðis, kynhneigðar eða ann- arra utanaðkomandi áhrifa. Læknir skal í starfi sínu vinna samkvæmt sann- færingu sinni. Hann skal standa vörð um sjálfstæði læknastéttarinnar. Honum er ósæmandi að takast á hendur nokkra sýslu er skerðir sjálfstæði hans sem læknis og gæta heiðurs læknisstéttarinnar jafnt í læknisstörfum sínum sem öðrum athöfnum. 2. gr. Lækni ber að viðhalda þekkingu sinni og endur- nýja hana og leitast við að fullnægja þeim kröfum, sem gerðar eru til starfa lækna á hverjum tíma. Lækni hlýðir í starfi sínu að fara sem minnst út fyrir það verksvið, sem menntun hans tekur til. 3. gr. Læknir skal líta á fræðslustarf sitt sem sjálfsagða skyldu. Læknir skal kosta kapps um að miðla þekkingu sinni sem víðast til lækna og læknanema, til annarra heilbrigðisstétta og til almennings. 4. gr. Það er meginregla að lækni er frjálst að hlýða sam- visku sinni og sannfæringu. Hann getur, ef lög og úrskurðir bjóða ekki annað, synjað að framkvæma læknisverk, sem hann treystir sér ekki til að gera eða bera ábyrgð á eða hann telur ástæðulaust eða óþarft. Lækni er skylt að veita sjúklingi nauðsynlega læknishjálp í viðlögum, nema hann hafi fullvissað sig um, að hún sé veitt af öðrum. 5. gr. Lækni sæmir ekki að láta hagsmuni óviðkomandi sjúklingi hafa áhrif á ákvarðanir sínar, þegar hann veitir eða vísar á heilbrigðisþjónustu. Þegar læknir kemur fram eða tjáir sig, sem full- trúi félags, opinbers eða einkarekins fyrirtækis eða stofnunar, skal hann gæta þess að getið sé á hvers vegum hann kemur fram. Lækni, sem fær vitneskju um aðstæður sem hann telur faglega óviðunandi, er skylt að gera grein fyrir þeim skoðunum sínum. 6. gr. Læknir skal við rannsóknir, ráðleggingar og með- ferð byggja á fræðilegum niðurstöðum og/eða við- urkenndri reynslu. Læknir skal við vísindarannsóknir gæta að velferð og hagsmunum einstakra sjúklinga og sjálfboðaliða, sem ætíð vega þyngra en hagsmunir vísinda og samfélags. I þessu efni gilda ákvæði Helsinkiyfirlýsingar Alþjóðafélags lækna frá 2000. Læknir sem tekur þátt í vísindarannsókn skal gæta þess að allar rannsóknarniðurstöður, sem hafa þýðingu fyrir sjúkdómsgreiningu, meðferð og forvarnir, verði réttilega birtar. Læknir skal gæta 956 Læknablaðið 2005/91

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.