Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 69

Læknablaðið - 15.12.2005, Qupperneq 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 64 Af illa áttuðu fólki og leiðarlokum Gulur að austan í fjölþjóðasamfélagi nútímans kom Kínverji á bráðamóttöku háskólasjúkrahússins ásamt eigin- konu sinni. Maðurinn kvartaði undan kviðverkjum og þvagið var dökkt á litinn. Aðstoðarlæknirinn á vakt sneri sér að eiginkonunni og spurði: „Hefur þú tekið eftir því að eiginmaður þinn er orðinn gulur?“ Konan horfði undrandi á lækninn og svaraði: „Maðurinn minn alltaf gulur, maðurinn minn Kínverji." Illa áttuð Eldri kona á bráðamóttökunni hrópaði: „Þjónustustúlka, þjónustustúlka, þetta er hræði- legt hótel." „Jóhanna mín, slakaðu á, þú ert á spítala.“ „Af hverju er ég á spítala?" „Þú dast og lærbrotnaðir.“ „Datt ég á hótelinu?" „Nei, þú dast heima hjá þér.“ „Bíddu nú við, ef ég hef dottið og lærbrotnað ætti ég þá ekki að vera á spítala?“ Góð jól Svæfingalæknir nokkur þótti einstaklega natinn við börn og lagði sig allan fram til að ná góðu sam- bandi við þau áður en hann svæfði þau. Hann spurði sjö ára gutta sem var að fara í kvið- slitsaðgerð á aðventunni hvort hann hlakkaði ekki til jólanna. „Jú, alveg svakalega," sagði strákurinn, „þetta verða bestu jólin í ár.“ Hreinsa með alkóhóli Jónína sem var þekkt fyrir það á sínum yngri árum að vera mikil gleðimanneskja var komin á fertugs- aldurinn þegar hún eignaðist fyrsta barn sitt. Hún fékk að fara heim sama dag og barnið fæddist enda hafði allt gengið eins og í sögu. í fyrstu heimsókn hjúkrunarfræðings í ungbarnaeftirlitinu heim til Jónínu eftir barnsburðinn var farið yfir nokkur lykilatriði eins og það að hreinsa naflann. „Það er best að nota alkóhól þegar maður hreinsar nafl- ann, svona þrisvar til fjórum sinnum á dag,“ sagði hj úkrunarfræðingurinn. „Er þá ekki í lagi að maður noti bara smá sherrý?" spurði mamman. Raki í lofti Kona um sextugt sem taldi sig hafa verið „við- kvæma í lungunum“ um árabil hafði notað rakatæki heima hjá sér í fjölda ára. Konan var gallhörð á því að rakatækið hefði ekki haft „nein heilsubætandi áhrif“ eins og hún orðaði það. I einni af mörgum heimsóknum hennar til læknisins þegar það barst í tal hve mikilvægt væri að vatnið í rakatækinu væri ávallt sem hreinast hváði konan: „Bíddu, á að vera vatn í tækinu?“ Gallið Læknir á vakt fékk símtal frá konu að kvöldi dags. „Eg er með sáran verk undir hægri rifjaboga og verkurinn liggur aftur í bak. Hvað heldur þú að þetta geti verið?“ spurði konan. „Hefur þú fundið fyrir ógleði eða kastað upp?“ spurði læknirinn. „Nei, hvorugt“ svaraði konan. Læknirinn gat þess að um nokkur atriði gæti verið að ræða og gallblaðran væri þar á meðal. Pá kom þögn í drykklanga stund áður en konan spurði: „Svona á skalanum frá einum til tíu, hversu alvarlegt er að vera með gallblöðru?“ Betra minni? Eldri kona kom til heimilislæknisins sem hún hafði trúað fyrir einkamálum sínum árum saman og bað hann urn að fara með sér í gegnum poka sem var fullur af náttúrulækningameðulum. „Hvers vegna er ég að taka ginkgo biloba?“ spurði konan. „Ætli það sé ekki til að bæta minnið þitt,“ sagði læknirinn. Konan fór þá að skellihlæja og lækn- irinn líka. Eftir dágóða spurði konan grafalvarleg: „Heldurðu að það sé eitthvað að hjálpa mér?“ Leiðarlok Og að lokum einn „ekki-brandari“. Broshornið leit dagsins Ijós á síðum Læknablaðsins í upphafi árs 2000 fyrir tilstilli Birnu Þórðardóttur, þáver- andi ritstjórnarfulltrúa. Ritstjórn Læknablaðsins hefur ákveðið að frá og með áramótum 2005- 2006 muni nokkrir fastir pistlar hverfa af síðum Læknablaðsins. Broshornið er í þeim flokki. Með- fylgjandi pistill er sá 64. í röðinni og um leið sá síðasti. Við leiðarlok þakkar undirritaður lesendum Læknablaðsins samfylgdina og óskar þeim og blaðinu alls hins besta. Hann á þá ósk heitasta að lesendur haldi bjartsýni sinni og jákvæðni þótt Broshornið kveðji. Bjarni Jónasson bjarni.jonasson@hg. is Bjarni er heimilislæknir í Garðabæ. Læknablaðið 2005/91 965
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.