Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.05.2007, Blaðsíða 24
FRÆÐIGREINAR / LOFTBRJÓST Tafla III. Tegund aðgerðar, aðgerðartími og legutími (sýndur er fjöldi aðgerða og % í sviga). Brjóstholsspeglun Opin aðgerð p-gildi n=134 n=100 Fleygskurður eingöngu 94 (70,1) 31 (31) <0,01 Fleygskurður og fleiðruerting 34 (25) 67 (67) <0,01 Aðrar aðgerðir 6 (4,5) 2(2) óm Aðgerðartími, meöaltal ± sf 64,8 ± 25,6 mín. 50,5 ± 28,3 mín. <0,001 miðgildi (bil) 60 min. (20-145) 40 mín. (15-165) - Legutími, miðgildi (bil) 3 dagar (1-34) 4 dagar (2-29) - óm = ómarktækt; sf=staöalfrávik; mín= =mínútur Tafla IV. Snemmkomnir fylgikvillar eftir skurðaðgerðir við loftbrjósti. Samanburður milli sjúklinga sem fóru í opna aðgerð og aðgerð með brjósholssjá (sýndur er fjöldi aðgerða og % í sviga). Brjóstholsspeglun n=134 Opin aðgerð n=100 p-gildi Viðvarandi loftleki* 14 (10,4) 2(2) 0,04 Blaeðing** 4(3) 2(2) óm Fleiöruholsígerö 1(0,7) 0(0) óm Húðsýking 2 (1,5) 0(0) óm Horners heilkenni 1(0,7) 0(0) óm Lifrarbólga (toxic hepatitis) 0(0) 1(1) óm Skurðdauði 0(0) 0(0) óm *þar af þrlr sjúklingar sem fðru í enduraðgerö **þar af fimm sjúklingar sem fóru í enduraögeró óm = ómarktækt Ábendingar fyrir aðgerð voru mjög sambæri- legar fyrir báða aðgerðarhópa, og voru það annað hvort fyrsta loftbrjóst eða fyrsta endurtekið loft- brjóst sem sáust í rúmlega 2/3 tilfella í báðum hópum (tafla II). Tegund aðgerðar, aðgerðartími og legutími eru sýnd í töflu III. í flestum brjóstholsspeglunum var eingöngu gerður fleygskurður, eða í 70,1% tilfella, en í opnu aðgerðunum var samsetning af fleygskurði og fleiðruertingu algengust (67%) (p<0,001). Opnu aðgerðirnar tóku skemmri tíma en speglunaraðgerðirnar og munaði 20 mínútum á miðgildi (40 mínútur samanborið við 60 mínútur) og 13,1 mínútum á meðalaðgerðartíma (p<0,001). Legutími var styttri eftir brjóstholsspeglun en opna aðgerð, eða þrír dagar samanborið við fjóra daga (miðgildi). Rúmur meirihluti (60,4 %) sjúk- linga sem gengust undir brjóstholsspeglun fóru heim innan þriggja daga frá aðgerð en 40% eftir opna aðgerð. Algengustu snemmkomnu fylgikvillarnir voru viðvarandi loftleki (n=16) og blæðingar (n=6) (tafla IV). Einn sjúklingur fékk Horner’s heilkenni vegna skaða á taug við brjóstholsspeglun þar sem gerð var fleiðruerting. ígerð í fleiðruholi greind- ist hjá einum sjúklingi og annar fékk lifrarbólgu (toxic hepatitis) sem rakin var til ísóflúran svæf- ingar. Nokkrir sjúklinganna fengu fleiri en einn fylgikvilla. Alls þurftu fimm sjúklingar að fara í enduraðgerð vegna blæðinga og þrír vegna við- varandi loftleka. Hjá síðarnefnda hópnum fund- ust blöðrur og/eða loftleki sem ekki hafði greinst við fyrstu aðgerð. Enginn lést eftir aðgerðirnar (skurðdauði < 30 daga: 0%). Ekki var marktækur munur á öðrum snemm- komnum fylgikvillum en viðvarandi loftleka, sem var algengari eftir brjóstholsspeglun en opna aðgerð. Alls greindust 14 sjúklingar (10,4%) með viðvarandi loftleka eftir brjóstholsspeglun sam- anborið við tvo (2%) eftir opna aðgerð (p=0,04). Tíðni síðkomins endurtekins loftbrjósts var sömuleiðis hærri eftir brjóstholsspeglanir, eða tíu (7,5%) á móti þremur (3%) eftir opna aðgerð (p=0,004). Samtals voru enduraðgerðir vegna viðvarandi loftleka og endurtekins loftbrjósts því 13 lalsins eftir brjóstholsaðgerð (9,7%) og 3 (3%) eftir opnu aðgerðirnar (p=0,004).Tíðni end- uraðgerða vegna blæðinga var sambærileg eða 2% fyrir báða hópa. Þrettán sjúklingar fóru í enduraðgerð vegna síðkomins endurtekins loftbrjósts, að meðaltali 13,2 ± 15 mánuðum (bil 1-47 mánuðir) frá upp- haflegu aðgerðinni. I töflu V má sjá upplýsing- ar um sjúklingana, tegund fyrstu aðgerðar og hvernig enduraðgerð var gerð. Þessir sjúklingar voru marktækt yngri með meðalaldur 23,3 ± 5,8 ára í stað 28,7 ± 12,3 ára fyrir hópinn í heild (p=0,008). Flestir sjúklinganna fóru upphaflega í brjóstholsspeglun (76,9%) og var einungis gerður fleygskurður hjá níu þeirra (69,2%). Sjö (53,8%) enduraðgerðanna fólu í sér bæði fleygskurð og fleiðruertingu. Tíu af 13 enduraðgerðum voru opnar aðgerðir. Samanburður á þremur fimm ára tímabilum sýndi að ekki var marktækur munur á fjölda aðgerða á milli tímabila. Kynjahlutfall, tegund og staðsetning loftbrjósts voru sambærileg milli ára en meðalaldur við aðgerð var aðeins hærri á síð- asta tímabilinu, eða 29,7 ár miðað við 28,2 ár á fyrstu tveim tímabilum. Þessi munur var þó ekki marktækur. Fjöldi brjóstholsspeglana minnkaði milli tímabila, eða úr 58 (65,2%) á fyrsta tímabili niður í 32 (42,7%) á síðasta tímabilinu (p=0,008). Aðgerðum sem fólu eingöngu f sér fleygskurð fækkaði einnig frá fyrsta tímabili úr 52 (58,4%) í 37 (49,3%) á síðasta tímabili. Að sama skapi fjölgaði aðgerðum þar sem bæði fleygskurður og fleiðruerting voru framkvæmd í sömu aðgerð. Þessi rnunur var ekki marktækur. Aðgerðartími styttist frá fyrsta til síðasta tímabils, úr 63 mínútum í 45 mínútur (miðgildi), munurinn var þó ekki marktækur. Legutími breyttist ekki marktækt milli tímabila. 408 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.