Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2007, Qupperneq 32

Læknablaðið - 15.05.2007, Qupperneq 32
YFIRLITSGREIN / LOFTBRJÓST Tafla 1. Klínísk skipting loftbrjósts. Sjálfkrafa loftbrjóst „Prímert loftbrjóst“ - án undirliggjandi lungnasjúkdóms „Sekúndert loftbrjóst“ - undirliggjandi lungnasjúkdómur fyrir hendi Tíðaloftbrjóst - kemur endurtekiö í tengslum viö tíöir Áverkaloftbrjóst Beinn áverki á brjósthol (til dæmis rifbrot) Sljór (blunt) brjóstholsáverki (sem veldur rofi á lungnablöðrum) Af læknisvöldum Greinist eftir læknisaðgeröir, til dæmis sýnatöku frá lunga eöa berkju, fleiðrusýnatöku og brjóstholsástungu Tafla II. Lungnasjúkdómar sem geta verió undirrót sjáifkrafa loftbrjósts. Loftvega • og lungnasýkingar Langvinn lungnateppa Lungnaþemba Astmi Slímseigjukvilli (cystic fibrosis) Sjúkdómur í millifrumuvef lungna Lungnahersli (pulmonary fibrosis) Sarklíki (sarcoidosis) Smitsjúkdómar Berklar Bakteríusýking Pneumocystis carinii sýking Sníkjudýrasýking Sveppasýking Alnæmi Æxlisvöxtur Lungnakrabbamein Meinvörp (til dæmis eitilfrumusarkmein eöa sarkmein) Tíöaloftbrjóst (legslímuflakk) Aörir sjúkdómar Marfans heilkenni Ehlers-Danlos heilkenni Histiocytosis X Herslishúð (scleroderma) brjósts er aukin í nánast öllum lungnasjúkdómum. Rof verður á yfirborði lunga og loft berst út í fleiðruhol. Lungnaþemba og krónískt berkjukvef eru algengustu sjúkdómarnir (9) en hlutfall loft- brjóstssjúklinga með þessa lungnasjúkdóma er yfirleitt á bilinu 10-40% (10-12). Þessi tegund loftbrjósts getur verið lífshættuleg þar sem þessir sjúklingar eru oft eldri og hafa skerta lungna- starfsemi (13, 14). Er dánarhlutfall þeirra allt að fjórfalt hærra en hjá sjúklingum með loftbrjóst án undirliggjandi lungnasjúkdóms (15). Aðrir og sjaldgæfari lungnasjúkdómar sem valdið geta sjálf- krafa loftbrjósti eru meðal annars histiocytosis X (Langerhans cell granulomatosis) (16) og lymph- angioleiomyomatosis (17). Mun algengara er þó að sjúklingar með sjálf- krafa loftbrjóst hafi ekki greinst með lungnasjúk- dóm (primary spontaneous pneumothorax, PSP). 416 Læknabi.aðið 2007/93 Ástæða loftbrjósts er þá rof á smáum blöðrum sem staðsettar eru undir fleiðru lungans (sub- pleural blebs). Blöðrurnar eru yfirleitt minni en 2 cm í þvermál og eru langoftast á toppi efra lungnablaðs eða á toppi þess neðra (18). I lang- flestum tilvikum (>90%) er blöðrur að finna í báðum lungum (19,20). Um er að ræða eins konar staðbundið lungnaþan (localised emphysema) sem veldur staðbundinni veilu í lungum sem að öðru leyti eru eðlileg. Myndun blaðranna er hugs- anlega tengd niðurbroti á teygjuþráðum (elastic fibers) og eru þeir taldir brotna niður vegna ójafn- vægis milli próteasa og antipróteasa annars vegar og oxunarefna og andoxunarefna hins vegar (21). Einnig er talið að hvítfrumur (neutrophils) og át- frumur (macrophages) hafi hlutverki að gegna, en aukinn fjöldi bólgufrumna er til staðar hjá reyk- ingafólki (22). Afleiðingin er eyðing lungnavefs og bandvefsummyndun, þar á meðal í aðlægri fleiðru. Er talið hugsanlegt að efni í tóbaksreyk ræsi þetta ferli (23). Einnig hefur verið sett fram sú tilgáta að sjálfkrafa loftbrjóst geti verið afleiðing einhvers konar bandvefsgalla og blöðrurnar því meðfæddar. Til dæmis er loftbrjóst mjög algengt hjá sjúklingum með Marfans heilkenni (24) og sjúklingar með míturlokuleka (25) og nárakviðslit hafa hærri tíðni en aðrir (26). Loks má nefna svokallað tíðaloftbrjóst (cata- menial pneumothorax). Það sést endurtekið í tengslum við tíðablæðingar, oftast innan 48-72 klukkustunda frá upphafi þeirra (27). Þetta er afar sjaldgæf tegund loftbrjósts en er hugsanlega vangreind, til dæmis er til rannsókn þar sem 3- 6% kvenna með loftbrjóst á aldrinum 20-30 ára reyndust vera með tíðaloftbrjóst (3). Yfirleitt eru þessi loftbrjóst hægra megin og erfitt getur verið að greina þau, enda eru þau oftast lítil (21, 28). Orsakir tíðaloftbrjósts eru á huldu (29) en í sumum tilfellum er það talið geta tengst legslímu- flakki (endometriosis) (30). Klínísk skipting Loftbrjóst er flokkað í sjálfkrafa loftbrjóst, áverkalol'tbrjóst og loftbrjóst af læknisvöldum (tafla I) (31,32). Sjálfkrafa loftbrjóst er sjúkdóm- ur þar sem ekki er saga um áverka (9). Það er síðan flokkað í „prímert“ loftbrjóst þar sem lungnasjúkdómur er ekki fyrir hendi, og „sek- úndert“ loftbrjóst, þar sem sjúklingurinn hefur þekktan lungnasjúkdóm (tafla II). Einkenni og skoðun Einkenni loftbrjósts er langoftast takverkur eða mæði sem versnar við áreynslu (33). Stundum j
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.