Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2007, Qupperneq 47

Læknablaðið - 15.05.2007, Qupperneq 47
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FUNDUR LR UM PÓLITÍK Pétri Blöndal þykir ým- islegt við opinberan rekstur á heilbrigðiskerfmu spaugilegt. við og spyrja hvort við séum með réttar áherslur, hvort þjónustan sé á of háu stigi. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var mjög ítarleg og góð umræða um heilbrigðismálin og þar var áréttað að við viljum viðhalda almannatryggingakerfinu og að heilbrigðisþjónustan sé að mestu fjármögnuð af opinberu fé. Við viljum leggja meiri áherslu á fjöl- breyttari rekstrarform og fara meira í samstarf við einkaaðila en þar sem það hefur verið gert hefur það tekist mjög vel. Við erum að vannýta okkar góða fagfólk og gætum gert miklu betur með því að leggja reksturinn í hendur þeirra líka. Við viljum auka aðgengi fólks að upplýsingum varð- andi heilbrigðisþjónustuna, við viljum setja reglur um hámarksbið eftir þjónustunni og við styðjum áframhaldandi uppbyggingu Landspítalann í það þjóðarsjúkrahús sem því ber að vera.” Mannfjöldaspár þarf að endurskoða „Eg hef ekki skipt mér mikið af heilbrigðismál- um þau fjögur ár sem ég hef setið á þingi,” sagði Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslyndra og bætti því við að hann skammaðist sín ekkert fyrir það. „Maður getur ekki verið góður í öllu.” „Flest okkar í stjórnmálunum erum í raun- inni með svipaðar áherslur í velferðarmálum. Grundvallaratriði er að allir landsmenn hafi jafn- an rétt til heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og efna- hag. Við viljum efla heilsugæsluna sem grunnþátt heilbrigðisþjónustunnar, við viljum bæta aðgengi almennings að þjónustunni utan dagvinnutíma og að gjaldtöku sé ætíð haldið í lágmarki. Við viljum endurskoða innheimtu þjónustugjalda en við teljum greiðsluþáttaka sjúklinga hafi aukist. Við viljum nýta kosti einkaframtaksins og auka útboð og þjónustusamninga og miða greiðslur við veitta þjónustu og tryggja eftirlit með gæðum þjónust- unnar. Við viljum auka þjónustu við aldraða og höfum lagt til að tekin verði í notkun 1000 ný rými fyrir aldraða á næstu 4-6 árum. Það þarf að eyða fjölbýlum á öldrunarstofnunum og eyða biðlist- um. Við þurfum að undirbúa okkur fyrir þá stóru árganga aldraðra sem eru að koma upp á næstu árum. Við viljum koma á kerfi umönnunarbóta fyrir aðstandendur aldraðra sem vilja hugsa um þá í heimahúsum.” Magnús sagði ennfremur nauðsynlegt að taka þá umræðu að allar mannfjöldaspár hagstofunnar til næstu áratuga yrði að endurskoða með tilliti til þess stóra fjölda innflytjenda sem streymt hefði til landsins á undanförnum árum. „Er íslenska heilbrigðiskerfið tilbúið til að taka á móti þessu fólki?” spurði Magnús. Sjá nánari stefnuyfir- lýsingar flokkanna: www.vg.is/ www.samfylking. is/ www.xd.is www. framsokn. is/ www.xf.is/ www. islandshreyfingin. i{ Læknablaðið 2007/93 431
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.