Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2007, Qupperneq 54

Læknablaðið - 15.05.2007, Qupperneq 54
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BRÉF TIL BLAÐSINS Sjúkraflutningar í dreifbýli - athugasemdir við grein Sigurður Halldórsson Yfirlæknir heilsugæslu í N-Þingeyjarsýslu Undirritaður vill þakka fyrir ágæta grein í apr- ílhefti Læknablaðsins því brýnt er að koma af stað opinni umræðu um þessi mál þar sem kostnaður af þjónustunni er umtalsverður eins og bent er á í greininni og öryggi íbúa og vaxandi fjölda ferða- manna í dreifbýli í veði. Sjálfsagt er frá öryggissjónarmiði og frá sjón- armiði jafnræðis íbúa landsins til bráðaþjónustu að taka undir kröfur um að ein eða fleiri björg- unarþyrlur verði staðsettar á Akureyri, því segja má að frá sjónarmiði bráðaþjónustu séu þyrlur í Reykjavík varla inni í myndinni fyrir Norðaustur- og Austurland vegna fjarlægðar. Það ýtir svo enn undir þessa kröfu að þjónusta á vegum núverandi rekstraraðila sjúkraflugs frá Akureyri hefur verið langt frá því að vera hnökralaus. Það er hins vegar ástæða til að staldra við hug- myndir greinarhöfunda um að fækka sjúkrabílum og þar með einnig sjúkraflutningamönnum og vaktstöðvum þeirra. Hugsunin er að vísu góð, að með því að fækka mönnunum og auka starfs- hlutfall þeirra sem eftir verða sé hægt að gera þá að betur þjálfuðum og færari fagmönnum. Það eru hins vegar tveir gallar á röksemdafærslunni. Annað er að á aðeins örfáum stöðum á landinu utan höfuðborgarsvæðisins eru umsvif það mikil í sjúkraflutningum að hægt væri að rnanna slíkar vaktir með starfsmönnum í fullu starfi. Hitt er svo hugmyndin um að „einhverjir aðrir“ eigi að sjá um fyrstu aðstoð við slys og bráðaveikindi meðan beðið er eftir sjúkrabíl lengra að. Á mínu svæði í Norður-Þingeyjarsýslu gæti þá orðið um l-2ja klst bið að ræða eftir veðri og færð og gæti þá skipt litlu hversu góð þjálfun áhafnarmeðlima sjúkrabíls- ins er því líkur eru á að t.d. sjúklingur fastur í bíl eftir bílslys yrði löngu látinn úr ofkælingu áður en sjúkrabíll kæmi á vettvang. Málið er að það er alls staðar verið að spara í opinbera kerfinu Það eru til dæmis 220 km á milli starfsstöðva lögreglumanna á mínu svæði. Hjúkrunarfræðingar eru hvergi á vakt utan dagvinnutíma, þótt þeir hafi verið mjög liprir að koma á vettvang í bráðtilfellum ef þeir eru heima, og erfitt hefur verið að manna stöður hjúkrunarfræðinga á svæðinu. Þá eru uppi hug- myndir um að fækka hér læknavöktum með bættum samgöngum, en líka að hluta vegna erf- iðleika við að manna stöður. Björgunarsveitir á svæðinu eru fremur lítið virkar og sama má segja um slökkviliðin sem eru nær eingöngu mönnuð sjálfboðaliðum. Einstaklingar í þessum hópum eru líka í besta falli með l-2ja daga skyndihjálp- arnámskeið að baki. Það er ljóst af framangreindu að ekki er hægt að taka ákvarðanir um breytt fyrirkomulag sjúkraflutninga án þess að taka mið af heildar öryggishagsmunum svæðanna og þar með fjölda og dreifingu annarrra viðbragðsaðila á svæðinu, svosem frá heilsugæslu. Þá er það einnig ljóst að sjúkraflutningamenn á vakt á þessum stöðum eru ekki bara „flutningamenn", heldur í flestum tilfellum fyrstu viðbragðsaðilar og fyrstir á vett- vang í bráðatilfellum. í mínum huga yrði því um verulega skerðingu á öryggi í minni þéttbýlis- stöðum og nærliggjandi sveitum að ræða ef vakt sjúkraflutningamanna yrði tekin af og stuðst við einhvers konar skyndimenntaða annars flokks bráðatækna í staðinn. Sú stefna væri allavega alveg úr takt við það sem kennt er í dag, þar sem höfuðáherslan er á að skjót og rétt fyrsta meðferð skipti yfirleitt sköpum um árangur við alvarleg slys og bráðaveikindi (sbr. „The Golden Hour“) og er notað sem rök til að réttlæta tilvist og mönn- un sérstaks neyðarbíls á höfuðborgarsvæðinu. Að sjálfsögðu má alltaf bæta grunn- og við- haldsmenntun sjúkraflutningamanna. Hér á þessu svæði eru nærri allir með grunnnámskeið að baki og leitast er við að halda upprifjunarnámskeið árlega. Það má svo segja að tækniframfarir hjálpi til einnig við að komast af með núverandi mennt- un, því ýmis búnaður er einfaldari í notkun en áður var. Má þar nefna t.d koktúbuna sem kynnt er í tilvitnaðri grein, hálfsjálfvirk hjartastuðtæki og betri spelkubúnað við beinbrot, bak- og hálsáverka. Sjálfsagt er það svo að endanlegar ákvarð- anir um þessi mál verða að einhverju leyti að vera pólitískar. Hins vegar væri fengur að því í framhaldi þessarar umræðu ef helstu aðilar sem að málunum koma mundu gefa umsagnir um hvað þeir telja ásættanlegan biðtíma eða vega- lengd, t.d. frá litlum þéttbýliskjörnum á lands- byggðinni til næsta viðbragðsaðila/sjúkraliðs. Má þar nefna til dæmis Sjúkraflutningaráð, Fagráð Sjúkraflutningaskólans, Félag slysa- og bráða- lækna og Landlæknisembættið. 438 Læknaiilaðið 2007/93 i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.