Læknablaðið - 15.12.2007, Side 23
______FRÆÐIGREINAR
GÁTIR Á GEÐDEILDUM
5. Hvað í fari starfsfólks fannst þér ekki hjálplegt/
gagnlegt á meðan þú varst á gát?
Svör sjúklinganna við opnu spurningunum
voru flokkuð af rannsakendum í sitt hvoru lagi og
flokkunin samræmd eins og hún birtist í töflum
II og m.
Lokaðar spurningar:
6. Fannst þér hjálplegra/gagnlegra ef starfsmað-
ur var af sama kyni og þú? Já, nei svörun.
7. Vissir þú af hverju þú varst sett/ur á gát? Já,
nei svörun.
8. Vissir þú í hverju gátin fólst? Já, nei svörun.
9. Vissir þú af hverju gátinni var aflétt? Já, nei
svörun.
10. Var gátin réttmæt? Já, nei svörun.
11. Fannst þér gátin standa o/ stutt xjfir, hæfilega
lengi, oflengil Merkt við einn af þremur mögu-
leikum.
Starfsmenn
Búinn var til listi með 8 spurningum sem starfs-
menn voru beðnir um að svara um viðhorf sín
til gáta, auk þess að gefa upp aldur og kyn. Sex
spurninganna voru opnar en tvær lokaðar.
Opnar spurningar:
1. Hvernig finnst þér þú geta hjálpað sjúklingi á
yfirsetu?
2. Hvernig finnst þér þú geta hjálpað sjúklingi á
sjálfsvígsgát?
3. Hvemig finnst þér þú geta hjálpað sjúklingi á
5-15 mínútna gát?
4. Hvað er erfitt við að vera með sjúkling á sjálfs-
vígsgát?
5. Hvað er erfitt við að vera með sjúkling í
yfirsetu?
6. Hvað er erfitt við að vera með sjúkling á 5-15
mínútna gát?
Svör starfsmanna við opnu spurningunum
voru flokkuð af rannsakendum í sitt hvoru lagi og
flokkunin samræmd eins og hún birtist í töflum
II og IV.
Lokaðar spurningar, sem svarað var á kvarð-
anum aldrei, stundum, oft, alltaf, ég veit það ekki:
7. Finnst þér að sjúklingar viti af hverju þeir eru
settir á gát?
8. Finnst þér að sjúklingar viti af hverju gát á þeim
var aflétt?
Framkvæmd
Tveir rannsakenda fóru daglega á bráðadeildirnar
fjórar til að skrá þá sem settir voru á gát og til að
taka viðtöl við þá sem gát hafði verið aflétt af og
voru færir um að svara. Þegar gát var aflétt var
rannsóknin útskýrð fyrir sjúklingi, bæði munn-
lega og skriflega, og hann beðinn um upplýst
samþykki fyrir þátttöku. í framhaldi af því var
hann/hún beðin(n) um að svara spurningum
rannsóknarmanna sem tók um það bil 15 mínútur.
Þrátt fyrir þetta fyrirkomulag náðist aðeins til tæp-
lega helmings þeirra sjúklinga sem settir voru á
gát, hinir höfðu verið útskrifaðir eða fluttir á aðrar
deildir á sjúkrahúsinu. Þá höfðu nokkrir sjúkling-
anna útskrifað sig sjálfir gegn læknisráði.
Spurningalistarnir og staðlaða viðtalið voru
nafnlaus og því öll rannsóknargögnin ópersónu-
greinanleg. Rannsakendur voru ekki starfsmenn
deildanna fjögurra og höfðu því engin afskipti af
meðferð sjúklinganna.
Þótt ekki væri fullt samræmi í heitum gáta á
deildunum fjórum þar sem rannsóknin fór fram
virtist framkvæmd þeirra vera með sama hætti á
þeim öllum.
Framkvæmdastjóri lækninga og Siðanefnd
Landspítala veittu leyfi til rannsóknarinnar.
Niðurstöður
Sjúklingar
A rannsóknartímabilinu voru 157 sjúklingar settir
á gát á deildunum fjórum, sem er 31% af öllum
innlögðum sjúklingum á tímabilinu. Flestir (106;
68%) sjúklinganna voru settir á reglulega gát (5-15
mínútna gát), næst flestir (25;16%) á yfirsetu og 18
(11%) á fulla gát (sjálfsvígsgát). Tegund gátar var
ekki skráð hjá 8 (5%) sjúklingum. Þrjátíu (19%)
sjúklinganna voru settir á aðra gát eftir lok fyrstu
gátar.
Oftast var gát ákveðin af vakthafandi lækni
(82; 59%) eða lækni sjúklings (37; 27%), 10 (7%)
sinnum af hjúkrunarfræðingi og 5 (4%) sinnum af
einhverjum öðrum starfsmanni. Oftast (43; 47%)
var það læknir sjúklings sem ákvað lok gátar,
vaktlæknir 6 (7%) sinnum, hjúkrunarfræðingur
5 (6%) sinnum og einhver annar starfsmaður 23
(25%) sinnum. í 14 (15%) tilvikum lágu ekki fyrir
upplýsingar um hver aflétti gát.
Meðallengd gáta var 5,7 (sf=14,l), dagar en
lengsta gátin stóð yfir í 142 daga. Yfirsetur stóðu
langlengst yfir eða í 12,3 daga (sf=17,3; spönn 1-
61) að meðaltali, regluleg gát að meðaltali 4,7 daga
(sf=14,l; spönn 0-142) og full gát skemst eða að
meðaltali 2,4 daga (sf=2,2; spönn 0-7).
Tæplega þrír fjórðu hlutar sjúklinganna (105;
73%) höfðu legið áður (einu sinni eða oftar) á
geðdeild en 38 (27%) voru í fyrstu innlögn.
Langflestir sjúklinganna (131; 87%) voru settir á
gát í fyrstu viku innlagnar, 92 (61%) strax við inn-
LÆKNAblaðið 2007/93 835