Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2007, Qupperneq 26

Læknablaðið - 15.12.2007, Qupperneq 26
FRÆÐIGREINAR GÁTIR Á GEÐDEILDUM af læknum en ekki hjúkrunarfræðingum. Þetta er í samræmi við það sem gerist erlendis þar sem hjúkrunarfræðingar, sem hafa umsjón með umönnun sjúklinga á deild og framkvæmd gáta, koma lítið að ákvörðunum um upphaf þeirra og lok (8). Hér ber að hafa í huga að læknar bera ábyrgð á meðferð sjúklinga og ákvörðunum sem lúta að meðferð þeirra. í rannsókninni kom greinilega í ljós að ákvarð- anir um að hafa sjúklinga á gát voru teknar á grundvelli ástands þeirra og hegðunar og ef til vill einnig fyrirliggjandi upplýsinga. Hafa má í huga að meiri hluti þeirra sjúklinga sem settir voru á gát höfðu áður legið á geðdeild og er líklegt að ástand þeirra eða atferli í fyrri legum hafi haft áhrif á ákvarðanatöku starfsfólks. Deildar mein- ingar eru um það hvort ákvarðanir um að setja sjúklinga á gát séu almennt teknar á nægilega faglegum forsendum (3,13). Rúmlega helmingur sjúklinganna sagðist hafa vitað af hverju þeir voru settir á gát og langflestir töldu gátina réttmæta. Þrír fjórðu hlutar þeirra taldi gott viðmót og umhyggju starfsmanna það sem var hjálplegt og endurspeglar það mikilvægi uppbyggilegs meðferðarsambands, sem byggir fyrst og fremst á umhyggju og samkennd. En, þótt umhyggja og félagsskapur skipti sjúklingana miklu á meðan þeir voru á gát, virtist það skipta þá mestu máli að þeir gátu hvorki gert sjálfum sér eða öðrum mein, sem er í samræmi við niðurstöð- ur erlendra rannsókna (10,18). Það sem virðist vera erfiðast fyrir starfsfólk er álagið sem fylgir því að sinna sjúklingi á gát og er það í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna (11, 12, 15). Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að flestir sjúklingar, sem eru settir á gát, eru mjög veikir og í sjálfsvígshættu, með geðrof, í bráðaoflætisástandi eða með ofbeldishegðun af öðrum ástæðum. Eitt af því sem skapar álag er að gæta þess að sjúklingur geri sjálfum sér og öðrum ekki mein og sýna honum umhyggju á sama tíma (16). Þetta er vandasamt hlutverk og það getur valdið mikilli togstreitu hjá starfsmanni sem verð- ur fyrir ofbeldi sjúklings að þurfa um leið að sýna honum umhyggju. Á deildunum þar sem rannsóknin fór fram voru á rannsóknartímanum engar skriflegar leiðbeiningar til fyrir starfsfólk um framkvæmd gáta, sem getur valdið óöryggi og kvíða, og þótt gátir séu taldar hafa meðferðarlegt gildi, er það oft ófaglært starfsfólk sem fylgist með sjúklingum á gát (17). Mikilvægt er því að setja skýrar reglur um gátir og framkvæmd þeirra og þjálfa starfsfólk sem sinnir gátum í umönnun sjúklinga og veita þeim reglulega handleiðslu (12,19). Ljóst er einnig að bæta þarf skráningu gáta á geðsviði, samræma heiti þeirra, skilgreiningar og verklagsreglur og setja um framkvæmd þeirra klínískar leiðbeining- ar, sem byggjast á niðurstöðum rannsókna. Rannsókn þessi hefur nokkrar aðferðafræðileg- ar takmarkanir. í fyrsta lagi eru þátttakendur frekar fáir og því reyndist ekki unnt að skoða nið- urstöðurnar nema að litlu leyti eftir tegund gátar og kyni. í öðru lagi dregur það úr alhæfingargildi niðurstaðna að ekki var unnt að ná til nema rétt innan við helmings sjúklinga sem settir voru á gát á deildunum fjórum á rannsóknartímabilinu, þrátt fyrir daglegar ferðir rannsakenda á deildirnar. Til að auka heimtur virðist nauðsynlegt að fá starfs- fólk deilda til samvinnu við gagnaöflun. í þriðja lagi var rannsóknin aðeins gerð á þriggja mánaða tímabili og gefa niðurstöðurnar því ekki endilega rétta mynd af gátum og framkvæmd þeirra á bráðadeildunum fjórum á öllum árstímum. Æskilegt er að endurtaka rannsóknina á öðrum tíma ársins og framkvæma hana yfir lengri tíma. Við ályktum að mikilvægt sé að skilgreina betur gátir og verklag um framkvæmd þeirra, svo sem skráningu á því hver ákveður gát, afléttingu gátar og ástæðu gátar, á deildunum fjórum. Þakkir Þakkir til Hrafnhildar Reynisdóttur, sem tölvuskráði rannsóknargögnin, og Ásrúnar Matthíasdóttur og Þórðar Sigmundssonar fyrir yfirlestur og góðar athugasemdir. Heimildir 1. Young O. Psychiatric Patient's Perceptions of Constant Care. Joumal of Psychosocial Nursing Care 2002; 36: 2229. 2. Shugar G, Rehaluk R. Continous observation for psychiatric in-patients - A critical evaluation. Comprehensive Psychiatry 1990; 30: 48-56. 3. Langenbach M, Junaid CM, Hodgson CM, Nwaetulin J, Kennedy ST, Moorhead P, Ruiz P. Observation Levels in acute Psychiatric Admissions Eur Arch Psychiatry Clin Neurosci 1999; 249: 28-33. 4. Dodds P, Bowels N. Dismantling Format Observation and refocusing Nursing Acbvities in acute inpatient Psychiatry: A Care Study. J Psychiatr Ment Health Nurs 2001; 8:183-90. 5. Jin C, Novik S, Sanoway S. Consultation-Liason Psychiatry Training and Supervision Results in fewer Recommendations for Constant Observation. General Hospital Psychiatry 2000; 22: 359-64. 6. More P, Berman K, Knight M, Devine J. Constant Observation: Implication. J Psychosoc Nurs 1995; 33:46-50. 7. Blumenberg J, Milazzo B, Orlowski B. Constant Observation in the General Hospital. Psychosom 2000; 41: 289-93. 8. Cardell R, Pitula C. Suicidal Inpatients' Perception and Non-therapeutic Aspects of Constant Observation. Psychiatr Service 1999; 50:1066-70. 9. Muller A, Poggenprel M. Patient's intemal Word Experience of interacting with Psychiatric Nurses. Arch Psychiatr Nurs 1996; 10:143-50. 10. Pitula CR, Cardell R. Suicidal Inpatients' Experience of Constant Observation. Psychiatr Service 1996; 47: 649-51. 11. O'Brien L, Cole R. Close-Observabon Areas in acute Psychiatric Units: A Literature Review. Int J Ment Health Nurs 2003; 12:165-76. 12. Cutcliffe J, Barker P. Considering the Care of the suicidal Client and the Case for Engagement and inspiring Hope or Observation. J Psychiatr Ment Health Nurs 2002; 9: 611-21. 838 LÆKNAblaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.