Læknablaðið - 15.12.2007, Qupperneq 32
FRÆÐIGREINAR
HJARTAENDURHÆ
F I N
G
Tafla IV. Næmi, sértækni og forspárgildi jákvæðrar/neikvæðrar klínískrar greiningar á þunglyndi og kvíða.
Þunglyndi Kvíöi
Næmni greiningar (Sensitivity) 73,7% 86,4%
Sértækni greiningar (Specificity) 87,3% 79,2%
Forspárgildi jákvæörar greiningar (Predictive value of positive clinical diagnosis) 37,8% 33,9%
Forspárgildi neikvæörar greiningar (Predictive value of negative clinical diagnosis) 96,9% 97,9%
sjúklingar voru bæði með þunglyndi og kvíða
samkvæmt HAD við komu. Þeir sem voru bæði
þunglyndir og kvíðnir voru að meðaltali með 14,1
stig á HAD fyrir þunglyndi við komu en 7,9 við
brottför. Þeir sem voru þunglyndir en ekki kvíðn-
ir höfðu að meðaltali 11,7 við komu en 6,25 við
brottför. Hlutfallsleg lækkun er sú sama og meiri
einkenni í byrjun virðast því ekki koma í veg fyrir
góðan árangur.
Til að sjá hversu vel gekk að greina þunglyndi
og kvíða í venjulegu viðtali læknis og hjúkrunar-
fræðings, var niðurstaða klínískrar greiningar eftir
innskriftarviðtöl borin saman við tíðni þunglynd-
is/kvíða samkvæmt niðurstöðum HAD kvarð-
ans. Næmi og sértækni klínískrar greiningar fyrir
bæði þunglyndi og kvíða reyndist nokkuð gott en
forspárgildi jákvæðrar klínískrar greiningar var
miklu lægra. Forspárgildi neikvæðrar greiningar
var hins vegar hátt. eða 97-98 % (tafla IV).
Umræða
Rannsókn þessi sem náði til meirihluta þeirra
sjúklinga sem komu til hjartaendurhæfingar á
Reykjalundi á einu ári sýndi að þunglyndi og
kvíði var nokkuð algengt vandamál við komu. Við
brottför hafði dregið verulega úr þessum einkenn-
um. Flestir þeirra sem voru greindir þunglyndir
eða kvíðnir á HAD skimunarprófi við komu voru
einnig greindir með sömu vandamál í venjulegum
innritunarviðtölum á deildina. Næmi og sértækni
var allgóð, en læknar og hjúkrunarfræðingar
deildarinnar höfðu frekar tilhneigingu til að of-
greina þunglyndi og kvíða miðað við HAD.
Algengi þunglyndis og kvíða meðal hjarta-
sjúklinga er mjög breytileg eftir því hvaða próf
og greiningarmörk eru notuð, eða á bilinu 17 til
28% (3,10). Algengi þunglyndis og kvíða hjá þeim
sem komu til hjartaendurhæfingar á Reykjalundi
virðist því vera svipað eða nokkru lægra, en sam-
anburður er hér þó erfiður þar sem uppbygging
rannsóknanna er ólík. í skimleit fyrir algengi
geðraskana í almennu þýði á íslandi 2002 reynd-
ist algengi geðraskana vera 17,5%, en ef þeim sem
tóku geðlyf allt árið var bætt við jókst algengið í
20,7% (11).
Sýnt hefur verið fram á að kvíði, reiði og óvild
(hostility) er algengara hjá yngri hjartasjúklingum
en þeim sem eldri eru, en minni fylgni milli þung-
lyndis og aldurs (10). í þessari rannsókn var kvíði
einnig algengari hjá yngri sjúklingum en ekki
þunglyndi. Ætla má því að námskeið um jafnvægi
í daglegu lífi, streitustjórnun og slökun, sem yngri
sjúklingum í hjartaendurhæfingu á Reykjalundi
er sérstaklega beint í, geti gagnast þeim vel. I
öðrum rannsóknum hefur verið sýnt fram á hærri
tíðni geðraskana hjá konum og þá sérstaklega
kvíða (12). í þessari rannsókn reyndist þó ekki
tölfræðilegur munur á milli kynjanna, enda voru
konur aðeins um fjórðungur af sjúklingahópnum
og skekkjumörk á undirhópum því stór.
Einn helsti hvatinn að þessari rannsókn var
að kanna hversu vel gengur að greina algeng
geðræn einkenni eins og þunglyndi og kvíða í
venjulegu innskriftarferli í hjartaendurhæfingu.
Því var reynt að halda því vinnulagi sem er við
innritun og teymisfundi um nýja sjúklinga sem
mest óbreyttu. Ágætlega virðist ganga að greina
geðræn vandamál í venjubundnum innritunar-
viðtölum lækna og hjúkrunarfræðinga á deildinni.
Af þessum gögnum verður ekki séð að sá ávinn-
ingur yrði af reglubundinni skimun með HAD
kvarðanum, sem réttlætti fyrirhöfn við slík próf.
Ekki eru neinar algildar reglur um hvenær slík
skimunarpróf eiga rétt á sér, en í því tilliti þarf að
meta hvort hefðbundin skoðun leiði til vangrein-
ingar og hvaða afleiðingum það gæti þá valdið. í
þessu tilviki virtist nákvæmni í greiningu ágæt og
verulega mikið dró úr þeim geðeinkennum sem
voru til staðar við komu með almennri meðferð.
Gagnsemi af HAD kvörðunum virðist því helst
vera við skimun sjúklinga þar sem grunur er um
þunglyndi eða kvíða og einnig gefa kvarðarnir
möguleika á tölulegu mati á árangri meðferðar.
Þó er ljóst að ekki er eingöngu hægt að reiða sig á
skimtæki eins og HAD við greiningu geðraskanna
hjá þessum sjúklingahópi og því er áfram þörf á
vandaðri klínískri skoðun.
Helstu kostir þessarar rannsóknar eru góð þátt-
taka meðal þeirra sjúklinga sem komu til endur-
hæfingar og að sami hópur starfsfólks sá um skoð-
un sjúklinga og mat allan tímann. Einnig var hér
hægt að leggja mat á árangur við að meðhöndla
kvíða og þunglyndi á meðferðartímanum, þar sem
allir svöruðu sama kvarðanum við byrjun og í lok
dvalar. Helsti veikleiki rannsóknarinnar er að ekki
var til staðar samanburðarhópur sem hefði þá ekki
fengið meðferð, en slíkt hefði þó af ýmsum ástæð-
um orðið erfitt í framkvæmd. Þunglyndi í kjölfar
hjartaáfalla getur verið þrálátt og ekki er sjálfgefið
að slík einkenni gangi til baka af sjálfu sér, án
meðferðar (3). Ekki er af þessari rannsókn hægt
844 LÆKNAblaðiö 2007/93