Læknablaðið - 15.12.2007, Side 38
UMRÆÐUR 0 G FRETTIR
NÝR FORMAÐUR LÍ
röntgenlæknarnir eigið fyrirtæki."
Pú virðist vera samsett úr tveimur býsna ólík-
um páttum. Vísindamaður ogfélagsmálatröll. Er
það ífélagsmálunum sem jafnaðarmaðurinn nær að
blómstra?
„Ónei. Jafnaðarmaðurinn í mér fór ekki að
blómstra fyrr en við byrjaðum að reka eigið fyr-
irtæki, Röntgen Domus, sem við rekum saman
nokkrir læknar og höfum gert frá árinu 1993.
í þessum rekstri höfum við getað starfað eftir
þeirri sannfæringu okkar að einstaklingur eigi
rétt á þjónustu strax og hann þarf á henni að
halda, óháð því hvort hann er ungur eða gamall,
inniliggjandi eða á göngudeild, frændi einhvers
Pésa, sjúklingurinn hans Gumma eða er bara
með svona fínan sjúkdóm að allir aðrir verða að
víkja. Allir hafa sama rétt til sömu góðu þjón-
ustunnar. Þegar ég hins vegar starfaði á spítala
þá gat ég ekki unnið eftir þessari sannfæringu.
Það voru svo margar girðingar á þeirri leið og
eru enn. í mínu fyrirtæki þolum við ekki biðlista.
Virðingarleysi við tíma fólks er einnig yfirgengi-
legt í þjónustu hins opinbera spítala. Þar er fólk
boðað í hverja rannsóknina af annarri með eins,
tveggja daga eða viku millibili þegar alveg ætti
að vera hægt að framkvæma þær í einni og sömu
heimsókninni. Þetta kalla ég jafnaðarmennsku.
Birna bendir á kosti þess að reka afmarkaða
einingu sem veitir þjónustu á ákveðnu sviði og
vill greinilega að slíkur rekstur verði tekinn upp
víðar í heilbrigðisþjónustunni.
„Við höfum bókstaflega lækkað kostnað hins
opinbera við myndgreiningu á undanförnum
árum. Við erum með verksölusamning við
Tryggingastofnun og hún greiðir ákveðna upp-
hæð fyrir hverja rannsókn. Við höfum til dæmis
lækkað verð á tölvusneiðmyndarannsóknum úr
14.200 krónum árið 1993 í tæplega 11.000 í dag.
Við gerum reyndar miklu fleiri rannsóknir núna
en þá, en hagræðingin í því er að við gerum
margfaldan fjölda rannsókna með sama mannafla
og miklu afkastameiri tækjabúnaði í dag en fyrir
14 árum. Stærð einingarinnar gerir okkur eirrnig
kleift að bregðast mun fyrr og hraðar við tækni-
legum breytingum og endurnýja búnað mun
hraðar en opinberu spítalarnir. Það tekur rík-
isspítalann bókstaflega 3-4 ár að komast að niður-
stöðu um hvort kaupa eigi tiltekið tæki eða ekki,
með tilheyrandi þarfagreiningu og fundahöldum
ótal milliliða og að framkvæma breytinguna.
Ég get hins vegar skipt út tækjunum um leið og
ég sé að það borgar sig og þetta tekur mig ekki
nema nokkrar vikur. Það eru tækniframfarirnar
sem gera okkur kleift að framkvæma margfaldan
fjölda rannsókna án þess að reka stærri einingu
en árið 1993."
Birna hlær og segir að hún sé komin af kaup-
mönnum í marga ættliði og þaðan hljóti hún
að hafa þetta nef fyrir rekstri.„Fólkið mitt hefur
verið í sjálfstæðum rekstri í marga ættliði. Amma
mín varð ekkja með sex börn, hið elsta 21 árs.
Hún hélt áfram rekstri fyrirtækisins sem afi hafði
stofnað og rak það ásamt elsta barninu og kom
hinum fimm til manns. „Pabbi minn sem var
atvinnubílstjóri gerði fjölskyldunni fullkomlega
grein fyrir að þó hann ynni í samvinnufélagi var
hann einn ábyrgur fyrir rekstri síns bíls og hafði
metnað til að eiga góðan bíl."
Algerlega á móti einokun
Hér staldrar Bima við og dregur saman áherslur
sínar og sannfæringu.
„Ég er algjörlega á móti einokun í hvaða mynd
sem hún birtist. Forræðishyggja er eitur í mínum
beinum þó ég sé jafnaðarmanneskja enda er það
tvennt ólíkt. Mér alveg sama hvort einokunin er
af hálfu hins opinbera eða einkaaðilum, hún er
jafnhættuleg í báðum tilvikum. Þeir sem standa
í einokunarrekstri spillast af völdunum sem því
fylgja og þegar menn fara að halda utan um völd-
in valdanna vegna þá skapast hættuástand. Hið
opinbera er hins vegar í mínum huga vondur fyr-
irtækjarekandi. Hið opinbera er þunglamalegur
rekstraraðili og það getur ekki tryggt þér sem
launþega vinnu alla ævi. Það er bara ekki þannig
í dag. Opinber einokunarfyrirtæki einkennast af
fjölda starfsmanna sem eyða tíma sínum og pen-
ingum annarra í að brjóta heilann um hvemig eigi
að reka sjoppuna í stað þess að gera það sem þarf
að gera. Á sjúkrahúsum er það að lækna fólk. Það
fer alltof mikill tími, orka og peningar í eitthvað
sem skiptir engu máli."
Hvaðþýðir þetta í praxís?
„Það þýðir að ríkið á að kaupa þjónustu en
ekki framleiða hana. Ríkið á að hafa milligöngu
um þjónustuna, milli þeirra sem veita hana og
þeirra sem njóta hennar. Einstaklingur sem er
orðinn veikur er ekki í neinni aðstöðu til að semja
um þjónustu við heilbrigðisfyrirtæki. Þar á ríkið
að koma til sögunnar. Við búum í velferðarþjóð-
félagi með almannatryggingakerfi þar sem þeir
sterkari gæta hagsmuna hinna veikari og í því
samhengi er mikilvægt að átta sig á því að þeir
sterkari verða hinir veikari á einhverjum tíma-
punkti í lífi sínu. Hlutverk ríkisins er að halda
utan þetta og semja fyrir hönd skattborgaranna
um kaup á þjónustu af þeim sem framleiða
hana."
Ríkið á semsagt ekki að standa í sjúkrahúsrekstri?
„Hið opinbera hefur aldrei læknað neinn.
Það eru læknar sem gera það. Læknar lækna
850 LÆKNAblaðið 2007/93