Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.2007, Side 45

Læknablaðið - 15.12.2007, Side 45
Ólöf Sigurðardóttir for- seti Norður-Evrófmdeildar Alþjóðasamtaka kvenna í læknastétt. Hávar Sigurjónsson UMRÆÐUR O G ÍSLENSKUR F O F R É T T I R R M A Ð U R Öflug samtök og mikilvæg Ólöf Sigurðardóttir sérfræðingur í klínískri líf- efnafræði og trúnaðarlæknir Landspítala var kjörin forseti Norður-Evrópusamtaka kvenna í læknastétt á 27. alheimsþingi MWIA sem haldið var í Accra, höfuðborg Gana í Vestur-Afríku 31. júlí- 4. ágúst 2007 Alþjóðasamtökunum (Medical Women Inter- national Association, MWIA) er skipt í 8 heims- svæði. Hvert svæði hefur sinn forseta sem situr í alþjóðastjórn samtakanna. Evrópa skiptist í þrjú svæði, Norður-, Mið- og Suður-Evrópu, síðan eru Suður-Ameríka og Norður-Ameríka, Austurlönd nær, Mið- Asía og Vestur-Kyrrahafssvæðið og Afríka. Norður-Evrópusvæðinu sem Ólöf veitir forsæti tilheyra Norðurlöndin auk Bretlands og Hollands. Að sögn Ólafar standa Alþjóðasamtökin á gömlum merg, því þau voru stofnuð árið 1919 og eru því eitt af elstu félögum læknastéttarinn- ar á alþjóðavísu. „Samtökin eru algerlega óháð stjórnvöldum, (non-governmental organization, NGO) og eru skipuð af konum í læknastétt frá 90 löndum úr fimm heimsálfum. Samtökin hafa verið í virku samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar sem NGO frá því á 6. áratugnum. Einnig eru sam- tökin í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðisstofnunin a (WHO) svo eitthvað sé nefnt, " segir Ólöf. Þetta má sjá nánar á heimasíðu samtakanna www. mwia.net Ólöf segir að margt hafi vitanlega breyst frá því samtökin voru stofnuð. „Þegar þau voru upp- haflega stofnuð voru konur mjög fáar í læknastétt og því var nauðsynlegt að skapa vettvang fyrir skoðanaskipti þeirra. í dag eru konur orðnar fjöl- mennar í læknastétt víða um lönd og sækja veru- lega á og t.d. er ekki óalgengt á Vesturlöndum að konur séu um 50% nema í læknadeildum og áherslur samtakanna hafa breyst í samræmi við þetta." Meðal þeirra baráttumála sem samtökin hafa aðallega beitt sér fyrir á alþjóðavísu er bætt heilsa og staða barna og kvenna, þau hafa unnið gegn ofbeldi af öllu tagi eins og umskurði barna, kynlífsþrælkun kvenna og barna auk ýmissa annarra verkefna. Þá hafa samtökin tekið virkan þátt í því að framleiða ýmiss konar kennsluefni eins og t.d um Gender Mainstreaming sem Félag kvenna í læknastétt á íslandi kynnti á íslenskum Læknadögum fyrir nokkrum árum. Auk Ólafar sóttu þær Helga Hannesdóttir geðlæknir og Margrét Árnadóttir lyflæknir al- þjóðaþingið í Accra í sumar og var það mikil og ný reynsla. „Enginn er samur eftir ferð til Afríku," segir Ólöf. „Eftirminnilegast er að sjálfsögðu LÆKNAblaðið 2007/93 857

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.