Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2007, Page 49

Læknablaðið - 15.12.2007, Page 49
UMRÆÐUR 0 G S K I M U N F R É T T I R í R I S T L I Asgeir Theodórs við ristilspeghmartæki. „Leitin sjálf mun kosta á milli 140-160 milljónir fyrstu tvö árin og mér sýnist raunhæft að ætla að ekki verði hægt að hefja leitina fyrr en í byrjun árs 2009. Öllum körlum og konum á aldrinum 55-70 ára verður boðin þátttaka en með afföllum verða það líklega um 26 þúsund manns eða 13 þúsund manns á ári (annað hvert ár). Aðferðin er leit að blóði í hægðum en öllum þátttakendum verður sent heim sýnatökuspjald með leiðbein- ingum um hvernig taka skuli sýnið og ganga frá því og senda til Krabbameinsfélagsins til rannsóknar. Ef blóð reynist í hægðunum þá er viðkomandi boðaður í ristilspeglun. Ekki hefur verið ákveðið hvar ristilspeglanirnar verða fram- kvæmdar en sennilega verður að koma upp sér- stakri aðstöðu fyrir þær. Við gerum ráð fyrir að um 8% af heildarfjöldanum reynist með blóð í hægðum (HemoccultSensa), en þá þarf að fram- kvæma um 1000 ristilspeglanir á hverju ári. Við vitum að 25-30% af fólki á þessum aldri er með einhvers konar forstigsbreytingar eða kirtilæxli í ristli, og þar sem það er líklegt að um 95-96% af krabbameinum í ristli eiga upptök sín í slíkum æxlum, er mikilvægt að fjarlægja þau áður en hugsanlegt krabbamein nær að myndast í þeim. Við ristilspeglunina er mögulegt að fjarlægja kirt- ilæxlin. Allir sem reynast með slík hugsanleg for- stig þurfa að vera í eftirliti og flytjast yfir á kirt- ilæxlaskrá þar sem þessum einstaklingum verður fylgt eftir og þeir boðaðir í reglulega skoðun háð stærð kirtilæxlanna, meingerð þeirra og fjölda." Asgeir segir að vissulega sé ristilspeglun nokk- urt inngrip og útheimti ákveðinn undirbúning af hálfu einstaklingsins. „Það þarf að vera á fljót- andi fæði í tvo sólarhringa á undan og síðan þarf úthreinsun fyrir speglunina. Fólk fer sjaldnast í vinnuna rannsóknardaginn sem þetta er gert en kostirnir eru ótvíræðir. Annars vegar er hægt að LÆKNAblaðið 2007/93 861

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.